Fréttablaðið - 15.06.2011, Side 40

Fréttablaðið - 15.06.2011, Side 40
32 15. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR Tónleikar ★★★★★ Páll Óskar og Sinfó Harpa í Eldborg, 11. júní Tónleikar Páls Óskars með Sinfóníu hljómsveit Íslands á laug- ardagskvöldið voru þeir níundu í röðinni. Síðasta haust seldist á svipstundu upp á ferna hljómleika í Háskólabíói og það sama gerðist þegar blásið var til fimm tónleika í Eldborgarsal Hörpu nú í júní. Sam- tals hafa Páll Óskar og Sinfó því selt á þrettánda þúsund miða. Það þarf ekki að koma á óvart. Þetta voru í einu orði sagt stór- kostlegir tónleikar, fullkomnir. Það hafði augljóslega verið hugs- að fyrir hverju einasta smáatriði og allt gekk upp: Útlit, uppsetning, hljómur, lagaval, lagaröð, söng- ur, hljóðfæraleikur og útsetning- ar. Stemningin var líka ótrúleg, gleðin skein af hverju andliti og margir tónleikagesta réðu varla við sig af hamingju. Samstarf Sinfó og poppara hefur ekki alltaf komið sérstaklega vel út, en hjá Páli Óskari gekk það agjörlega upp. Maður hafði aldrei á tilfinningunni að þetta væri ein- hver undarleg samsuða, heldur að það væri ein hljómsveit á sviðinu. Gleðin er besta víman Og ein stjarna. Auk Palla og Sinfó voru á sviðinu fjórir bakradda- söngvarar og poppsveit skipuð hljómborðsleikara, gítarleikara, bassaleikara og trommuleikara. Monika Abendroth kom líka og spilaði á hörpu í laginu Ó hvílíkt frelsi. Sinfóníuhljómsveitin lék misstórt hlutverk í útsetningunum. Í sumum laganna lagði hún aðal- lega til strengi eða blástur á rétt- um stöðum, en í öðrum sá hún nán- ast alfarið um hljóðfæraleikinn. Tónleikarnir byrj- uðu með látum. Eftir forleik sem var svíta samsett úr lögunum hans Palla kom diskó- syrpa sem saman- stóð af lögunum TF-Stuð, Partídýr og Partí fyrir tvo og svo komu lögin h v e r t a f öðru. Dag- skráin spann- aði allan ferilinn, allt frá Anyone Who Had a Heart og Góða nótt (það síðar- nefnda sungið með Kristjönu Stefáns dóttur) yfir í gömul og ný stuðlög og smelli eins og Söngur um lífið og Gordjöss. Útsetning- arnar voru almennt mjög flott- ar, en sérstaklega vil ég nefna Betra líf, Ó hvílíkt frelsi, Ljúfa líf og Minn hinsti dans. Það síðast- nefnda var geggjað, miklu flott- ara en frumútgáfan. En þó að tónlistin hafi verið flott, eins konar viðhafnarútgáfa af Páli Óskari, þá áttu sviðsfram- koma, kynningar og jákvæður boðskapur Palla ekki minni þátt í að búa til þá taumlausu gleði sem var ríkjandi í Eldborg á laugar- dagskvöldið: Dansinn og tilþrifin, húmor inn, sögurnar og samskipti hans við hljómsveitarstjórann Bernharð Wilkinson. Palli hafði salinn algjörlega á valdi sínu. Maður fékk gæsahúð af tónlistinni og hló af gleði á sama tíma. Það verður ekki mikið betra! Trausti Júlíusson Niðurstaða: Gleðin réði ríkjum á frábærum við- hafnartónleikum Páls Óskars og Sinfó á laugar- dagskvöldið. Rithöfundurinn og grín- istinn Hugleikur Dagsson lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að brotist var inn til hans um helgina. Þjófarnir höfðu meðal annars á brott með sér tölvu sem hefur að geyma óbirt leikrit, tvær bækur og handrit að hans fyrstu hryllingsmynd. „Ég er hálf lamaður eftir þetta,“ segir Hugleikur Dagsson rithöf- undur, en brotist var inn til hans á laugardagskvöldið og heimilið hreinsað af tölvum, hljómgræjum, sjónvarpsflakkara og upptökuvél. Ein af tölvunum tveimur sem var stolið frá Hugleiki, grá MacBook Pro þakin Star Wars límmiðum, hefur að geyma ævistarf Hug- leiks. Þar á meðal er leikrit sem hann hefur verið með í smíðum í nokkurn tíma og áætlað er að fari á fjalir Borgarleikhússins á kom- andi leikári. „Ég vil ekki gefa of mikið uppi um söguþráð og titil leikritsins en ég var tilbúinn með fyrsta upp- kastið. Svo var ég hálfnaður með annað uppkastið og á ekki til neitt afrit af því,“ segir Hugleikur. Á umræddri tölvu voru einnig hand- rit að framhaldsbókunum Popular Hits 2 og Garðarshólmi 2 en þær eiga báðar að koma út fyrir jólin. „Handritið að minni fyrstu hryllingsmynd er einnig á tölv- unni og það væri frekar súrt að glata því. Á upptökuvélinni var svo skemmtileg heimildarmynd um ferðalag mitt um páskana á hátíð- ina Aldrei fór ég suður. Allt er þetta ómetanlegt í mínum augum og ég er í sjokki yfir að þetta sé horfið,“ segir Hugleikur og bætir við að hann geti ekki hugsað þá hugsun til enda að tölvan komi ekki í leitirnar. Hugleikur er því tilbúinn að greiða fundarlaun og biður almenning að hafa augu og eyru opin enda framtíð gríns á Íslandi í húfi. alfrun@frettabladid.is Tapaði heilli hryllingsmynd STOLIÐ LEIKRIT Rithöfundurinn Hugleikur Dagsson er í sárum eftir að tölvu hans var stolið. Á henni var meðal annars handrit að leikriti sem sett verður upp í Borgarleikhúsinu í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BARA GÓÐAR MYNDIR www.bioparadis.is STUTTMYNDADAGAR Í REYKJAVÍK (FRÍTT INN) MARY AND MAX THE MYTH OF THE AMERICAN SLEEPOVER TÁR ÚR STEINI (MEÐ ENSKUM TEXTA) ROÐLAUST OG BEINLAUST (MEÐ ENSKUM TEXTA) BRÚÐGUMINN (MEÐ ENSKUM TEXTA) 20:00 18:00, 20:00, 22:00 18:00, 20:00, 22:00 18:00 20:00 22:00 MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS BAR & CAFÉ SUPER 8 5.50, 8, 10.15(POWER) BRIDES MAIDS 4, 6.30 og 9 X-MEN: FIRST CLASS 7 og 10 KUNG FU PANDA 2 3D 4 - ISL TAL KUNG FU PANDA 2 2D 4 - ISL TAL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -BOX OFFICE MAGAZINE Þ.Þ. Fréttatíminn SÝND Í 2D OG 3D T.V. - kvikmyndir.is POWE RSÝNI NG KL. 10. 15 www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar ÁLFABAKKA EGILSHÖLL 12 12 14 14 12 12 12 12 12 12 12 12 10 10 10 10 L L L L L L L L KRINGLUNNI V I P AKUREYRI SELFOSS isio.bMSA t þér miða á gðu ygr þ.þ fréttatíminn R M. -. bí ófilman.is -BoxofficeMagazine FRAMHALD AF VINSÆLUSTU GRÍNMYND SEM SÝND HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI. FRÁ ÞEIM SÖMU OG GERÐU FRÁBÆR FJÖLSKYLDUSKEMMTUN  E.T WEEKLY - JIMMYO, JOBLO.COM “Super 8 is a THRILLING return to MOVIE MAGIC of old, filled with wonder, horror and chills.” SUPER 8 kl. 5:40 - 8 - 10:20 - 11:30 SUPER 8 Luxus VIP kl. 5:40 - 8 - 10:20 THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 9 - 10:20 KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 3D kl. 6 KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 2D kl. 6 KUNG FU PANDA 2 M/ ensku. Tali Sýnd í 2D kl. 10:20 M/Texta PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 Sýnd í 2D kl. 6 - 8 - 10:50 SOMETHING BORROWED kl. 8 SUPER 8 kl. 5:50 - 8 - 10:20 KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali Sýnd í 3D kl. 6 KUNG FU PANDA 2 M/ ensku. Tali Sýnd í 3D kl. 8 Ótextuð THE HANGOVER 2 kl. 5:50 - 8 - 10:20 PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 Sýnd í 3D kl. 10 SUPER 8 kl. 5.30 - 8 - 10.30 HANGOVER PART II kl. 5.30 - 8 -10.25 X-MEN: FIRST CLASS kl. 5.10 - 8 -10.45 KUNG FU PANDA 2 3D ísl tal kl. 5.30 PIRATES OF THE CARIBBEAN 3D kl. 8 - 11 KUNG FU PANDA 2 M/ ísl. Tali kl. 6 SUPER 8 kl. 8 - 10:20 PIRATES OF THE CARRIBEAN 4 kl. 5:20 HANGOVER 2 kl. 8 - 10:20 SUPER 8 kl. 8 - 10:20 THE HANGOVER 2 kl. 8 X-MEN : FIRST CLASS kl. 10:20 SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS GLERAUGU SELD SÉR NÁNARI UPPLÝSINGAR OG MIÐASALA Á BRIDESMAIDS KL. 5.40 - 8 - 10.20 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.40 - 8 - 10.30 12 UPPLIFÐU STUNDINA SEM Á EFTIR AÐ BREYTA HEIMINUM! BRIDESMAIDS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 WATER FOR ELEPHANTS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L FAST FIVE KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SUPER 8 KL. 5.30 - 8 - 10.30 12 SUPER 8 Í LÚXUS KL. 8 - 10.30 12 BRIDESMAIDS KL. 5.20 - 8 - 10.40 12 X-MEN: FIRST CLASS KL. 8 - 10.45 12 KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.40 - 5.50 L KUNG FU PANDA 2 ÍSLENSKT TAL 2D KL. 3.40 L PIRATES 4 3D KL. 6 - 9 10 - FRÉTTATÍMINN FRÁ STEVEN SPIELBERG OG J.J. ABRAMS KEMUR EIN BESTA ÆVINTÝRA/SPENNUMYND ÁRSINS!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.