Fréttablaðið - 22.06.2011, Side 1

Fréttablaðið - 22.06.2011, Side 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Miðvikudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Þjóðgarðar 22. júní 2011 143. tölublað 11. árgangur MIÐVIKUDAGUR 22. JÚNÍ | KYNNINGARBLAÐ ÞJÓÐGARÐAR Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu og nær yfir þrettán prósent af yfirborði Íslands. Innan þjóðgarðsins er að finna rjómann af íslenskri náttúru, sem starfsfólk þjóðgarðsins kappkostar að gera fólki aðgengilega. Vatnajökulsþjóðgarði er skipt niður í fjögur rekstrarsvæði en þjónusta við ferðamenn er að miklu leyti í höndum landvarða sem fara til að mynda í göngur með hópum. Þjón-ustan er þó mismunandi eftir svæð-um enda er þjóðgarðurinn afar stór. Auk þjónustu landvarða er upp-lýsingum miðlað til ferðamanna í gestastofum og á upplýsingaskilt-um. Regína Hreinsdóttir og Snorri Baldursson eru þjóðgarðsverðir í Vatnajökulsþjóðgarði, Regína á suðursvæðinu og Snorri á vestur-svæðinu. „Suðursvæði nær frá Lómagnúpi að Lóni. Gestastofa er í Skafta-felli, sem jafnframt er vinsæl-asti ferðamannastaðurinn á þess-um slóðum,“ segir Regína og getur þess að árlega komi 200.000 gest-ir, langflestir á sumrin. „Svæðið er þó líka fjölsótt á veturna því hér er opið allt árið og aðgengi gott, og auðvitað er alltaf jafnt fallegt að ganga í Skaftafellinu,“ segir hún. Í Skaftafelli eru skipulagðar tvær gönguferðir á dag, ein undir ís-lenskri leiðsögn og önnur á ensku, og barnastund er á hverjum degi. Í júlí verður farið í lengri göngu-ferðir á laugardögum.Ný spennandi svæði er að finna innan suðursvæðisins, Heinabergs-svæði á Mýrum og tvö minni svæði, Hjallanes og Hoffellsfjöllin. „Þessi svæði eru innan þjóðgarðsins og þar eru mjög skemmtilegar göngu-leiðir. Þá má nefna að við erum með landvörslu í Lónsöræfum en Um-hverfisstofnun sér um það svæði að öðru leyti,“ segir Regína Vestursvæði þjóðgarðsins nær frá Lómagnúpi í suðri, vestur fyrir jökul og norður fyrir Vonar skarð. „Á svæðinu eru margar þekktar eldstöðvar. Grímsvötn er þar sú virkasta á landinu öllu og Bárðar-bunga ein sú stærsta. Þá má ekki gleyma Lakagígum. „Af öðrum þekktum stöðum má nefna Vonar-skarð og Tungnár öræfi, Langasjó, Eldgjá og Skælinga en Skaftár-hreppur og umhverfis ráðuneytið náðu samkomulagi í vor um að bæta þremur síðastnefnd og Eldgjá, sem er afar dýrmæt við-bót,“ segir Snorri.Landvörslustöðvar eru þrjár á Vestursvæðinu. Í Nýjadal, en landverðir þar hafa eftirlit með Sprengisandsleið og Vonarskarði, í Hólaskjóli, þar sem eftirlit er með Langasjó, Eldgjá og Skælingum og í Blágiljum, en landverðir þar hafa eftirlit með Lakagígum.„Nýmæli á þessu svæði er fjölg-un landvarða þar sem tveir eru á hverri stöð. Frá 10. júní til 15. ágúst er skipulögð fræðsludagskrá á öllum þessum stöðum. Sú dagskrá byggist á fastri viðveru landvarð-anna og skipulögðum gönguferð-um,“ segir Snorri. Meðal þess sem verður þar í boði eru laugardags-göngur í Vonarskarð frá Nýjadal, á Gjátind frá bílastæðinu í Eldgjá og á Kambana frá Lakagígum.Að lokum nefnir Snorri að alla laugardaga í sumar verður opið húsí Jökulhei Margbrotinn þjóðgarður Regína Hreins-dóttir, þjóðgarðs-vörður á suður-svæði. Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á vestursvæði. Austursvæði Vatnajökulsþjóð-garðs nær frá Kverkfjöllum í vestri að Lónsöræfum í austri. „Í Kverkfjöllum er margt áhuga-vert að sjá, til dæmis háhitasvæði í jöklinum og hægt að ganga á fleiri spennandi svæði, til að mynda að upptökum Jökulsár,“ segir Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður á svæðinu. Hún bendir á að landvarsla sé í Hvannalindum. „Þar eru hvorki meira né minna en Eyvindar-rústirnar sem eru merkilegar þjóð-minjar sem Kristján Eldjárn rann-sakaði á sínum tíma. Þetta er sann-kölluð eyðimerkurvin og plöntu- og dýralíf fjölskrúðugt,“ segir hún og bætir við að fræðslugöngur séu í boði um svæðið daglega klukkan 11, „nema á þriðjudögum“.Agnes minnir á að svo sé hæsta fjall landsins, utan jökla, að finna á svæðinu. „Snæfellið er gríðar-lega skemmtilegt og upp á það liggja margar gönguleiðir, meðal annars ein auðveld sem hentar fyrir fjölskylduna.“ Getur þess að þar sé líka gestastofa, Snæfells-stofa, sem er opin daglega í sumar.Frítt er í allar fræðslu göngur nema í jöklagönguna í Kfj Hentar vel fyrir fjölskylduna Agnes segir margt skemmtilegt að sjá á austursvæðinu. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs er að finna rjómann af íslenskri náttúru. Horft yfir Skaftafellsjökul af Kristínartindum. Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Bláa lónið og Grindavíkurbær bjóða upp á árlega Jónsmessugöngu laugardagskvöldið 25. júní. Gangan hefst við Sundlaug Grindavíkur kl. 20.30 en sætaferðir verða frá BSÍ og Reykjanesbæ. Gengið verður á fjallið Þorbjörn, þar sem Hreimur Örn Heimisson og Vignir Snær Vigfússon leika tónlist við varðeld. Á eftir heldur dag-skráin áfram í Bláa lóninu. www.grindavik.is Rithöfundarnir Tobba Marínós og Ármann Reynisson geta vel hugsað sér að ferðast saman. Færu út með tómar tö k DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Am rísk gæðavara DÓMSMÁL Embætti sérstaks sak- sóknara ber á Lýð Guðmundsson, stjórnarformann Bakkavarar Group, fjarstæðu- kenndar sakir, svo mjög að hann getur ekki orða bundist. Þetta segir Lýður í grein í Fréttablaðinu í dag. Lýður segir ásakanir um að hann hafi ekki gætt hags- muna VÍS sem stjórnar formaður vera „galnar“. Hann gagnrýnir rannsókn sérstaks saksóknara og segir einnig að rannsóknar- skýrsla Alþingis sé „morandi í villum“. Þá segir Lýður að honum gremjist að horfa upp á fyrr- verandi samstarfsmenn flækta í rannsókn sem sé byggð á sandi. Uppgjörið hér á landi eigi sér engin fordæmi, og ákæra á hendur Geir H. Haarde sé þjóð- arskömm. - ibs / sjá síðu 13 Lýður hjá Bakkavör Group: Sakargiftir fjar- stæðukenndar NEYTENDAMÁL Fjölskylda sem ætlar að aka hringveginn í sumar þarf að greiða um sjötíu prósentum meira fyrir aksturinn nú en fyrir fjórum árum, að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar alþingis- manns. Hann segir Íslendingum gert ókleift að ferðast um landið sökum ofurskattlagningar á elds- neyti og að vísað verði til sumars- ins 2011 sem ferðasumarsins litla. Í júní 2007 kostaði lítrinn af bensíni 124 krónur en nú kostar hann 234 krónur. Skattar á bensín- lítra voru 64 krónur árið 2007 en 114 krónur nú. „Samkvæmt útreikningum Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, FÍB, í febrúar 2010 nam eldsneytis reikningur heimilanna vegna fjölskyldubílsins um 275 þúsund krónum í fyrra. Þar af voru skattar 136 þúsund krónur. Sambærilegir útreikningar fyrir 2011 eru 453 þúsund krónur og þar af eru skattar 225 þúsund krónur. Ráðstöfunartekjur meðalheimilis, og þar með neysla, minnka því um 178 þúsund krónur vegna hærra eldsneytisverðs,“ segir Tryggvi Þór. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, segir félagið hafa beint því til stjórnvalda að lækka skatta á eldsneyti. „Hækkun in hefur skilað sér í því að ríkið hefur orðið af tekjum miðað við áætlanir fyrir utan þau neikvæðu margföldunaráhrif sem hún hefur á verslun og viðskipti um allt land. Við lögðum þess vegna til við stjórnvöld að skatt- arnir yrðu lækkaðir tímabundið. Það hefur verið gert áður, en ekki voru taldar forsendur fyrir því nú,“ segir Runólfur. „Það er orðið svo að þeir efna- meiri hafa helst ráð á því að heim- sækja ættingja um langan veg. Þetta viljum við helst ekki sjá ger- ast á okkar litla landi,“ bætir Run- ólfur við. Í tillögu til breytinga á lögum sem Tryggvi Þór setti fram ásamt öðrum var bent á að skattalækkun- in myndi leiða beint til hækkunar ráðstöfunartekna, einkaneyslu og hagvaxtar. - ibs 70% dýrara að aka hringinn Lítrinn af bensíni kostaði 124 krónur árið 2007 en 234 krónur nú. Skattar á bensínlítra voru 64 krónur en 114 krónur nú. Ofurskattar á eldsneyti draga úr umferð um hringveginn, segir Tryggvi Þór Herbertsson. Skemmtilegur ferðafélagi www.ms.is Nú í nýjum umbúðum með skrúftapp a GRÓÐURMOLD - 50 LTR Fáðu fjóra en borgaðu fyrir þrjá. Stykkjaverð, kr 1290 4 fyrir 3 Gerum eitthvað Sif Sigfúsdóttir hefur opnað viðburðasíðu fyrir alla fjölskylduna. tímamót 14 júní ‘07 júní ‘08 júní ‘09 júní ‘10 Útsöluverð 124 170 178 195 Skattur á lítra 67 76 83 103 Bensínkostnaður alls 24.800 34.000 35.600 39.000 Skattur alls 13.400 15.240 16.580 20.600 Sumarfrí Eknir km 2.000 km Eyðsla á km 10/100 km Eyðsla samtals 200 lítrar Þróun bensínverðs og skatta á eldsneyti Heimild: FÍB Apar aftur í Eden Von er á þremur prímötum í Eden í Hveragerði í haust. allt 3 SÆMILEGT Í dag verður bjart V-til í fyrstu en gæti dregið fyrir eftir hádegið. Hálfskýjað víða annars staðar. Líkur á síðdegisskúrum S- og SV-til. VEÐUR 4 7 11 8 6 7 DORGAÐ Í VEÐURBLÍÐUNNI Um fjögur hundruð börn á aldrinum sex til tólf ára tóku þátt í dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í gær. Dorgveiðikeppnin hefur verið haldin undanfarin tuttugu ár í Hafnarfirði. Veitt voru verðlaun fyrir stærsta fiskinn, flesta fiska og furðulegasta fiskinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUR „Ég tel að hagsmunir neytenda af því að fá upplýsing- ar um tíðni tafa og fjölmiðla fyrir þeirra hönd vegi þyngra en við- skiptahagsmunir fyrirtækja að halda svona upplýsingum leynd- um,“ segir Gísli Tryggvason, tals- maður neytenda. Fréttablaðið greindi frá því í gær að flugfélagið Iceland Express hefði staðist áætlun í 36,2 prósentum tilvika í fyrra- sumar. Forstjóri Iceland Express segir stundvísina hafa batnað. Hann segir unnið hörðum hönd- um að því að ná stundvísi upp í 75 prósent. Þó hefur flugi félagsins seinkað mikið í þessum mánuði. Talsmaður neytenda getur lögum samkvæmt beðið Isavia, sem annast rekstur flugvalla hér- lendis, um upplýsingar um tafir á áætlanaflugi neiti fyrirtækið að birta þær. Kanna þarf hvort málið tengist broti gegn neytend- um ef krefja á fyrirtæki um upp- lýsingar. Isavia er opinbert hluta- félag. Fréttablaðið hefur óskað eftir því að fá aðgang að gögnum Isavia um það hvernig öll flug- félögin hafa staðist áætlun frá í fyrrahaust. Upplýsingafulltrúi Isavia segir tölfræðina ekki hafa verið gerða opinbera til þessa. - jab / sjá síðu 6 Talsmaður neytenda getur krafist gagna um seinkanir flugfélaga á áætlunarflugi: Upplýsingar um tafir mikilvægar LÝÐUR GUÐMUNDSSON Eyjamenn í stuði ÍBV lagði Val öðru sinni í sumar á Vodafone-vellinum og Þróttur sló Fram óvænt út úr Valitor-bikarnum. sport 22 & 23

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.