Fréttablaðið - 15.06.2011, Side 24

Fréttablaðið - 15.06.2011, Side 24
15. JÚNÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● golf ● kynning Steve Williams, sem hefur verið kylfusveinn Tigers Woods á þrettán stórmótum, verður kylfu- sveinn Adams Scott það sem eftir lifir af U.S. Open, þar sem Woods er meiddur. Woods dró sig úr keppni á U.S. Open í síðustu viku vegna meiðsla og óvíst er hvenær hann verður fær um að keppa að nýju. Fljótlega eftir að ljóst var að hann yrði ekki meðal keppenda fékk kylfusveinn hans, Steve Williams, upphringingu frá hinum þrítuga Ástrala Adam Scott, sem nýlega sleit samstarfi við kylfusvein sinn Tony Navarro. Ekki er ljóst hversu lengi sam- starf þeirra Williams og Scotts varir, því enn er óvíst hve lengi Woods verður frá keppni, en haft er eftir Mark Steinberg á vef síðunni golfchannel.com að alveg eins og Woods sé ósáttur við að missa af stórmóti þá gildi það sama um Williams, sem hafi því gripið tæki- færið fegins hendi. - fsb ● Líkt og í öðrum boltaíþróttum gildir sú gullna regla í golfi að missa ekki sjónar á kúlunni. Slíkt hefur mikið að segja upp á hversu löng höggin eru en reynsla kylf- inga er sú að höggin eru styttri ef einbeitingin er ekki í lagi. ● Það er ekki sjálfgefið að menn kunni þá list að horfa á kúluna. Að tileinka sér þá tækni er hins vegar afar mikilvægt og skiptir ekki máli hvort kúlan er í grasi, glompu, brekku eða annars stað- ar, kylfingurinn þarf alltaf að sjá kúluna fullkomlega. Talið er að flest mistök í golfi megi rekja til þess að kylfingurinn missir ein- beitinguna og þar með sjónar á kúlunni, jafnvel bara eitt augna- blik. ● Þótt kylfingum þyki það eflaust mun skemmtilegra að spila golf í félagsskap getur hringur þar sem golfarinn er einn með sjálf- um sér skilað honum miklu betri árangri í að fínpússa ýmis tækni- leg atriði. Gott er að velja tíma dags þar sem lítil umferð er á golfvellinum og hægt er að rölta um völlinn í rólegheitum. ● Algengt er að golfarar noti ekki rétt grip, jafnvel reyndir golfarar. Það getur haft veruleg áhrif og jafnvel lækkað forgjöf- ina á stuttum tíma ef gripið er leiðrétt. Ráð er að leita til golf- kennara ef kylfingar eru í vand- ræðum með gripið. ● Þurfi að betrumbæta púttið er gott að yfirfara nokkur einföld en þýðingarmikil atriði, sem geta haft mikla þýðingu inni á flötun- um. Eitt veigamesta atriðið þar er gripið, sem þarf að vera létt og mun léttara en í öðru spili í golfinu. Annað ekki síður mikil- vægt atriði er að gefa sér tíma og vera tilbúinn þegar kemur að manni að gera. Slíkt flýtir fyrir leik. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 og Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is s. 512 5439. Golfarar um allt land hópast nú út á græna velli, leggja alúð við að fullkomna sveifluna og pútt á flötum. Nokkrir voru fengnir til að veita eftirfarandi ráð. Ráð fyrir golfglaða nýliða Steve Williams hefur verið kylfusveinn Tigers Woods á þrettán stórmótum, en er nú tímabundið genginn til samstarfs við Adam Scott. Kylfusveinn Woods með Scott Til að ná góðum tökum á golfíþróttinni skiptir máli að gefa sér tíma og spila í rólegheitum, sérstaklega til að byrja með. Ef kylfingar eru í vandræðum með gripið, sveifluna eða annað sem þeir halda að þeir þurfi leiðsögn með er hægt að leita til golfkennara og skrá sig hjá honum í eina eða fleiri kennslu- stundir. www.golfkortid.is 23 golfvellir eitt kort 9.000 kr. einstaklingskort 14.000 kr. fjölskyldukort FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN ÍÞRÓTTIR Á ÞÍNUM HEIMAVELLI m.visir.isFáðu Vísi í símann! Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.