Fréttablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 8
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR8
1. Hvar á að vera hlýjast í veðri á
næstu dögum?
2. Hvar á höfuðborgarsvæðinu á
að opna nýjan English Pub?
3. Hvaða leikmaður Íslands fékk
rautt spjald í fyrsta leiknum á EM
U-21 í fótbolta?
SVÖR
1. Á suðvesturlandi 2. Í Hafnarfirði 3.
Aron Einar Gunnarsson
VELKOMIN Á BIFRÖST
Umsóknarfrestur
rennur út í dag
Skilaðu umsókn
núna á bifrost.is
Háskólasamfélagið á Bifröst er einstakt samfélag sem sameinar vandað nám
og frábært umhverfi fyrir börn og fullorðna. Við leggjum áherslu á að undirbúa
nemendur fyrir atvinnulífið með markvissri kennslu og raunhæfum verkefnum.
Markmið okkar er háskóli í tengslum við raunveruleikann.
FRUMGREINANÁM GRUNNNÁM MEISTARANÁM
Frumgreinanám
í stað- og fjarnámi
HHS – heimspeki, hagfræði
og stjórnmálafræði
Viðskiptafræði í stað-
og fjarnámi
Viðskiptafræði í fjarnámi með
áherslu á markaðssamskipti
Viðskiptalögfræði
MA í menningarstjórnun
MA í menningarfræði
MS í alþjóðaviðskiptum
DÓMSMÁL Landsdómur hafnaði
fyrir síðustu helgi kröfu Geirs H.
Haarde þess efnis að átta þing-
kjörnir fulltrúar í dómnum vikju
sæti við meðferð máls Alþingis á
hendur honum.
Geir krafðist þess að þeir vikju,
enda mætti draga hæfi þeirra í efa
þar sem Alþingi hefði ákveðið að
framlengja skipunartíma þeirra
eftir að málareksturinn hefði verið
farinn af stað.
Dómurinn fellst ekki á þennan
málatilbúnað. Dómararnir átta
hefðu verið kjörnir í dóminn mörg-
um árum áður en ákveðið var að
sækja Geir til saka og ekki þyrfti
að efast um hæfi þeirra þótt tím-
inn hefði verið framlengdur.
Ekki verður frekari mála-
rekstur fyrir landsdómi
fyrr en í haust, þegar
tekist verður á um
frávísunar kröfu Geirs.
Hann skilar greinargerð
sinni í ágúst og í kjöl-
farið vinnur saksóknar-
inn greinargerð um kröf-
una. Málflutningur um
hana er áætlaður 5.
september.
Búast má við að
dómurinn taki sér nokkrar vikur
í að úrskurða um frávísunar-
kröfuna. Verði henni hafnað fær
Geir nokkrar vikur til að skila
greinargerð um efnisatriði máls-
ins, og verjandinn í kjölfarið tíma
til að skila sinni greinargerð.
Ekki má því búast við að mál-
flutningur í málinu sjálfu hefjist
fyrr en á nýju ári, fari það á
annað borð alla leið.
- sh
Ekki útlit fyrir aðalmeðferð fyrir landsdómi fyrr en á nýju ári:
Landsdómur hafnar kröfu Geirs
GEIR H. HAARDE
Landsdómur hafnar
málatilbúnaði hans.
LÖGREGLUMÁL Sparkað var í höfuð
lögreglumanns sem reyndi að
stöðva hópslagsmál á Akranesi
um helgina.
Slagsmál brutust út fyrir utan
veitingastaðinn Breiðina. Lög-
reglan greip inn í slagsmálin með
aðstoð frá lögreglumönnum á
frívakt. Þá var kallað eftir aðstoð
lögreglunnar í Borgarnesi. Frá
þessu er greint á vefnum Skessu-
horn.is. Nokkrir voru handteknir
og færðir í fangageymslu. Ekki
er vitað til þess að nokkur hafi
meiðst alvarlega. - þeb
Hópslagsmál á Akranesi:
Sparkað í lög-
reglumann
KJARAMÁL Leikskólakennarar hafa
samþykkt að boða til verkfalls
hinn 22. ágúst ef ekki tekst að
ljúka kjarasamningum við sveitar-
félögin fyrir þann tíma. Haraldur
Freyr Gíslason, for maður Félags
leikskólakennara, segir að mikill
samhugur sé í stéttinni, sem
sjáist vel í eindreginni niður-
stöðu atkvæða-
greiðslu félags-
manna.
84,7 prósent
félagsmanna
tóku þátt í kjör-
inu og 96 pró-
sent þei r ra
greiddu atkvæði
með verkfalls-
aðgerðum.
„ Ég var
búinn að finna
mikinn kraft í leikskólakennurum
undanfarið og þeir sætta sig ekki
við sinn hlut lengur,“ segir Har-
aldur í samtali við Fréttablaðið og
bætir því við að grunnkrafan sé að
kjör leikskólakennara verði gerð
sambærileg við aðrar stéttir sem
þeir miði sig við.
„Við höfum verið að dragast
aftur úr viðmiðunarstéttum frá
árinu 2008 og erum nú á eftir þeim
svo talsverðu munar. Við höfðum
fengið viðurkennt að sömu laun
ættu að gilda fyrir sömu mennt-
un og þannig var það. Svo er hins
vegar ekki lengur og við viljum
leiðréttingu á okkar kjörum.“
Haraldur segir að byrjunar-
laun leikskólakennara séu nú um
247 þúsund krónur á mánuði, fyrir
skatt, sem sé fjarri því að vera
boðlegt eftir fimm ára háskóla-
nám til að ljúka mastersgráðu.
„Það bara gengur ekki. Við
erum bara ekki samkeppnishæf á
markaði.“
Spurður hvort mikið beri á
milli aðila í kjaraviðræðunum
segir hann að sveitarfélögin hafi
hingað til aðeins viljað bjóða leik-
skólakennurum álíka hækkanir og
fengust í nýgerðum samningum
á almennum vinnumarkaði. „En
það erum við ekki tilbúin að sætta
okkur við,“ segir Haraldur en
vill ekki gefa upp hverjar kröfur
þeirra séu nákvæmlega.
Hann bætir því við að verði
kjör leikskólakennara ekki leið-
rétt muni það koma niður á sókn
í námið.
„Sókn í staðnámið hefur verið
í sögulegu lágmarki þar sem nú
eru níu nemar, þó að enn sé ágæt
sókn í fjarnámið. En ef fram fer
sem horfir á staðan aðeins eftir að
versna.“
Þó að enn sé drjúgur tími þar
til boðað verkfall hefst segist Har-
aldur vonast til þess að samningar
takist fljótlega.
„Ég ætla bara að vona að við-
semjendur okkar ætli ekki að
reyna að tefja málið. Það væri
verulega hallærislegt að reyna
þann leik og við sættum okkur
ekki við slíkt.“
thorgils@frettabladid.is
Boða verkfall
á leikskólum
Leikskólakennarar samþykktu með miklum meiri-
hluta að boða til verkfalls í ágúst. Vilja leiðréttingu
á kjörum sínum í samræmi við viðmiðunarstéttir.
HARALDUR F.
GÍSLASON
BOÐA VERKFALL Leikskólakennarar samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að boða
til verkfalls í ágúst. Þeir vilja sambærileg kjör og viðmiðunarstéttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEISTU SVARIÐ?