Fréttablaðið - 22.06.2011, Page 30

Fréttablaðið - 22.06.2011, Page 30
22. júní 2011 MIÐVIKUDAGUR18 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars - dóttur Fáir þora að segja nokkuð um það upp-hátt af ótta við að vera uppnefndir kald rifjaðir markaðsdýrkendur og frjáls- hyggjublesar – eða jafnvel bara almennir lúsablesar. En það er hvíslað í myrkustu skúmaskotum samkvæma, á kaffistofunni í gætilega völdum félagsskap, í heita pott- inum eftir að óþekktu andlitin fara upp úr. Spurningin liggur í loftinu: Hvað er málið með landsbyggðina? HÓPUR hagfræðinga felldi áfellisdóm yfir frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Stjórnarflokkarnir, einkum þingmenn Vinstri grænna, virðast ætla að afskrifa gagnrýnina á þeim forsendum að málið snúist ekki aðeins um „hagfræði“ heldur einnig „byggðasjónarmið“. Það hrikt- ir í stoðum heimsmyndar okkar einfeldning- anna sem héldum að verið væri að endur- skoða lögin um þessa helstu náttúruauðlind okkar Íslendinga til að hámarka tekjur ríkisins af fiskinum og þar með tryggja að almenningur allur nyti góðs af honum en ekki aðeins fáir útvaldir. ÞESSI ósiður Alþingis að nota óskylda málaflokka í einhvers konar byggðastefnulegum tilgangi keyrir fram úr öllu hófi. Alþingi samþykkti á dögunum að stofna nýja prófess- orstöðu við fjársveltan Háskóla Íslands kennda við Jón Sigurðsson. En í stað þess að láta Háskólanum eftir að ákvarða hvar starfskrafturinn yrði best nýttur ákvað Alþingi einhliða að starfs- skyldur hans skyldu vera við Rannsóknar- setur Háskóla Íslands á Vestfjörðum. AÐ troða byggðastefnu inn í alla skapaða hluti og reyna þar með að slá tvær flug- ur í einu höggi grefur undan upphaflega ætlunar verkinu; að nýta fiskinn í sjónum sem best; að efla menntakerfið. Meira að segja nýsköpunin sem fjálglega er talað um á tyllidögum að eigi að vera bjarg vættur knésettrar þjóðar í kjölfar kreppu er ekki undanskilin banvænu daðri við lands- byggðina. Flestir sem komið hafa nálægt sprotageiranum hér á landi hafa fengið eftirfarandi ráð: „Flyttu höfuðstöðvar fyrir- tækis þíns út á land“. Hvers vegna? Jú, þar er miklu auðveldara að fá nýsköpunarstyrki. Sjö af níu styrkjum Impru á Nýsköpunar- miðstöð eru fráteknir fyrir landsbyggðina. Þegar kemur að styrk til atvinnumála kvenna sem auka á hlut kvenfólks í við- skiptum hafa konur utan af landi forgang fram yfir konur af höfuðborgarsvæðinu. Að dæma starfsemi út frá staðsetningu fremur en verðleikum getur ekki talist árangursrík leið til að efla nýsköpun. ÞAÐ má vel reyna að halda hverju einasta krummaskuði með íbúafjölda teljandi á fingrum annarrar handar í byggð. Það þarf hins vegar að gera með hagnaðinum sem hlýst af fiskveiði, menntun og nýsköpun en ekki á kostnað hans. Banvænt daður Allt sem þú þarft *Meðan birgðir endast Þú færð Fréttablaðið á 26 stöðum á Suðurlandi. Það er engin ástæða til að missa af neinu í sumar. Fréttablaðið er aðgengilegt um land allt. Því er dreift ókeypis í lúgur og kassa á kjarnadreifingarsvæði okkar. Auk þess er það selt í lausasölu á kostnaðarverði á 120 sölustöðum um land allt. Þú getur alltaf fengið Fréttablaðið beint í símann, fartölvuna eða spjaldtölvuna hvar sem er og hvenær sem er á Vísi.is eða fengið það sent með tölvupósti daglega. Nánar um dreifinguna má lesa á visir.is/dreifing. Það fá allir afmælisblöðru* á sölustöðum Fréttablaðsins um land allt. Fjöldi lausasölustaða á Suðurlandi Jákvæðar fréttir fyrir sumarið Olís, Höfn N1, Höfn Nettó, Höfn N1 Fossnesti, Selfossi Minni Borg, Selfossi Bónus, Selfossi Olís, Selfossi Krónan, Selfossi Samkaup Úrval, Selfossi Litla Kaffistofan, Ölfusi Þrastalundur, Selfossi Verslunin Árborg N1, Selfossi N1, Hveragerði Bónus, Hveragerði Samkaup Strax, Laugarvatni Samkaup Strax, Flúðum Olís, Hellu Söluskálinn Landvegamótum, Hellu N1, Hvolsvelli N1, Vík N1, Vestmannaeyjum Olís, Vestmannaeyjum Skýlið ehf, Vestmannaeyjum Vöruval ehf, Vestmannaeyjum Krónan, Vestmannaeyjum Kjarval, Vestmannaeyjum 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. ónæði, 6. átt, 8. keyra, 9. festing, 11. fisk, 12. einkennis, 14. telja, 16. tveir eins, 17. aur, 18. frændbálkur, 20. tveir eins, 21. sleit. LÓÐRÉTT 1. gösla, 3. samtök, 4. stífa, 5. óvild, 7. flæmi, 10. mas, 13. tilvist, 15. ögn, 16. hreinn, 19. í röð. LAUSN Þetta er mjög fínt en það er eilítið einkennileg lykt... áttirðu einhvern tímann gæludýr? LÁRÉTT: 2. rask, 6. sv, 8. aka, 9. lím, 11. ál, 12. aðals, 14. álíta, 16. tt, 17. for, 18. ætt, 20. ðð, 21. rauf. LÓÐRÉTT: 1. ösla, 3. aa, 4. skástoð, 5. kal, 7. víðátta, 10. mal, 13. líf, 15. arða, 16. tær, 19. tu. ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Geisp! Góðan... Bíddu aðeins.. Góðan daginn, elskan. Kannski ég ætti að fara í bað um leið og ég vakna. Þá GOTT UPPELDI Nú Hérna er bolti og hanski og farðu svo út að leika þér. Vá! Við erum búin að skrá þig á hafnaboltanám- skeið og þú verður með þinn eigin þjálfara til að þróa hæfileika þína og íþrótta- anda. Til sölu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.