Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 6
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Karl Sigurbjörnsson biskup segir mistök hafa verið gerð af hálfu kirkjunnar í máli Ólafs Skúla- sonar og vantraust ríki á þjóð- kirkjunni sem stofnun. Karl telur ekki ástæðu til þess að segja sig úr embætti eftir það sem á undan er gengið. „Ég hleyp ekki frá skyldum mínum,“ segir Karl. „Ég er skuld- bundinn því að stýra þessu eitt- hvað áfram og sjá til þess að við getum unnið úr þessu máli þannig að það verði til sóma fyrir okkur og með fullri virðingu fyrir þeim sem á hefur verið brotið. Til þess að svona mál fari framvegis í betri farveg.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings kemur þó fram að Karl mótmæli því að hafa gert mistök í máli tengdu Sigrúnu Pálínu, en hann tók að sér sál- gæsluhlutverk hennar daginn áður en hann skrifaði undir stuðn- ingsyfirlýsingu kirkjuráðs við Ólaf Skúlason biskup. Karl segir yfirlýsinguna ekki hafa verið til stuðnings Ólafi. „Ég hef aldrei talið að yfirlýsing kirkjuráðs hafi verið stuðnings- yfirlýsing við Ólaf, en ég viður- kenni það eftir á að hyggja að hún var óheppileg. En hann taldi hana heldur ekki vera stuðnings- yfirlýsingu, eins og fram kemur í ævisögu hans. Hann varð okkur mjög reiður,“ segir Karl. Á aukakirkjuþingi sem haldið var í gær vegna útgáfu rannsóknar skýrslunnar kom ítrekað fram hjá þingmönnum að þjóðkirkjan væri búin að missa traust. Karl er sammála því. „Það er vantraust á þessari stofnun,“ segir Karl. „Það er sárt, en mjög skiljanlegt. Traust er til- finningalegt og þjóðkirkjan, eins og aðrar stofnanir, hefur búið við vantraust eftir hrunið. Svo liggur nú vinna rannsóknarnefndarinnar fyrir og það er umræðan sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Karl. „Það er liður í sjálfsskoðun kirkjunnar að horfast í augu við það sem hefur farið á annan veg en skyldi. Við viljum gera betur.“ Karl segir að í hita leiksins viti maður oft ekki hvernig eigi að bregðast við málum eins og ber að gera. „Það er gott að vera vitur eftir á,“ segir hann. „Ég tel að við séum vitrari eftir þessa reynslu og höfum lært af því sem úrskeið- is fór. Það var ýmislegt sagt, gert og látið ósagt, sem hefði ekki átt að gera.“ Í ræðu sinni á kirkjuþingi sagði Karl að það hafi ekki verið auðvelt að ganga í gegn um það ferli sem nú sé að baki. „ A ð s i t j a a n d s p æ n i s rannsóknar nefnd undir ágeng- um spurningum um atburði fyrir næstum hálfum öðrum áratug,“ sagði hann. „Viðbrögð, framkoma, orð og aðgerðir eða aðgerðarleysi eru vegin og metin. Heilindi, heið- arleiki og trúverðugleiki dregin í efa.“ Karl sagðist aldrei hafa haft ásetning um, eða reynt að þagga niður mál kvennanna þriggja. „Hvað þá að skaða eða afvega- leiða einstaka konur eða valda þeim harmi. Ég tel það koma skýrt fram í rannsóknarskýrslunni. Við vorum vanbúin á þessum tíma og höfðum enga farvegi til þess að takast á við slík mál. Og mörg okkar einfaldlega ekki undir það búin að þurfa að horfast í augu við það að slíkir hlutir gætu gerst,“ sagði Karl. „Þess vegna var ekki nóg að gert.“ Á haustþingi kirkjuþings verður líklega lagt til að kjörtími biskupa verði takmarkaður niður í tólf ár. Karl hefur nú gegnt embætti í þrettán ár. Það er vantraust á þessari stofnun. Það er sárt, en mjög skiljanlegt. KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP ÍSLANDS Niðurstöður kirkjuþings um skýrslu rannsóknarnefndar Þjóðkirkjan rúin trausti BISKUP Á KIRKJUÞINGI Í GÆR Karl Sigurbjörnsson sagði á kirkjuþingi í gær að erfitt hefði verið að sitja undir ágengum spurningum rannsóknarnefndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Breytingartillögur rannsóknarnefndar kirkjuþings Samþykkt var á kirkjuþingi í gær að fimm manna nefnd úr hópi kirkjuþingsfull- trúa undirbyggi frekari úrbætur á sviði viðbragða kirkjunnar við kynferðisbrotum. Nefndin skal hafa hliðsjón af þeim tillögum sem fram eru settar í skýrslu rann- sóknarnefndar og leita sér sérfræðilegrar aðstoðar eftir því sem hægt er. ■ Verklagsreglur verði settar um það hvernig eigi að fylgja eftir stefnumótun kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota. Þar þurfi að setja reglur um fræðslu- og forvarnarstarf hjá kirkjunni. ■ Kirkjuþing skal móta frekari reglur um bakgrunnsathugun umsækjenda en nú koma fram í siðareglum vígðra þjóna og annars starfsfólks kirkjunnar sem samþykktar voru 2009. ■ Nauðsynlegt sé að auka fræðslu um eðli og afleiðingar kynferðisbrota og þjálfun um æskileg viðbrögð þegar greint er frá kynferðisbroti. Mikilvægt sé að slík vinna sé vel ígrunduð og skipulögð í samvinnu við aðila sem geti fylgt henni nánar eftir á ábyrgan hátt. Jafnframt sé æskilegt að setja sérstakar verklagsreglur um tilkynningar til barnaverndaryfirvalda. ■ Verklagsreglur verði mótaðar um samstarf biskups og kirkjuyfirvalda annars vegar og fagráðs um meðferð kynferðisbrota hins vegar. Reglurnar ættu að hafa það að markmiði að tryggja að ávallt sé tekið faglega á málum er varða kynferðisbrot og væru líkur þar með auknar á því að þolendur kynferðisbrota fái viðunandi málsmeðferð óháð því hver á í hlut. Kjörtími biskupa verði takmarkaður við tólf ár Eftirfarandi breytingartillögur verða lagðar fyrir haustþing kirkjuþings: Karl Sigurbjörnsson biskup segir vantraust ríkja á þjóð- kirkjunni sem stofnun. Hann telur ekki ástæðu til þess að segja af sér eftir rannsóknarskýrslu kirkj- unnar. Karl viðurkennir að mistök hafi verið gerð. Úr fyrri umræðum kirkjuþings í gær „Í vitnisburði of margra sem nefndin ræddi við var sagt: „Nei, nei, ég gerði ekki mistök,“. Þetta er ekki gott veganesti í þá ferð sem við leggjum upp í í dag. [...] Hvernig geta þau sem urðu á mistök sem sköðuðu aðra, tekið á móti fyrirgefningu ef þau geta ekki sagt: „Já, mér varð á. Ég gerði mistök.“ Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur í Kjalarnessprófastsdæmi „Traustið á þjóðkirkjunni er rofið.“ Hjalti Hugason, prófessor í kirkjusögu „Margt ómaklegt orð hefur fallið, ósæmileg orðræða hefur á stundum tekið völdin eins og nú er raunar að verða ein helsta meinsemdin í íslenskri samfélagsumræðu. Ég vil hins vegar að það sé alveg ljóst við upphaf þessa kirkjuþings að ég ber fyllsta traust til Karls Sigurbjörns- sonar.“ Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings „Mistökin eru víða mjög skýr.“ Magnús E. Kristjánsson, varaforseti kirkjuþings Eignastýringarsafn ÍV-I og Eignastýringarsafn ÍV-II eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @ Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Tvær nýjar ávöxtunarleiðir ■ Staða leikmanna í kirkjunni verði styrkt með því að forseti kirkjuráðs og formenn héraðsnefnda verði kjörnir úr hópi leikmanna eins og raunin er nú með forseta kirkjuþings. ■ Kirkjuþing fái fjárstjórnarvald í kirkjunni. ■ Kjörtími biskupa verði takmarkaður við tvö sex ára tímabil, tólf ár að hámarki. ■ Staða vígslubiskupa verði styrkt til muna. Þeir fái almennt tilsjónar- hlutverk með kirkjulegu starfi í umdæmum sínum og gegni þannig sjálfstæðu hlutverki sem nokkurs konar stiftsprófastar en verði ekki einungis aðstoðarmenn biskups Íslands. Tilsjónarhlutverkinu verði um leið létt af próföstum og þeir hætti að vera sérstakir trúnaðar- menn biskups. ■ Biskupar og prestar þjóðkirkjunnar verði ekki lengur skilgreindir í lögum sem embættismenn ríkisins. Heimild: Kirkjuþing Íslands Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is Dagbjört Guðmundsdóttir, eitt fórnarlamba Ólafs Skúlasonar, var stödd á kirkjuþingi í gær. Hún er í alla staði ánægð með skýrsluna og telur hana afar vel unna. Dagbjört segir kirkjuna í heild hafa brugðist henni, Guð- rúnu Ebbu og Sigrúnu Pálínu á sínum tíma, ekki einungis Karl Sigurbjörnsson biskup. Hún telur ekki nauðsynlegt að Karl víki úr embætti. Dagbjört krefur hins vegar kirkjuna sem heild um aðgerðir. „Ef ekkert verður að gert á næstu dögum mun ég segja mig úr þjóðkirkjunni,“ segir hún. „Og það er trúin sem hefur komið mér í gegn um þetta allt.“ Dagbjört nefnir sérstak- lega orð Arnar Friðrikssonar í skýrslu rannsóknarnefndar, þar sem hann sakar konurnar um ósannindi og lofsamar Ólaf Skúlason. Dagbjört segir veru sína á kirkjuþingi hluta af því að komast yfir áföllin. „Ég er ekki hrædd lengur,“ segir hún. Fórnarlamb biskups segir kirkjuna hafa brugðist: Ekki hrædd lengur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.