Fréttablaðið - 15.06.2011, Page 22

Fréttablaðið - 15.06.2011, Page 22
2 Gónhóll á Eyrarbakka er kjörinn viðkomustaður fyrir þá sem ætla að leggja leið sína austur. Þar er markaður og kaffihús og nú stendur yfir sýning á málverkum Önnu Kristínar Einarsdóttir, en við- fangsefnin eru af ýmsum og stundum óvenjulegum toga. „Ég óttaðist aldrei um líf mitt og vissi að við kæmumst heilu og höldnu á leiðarenda,“ segir Ragn- hildur, sem var stödd á vinnustað sínum Royal Spa á níundu hæð Queen Elizabeth þegar skipið sigldi í ímyndað kjölfar hins sögu- fræga og ósökkvandi Titanic frá Southampton til New York í miklu óveðri og stórhríð í janúar. „Öldugangur og stórsjór gengu yfir gluggana og skipið allt, en ég fann ekki einu sinni fyrir sjóveiki. Bara magnaðri tilfinningu yfir því að sigla um slóðir sorglegra atburða þegar Titanic sökk árið 1912 og 1.517 farþegar þess hlutu vota gröf,“ segir Ragnhildur. Cunard-skipafélagið þykir eitt það virðulegasta í veröldinni og hefur einkarétt á White Star þjón- ustu sem var einmitt viðhöfð um borð í Titanic. „Queen Elizabeth er allt í anda Titanic og hvíti hanskinn tákn um óaðfinnanlega þjónustu þar sem starfsfólk er þjálfað í að koma sem allra best fram við farþega,“ segir Ragnhildur sem var þjálfuð í að koma fram við viðskiptavini eins og þeir væru konungbornir. „Ég frétti af þessum atvinnu- möguleika í snyrtifræðinámi mínu við FB og varð strax mjög áhuga- söm. Ég sé svo sannarlega ekki eftir að hafa slegið til. Sjálfstraust mitt óx til muna og góður skóli að þurfa að bjarga sér dags daglega á öðru tungumáli. Þá fylgir mik- ill ævintýraljómi því að starfa á svo íburðarmiklu skipi, enda leið mér oft eins og prinsessu að lenda í nýrri höfn á hverjum morgni um borð í einu fegursta skipi heims.” Ragnhildur starfar nú á Snyrti- stofu Ágústu þar sem hún hefur innleitt meðferðir sem hún lærði á Royal Spa, en þar urðu viðskipta- vinir fyrir einstakri upplifun. Þar á meðal er havaískt lomilomi- nudd, nuddað með framhandleggj- um og Royal Spa-andlitsmeðferð. Fyrir jómfrúrferð Queen Eliza- beth haustið 2010 gaf Elísabet Englandsdrottning skipinu nafn við hátíðlega athöfn. „Þá þakkaði hún okkur öllum sem stóðum hjá fyrir vel unnin störf,“ segir Ragn- hildur, en Cunard er þekkt sem skipafélag ríkra og fræga fólksins. „Upp úr standa staðirnir sem ég upplifði af eigin raun og allt fólk- ið sem ég eignaðist að vinum frá öllum heimshornum. Á milli okkar myndaðist djúp vinátta og víst er að við munum halda hópinn um ókomna tíð.“ thordis@frettabladid.is Í stórhríð í kjölfar Titanic Snyrtifræðingurinn Ragnhildur Guðmannsdóttir hélt á vit ævintýranna þegar hún sigldi um heimshöfin á konunglegri snyrtistofu skemmtiferðaskipsins Queen Elizabeth, nýjasta stolti skipafélagsins Cunard. Ragnhildur segist aldrei hafa orðið sjóveik um borð í Queen Elizabeth, en stundum hafa orðið vör við sjóriðu þegar hún steig í land. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á Queen Elizabeth þjóna 2.000 manns 2.000 farþegum, og má því segja að hver farþegi hafi sinn einkaþjón sem dekrar við hann daglangt með hvítum hönskum. Queen Elizabeth fékk fylgd systurskipanna Queen Victoria og Queen Mary II frá Southampton til New York, þar sem beið þeirra flugeldasýning og mikil hátíðahöld. Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is Er vagninn rafmagnslaus Frístunda rafgeymar í miklu úrvali ? ÚTSALAN HAFIN! ÍSLENSKT KISUNAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli Harðfisktöflur sem kisur elska VINSÆLVARA Sumarkjólar Ný sending af sumarkjólum fyrir brúðkaupin og sumarveislurnar. Ótrúlegt úrval, st 36-46 Fleiri myndir á Facebook, vertu vinur Við erum á

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.