Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 15.06.2011, Qupperneq 34
15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR26 BAKÞANKAR Jóns Sigurðar Eyjólfssonar Allt sem þú þarft *Meðan birgðir endast Þú færð Fréttablaðið á 29 stöðum á Vesturlandi. Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt. Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing. Það fá allir afmælisblöðru* á sölustöðum Fréttablaðsins um land allt. Fjöldi lausasölustaða á Vesturlandi Jákvæðar fréttir fyrir sumarið Bónus, Ísafirði Samkaup Úrval, Ísafirði Olís, Bolungarvík Samkaup Úrval, Bolungarvík N1, Hamona, Þingeyri N1 verslun, Akranesi Bónus, Akranesi Olís, Akranesi Krónan, Akranesi Samkaup Strax, Akranesi Bónus, Borgarnesi Olís, Borgarnesi Samkaup Úrval, Borgarnesi Samkaup Hyrnan, Borgarnesi Verslunin Baulan, Borgarnesi Háskólinn Bifröst, Borgarfirði Samkaup Strax, Bifröst, Borgarnesi Þjónustumiðstöð Vegamót Hönnubúð, Reykholti, Borgarfirði Bónus, Stykkishólmi Olís, Stykkishólmi Hrannarbúðin, Grundarfirði Samkaup Úrval, Grundarfirði N1, Ólafsvík Olís, Ólafsvík N1, Hraðbúðin Hellissandi Samkaup Strax, Búðardal N1, þjónustustöð, Ísafirði Hamraborg, Ísafirði 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Heldurðu að hún vilji hitta mig aftur? Tjaa, hún öskraði „NEI!“ ansi hátt! Já, en hún sagði svo eitt- hvað í líkingu við, „áður en ég hitti þig aftur“... „Myndi hún frekar vilja fá ælupest og tréfót!“ Ég var reyndar svolítið hissa á að hún skyldi sprauta ilmvatninu sínu í andlitið á mér! Ég held að þetta hafi verið piparúði, Ívar! En ég fékk ekki neitt ákveðið svar áður en hún fór. En ég er bara bjartsýnn á þetta! Hún hljóp, Ívar! Kóngur! Eru einhver skilaboð til mín, Palli? Uhh já, hér eru ein. Bíddu aðeins, þau eru ítarleg. Viltu muna að við þurfum að kaupa minnismiða. Bara, ef mig langar í svart kaffi. M JÓ LK Af hverju ákvaðstu allt í einu að kaupa sjónauka? Solla sagði eitt kvöldið: „Vá, sjáðu allar stjörn- urnar!“ Þannig að ég keypti sjónauka. En sætt! Gleymdu því, ég ætla ekki að kaupa blæjubíl. Vá! Sjáðu allar göturnar! LÁRÉTT 2. sót, 6. hljóm, 8. árstíð, 9. hluti kynfæra, 11. frú, 12. langt op, 14. dáð, 16. fyrirtæki, 17. fjallaskarð, 18. hylli, 20. nafnorð, 21. horfðu. LÓÐRÉTT 1. lýð, 3. átt, 4. örvandi efni, 5. dýra- hljóð, 7. sætuefni, 10. gifti, 13. ískur, 15. skref, 16. máltíð, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. ösku, 6. óm, 8. vor, 9. leg, 11. fr, 12. klauf, 14. afrek, 16. ms, 17. gil, 18. ást, 20. no, 21. litu. LÓÐRÉTT: 1. fólk, 3. sv, 4. koffein, 5. urr, 7. melassi, 10. gaf, 13. urg, 15. klof, 16. mál, 19. tt. Af hverju skilurðu tóma mjólkurfernu eftir í ísskápnum? Bylting endar í grískum blús Lífið er viðbjóðslegur vindlingur en ég reyki hann samt.“ Þannig hljómar lína úr eldgömlum rebetika-söng. Sú tónlist er stundum nefnd gríski blúsinn, en ekki veitir af blús þar við Eyjahafið um þessar mundir. ÞESSI lagstúfur kemur upp í kollinn á mér nú þegar ég sé botninn detta úr byltingunni hér á Spáni. Torgtökumenn, eins og nýyrðasmiðurinn Kristinn R. Ólafsson kallar þá, virðast vera að missa móðinn og bera ekki lengur sorg sína á torg heldur ætla þeir nú að fara heim og blúsa þar. En hvernig má það vera að byltingin lognist út af í þessu ástandi sem hér ríkir? Ætti hún ekki einmitt að vera borðleggjandi í atvinnuleysinu og blankheitunum? ÉG HELD að það sem sé að bregða fæti fyrir byltingarsinna hér á Spáni sé hrein og bein hugmynda kreppa. Við lifum nefnilega á tímum þar sem fólk er orðið afar meðvitað um allt það sem það vill ekki en hefur varla leitt hugann að því hvað það í raun og veru vill. Þar af leiðandi hefur byltingin ekkert nýtt að bjóða. EF TIL vill er þessi hugmyndakreppa til- komin af offramboði á gáfumönnum, sem tala um allt það sem ómögulegt er, en sárum skorti á innblásnum andans mönnum sem deila með umheiminum hugmyndum sínum um nýjan heim. Þannig verður haus okkar fullur af slag- orðum gegn stríðsbrölti og fjármála- kerfinu en snauður af hugmyndum um það hvernig við getum hætt að tryggja þessi öfl í sessi. ÉG MINNIST dæmisögunnar um indíán- ann aldna og spaka sem sagði barninu að inni í hverjum manni væru tveir ernir í erjum, annar héti Gráðugur en hinn Hugs- uður. Barnið spurði náttúrlega hvor myndi hafa betur og hann svaraði: „Sá sem þú hugsar betur um.“ ÉG TEK undir með franska hugsuðinum Stéphane Hessel, sem er eins konar hug- sjónafaðir byltingarsinna hér, að maður á að láta hneykslun sína í ljós gagnvart því óréttlæti sem stjórnandi öfl viðhafa til að tryggja völd og hagsmuni. En ég er líka orðinn óskaplega þyrstur eftir því að heyra einhvern láta sig dreyma eins og John Lennon gerði í laginu Imagine. En þar sem draumóratal er ekki í tísku held ég bara áfram að syngja þennan gríska blús: „Lífið er viðbjóðslegur vindlingur en ég reyki hann samt.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.