Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 6
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR6 HRYÐJUVERKAÁRÁS Í NOREGI Að minnsta kosti sjö létust og tíu eru alvarlega slasaðir eftir að mikil sprenging varð í miðborg Óslóar síðdegis í gær, í miðju hverfi opinberra stjórnarbygg- inga þar sem nokkur ráðuneyti hafa aðsetur ásamt hæstarétti landsins og lögreglunni. Sprengingin var afar öflug og brotnuðu allar rúður í húsum beggja vegna Grubbegötu og víðar í nágrenninu. Miklar skemmdir urðu einnig á fram- hliðum húsa bæði við þessa götu og nærliggjandi götur á nokkuð stóru svæði. Margir særðust þegar glerbrotum og öðru braki úr byggingunum rigndi yfir göt- urnar. Sprengingin var það öflug að fólk í úthverfum borgarinnar heyrði í henni. Talið var líklegt að um mjög öfluga bílasprengingu hefði verið að ræða. Vitað er að stórum bíl var ekið að byggingu olíumála- ráðuneytisins stuttu áður en sprengjan sprakk. Eftir spreng- inguna var hann ekki þar lengur, að sögn lögreglu. Jens Stoltenberg forsætisráð- herra og fleiri ráðherrar norsku ríkisstjórnarinnar eru með skrif- stofur í stjórnarbyggingunni. Stoltenberg var ekki á staðn- um þegar sprengjan sprakk og aðrir ráðherrar sluppu einnig án meiðsla. „Þetta er mjög alvarlegt ástand,“ sagði Stoltenberg. „Ég heyrði sprenginguna,“ sagði hann en vildi að ráðum lögreglu ekki skýra nánar frá því hvar hann var staddur. Hann sagði norska ríkis- öryggis ráðið hafa strax verið kallað saman og ráðherrar sátu á fundum fram eftir kvöldi og ætl- uðu að halda áfram fundahöldum í dag. Forsætisráðherrann hvatti fólk til að halda ró sinni og ótt- ast eigi. Utanríkisráðherrann Jonas Gahr Støre sagði í gærkvöldi að nú væri tími sorgarinnar. Hann sagði einnig að Noregur myndi ekki gefa eftir grundvallarhug- sjónina um lýðræði vegna árás- anna. Allt tiltækt lögreglulið var kall- að út auk þess sem lögreglumenn í sumarfríi mættu til vinnu. Lögregla lokaði fyrir alla umferð á stóru svæði í miðborg Óslóar og hvatti fólk til að fara af svæðinu. Lengi vel var óttast að fleiri sprengjur myndu springa. Herinn vaktaði miðborgina og hefur fólk í borginni verið hvatt til að halda sig heima og fara alls ekki í miðborgina. Skemmdir urðu einnig á skrif- stofum norska síðdegisblaðsins Verdens Gang sem er með skrif- stofur í götunni. Þá voru skrif- stofur dagblaðsins Dagsavisen rýmdar og lögregluþjónar voru einnig sendir til að kanna grun- samlegan pakka í húsakynnum norsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2. Lestarstöð í miðborginni var einnig rýmd vegna grunsam- legs pakka. Upphaflega taldi lögreglan að fleiri en ein sprengja hefðu sprungið, og var það byggt á frásögnum vitna. Síðar um dag- inn þótti ljóst að sprengjan hefði aðeins verið ein. gudsteinn@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Herinn vaktar miðborgina Sprengjuárás í miðborg Óslóar kostaði sjö manns lífið og tugir eru særðir, þar af tíu alvarlega. Norðmenn munu ekki gefa eftir grundvallarhugsjónina um lýðræði, sagði Jonas Gahr Støre utanríkisráðherra í gær. RÚSTIR EINAR Sprengingin á Grubbegötunni var gríðarlega öflug og krafturinn í höggbylgjunni sem fylgdi svo öflugur að rúður brotnuðu í nokkurra kílómetra fjarlægð. Miðborg Óslóar var rýmd í kjölfarið. Þegar líða fór á daginn færðist þó ró yfir borgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HUGAÐ AÐ SLÖSUÐUM Að minnsta kosti sjö fórust í sprengingunni og tugir særðust, þar af tíu alvarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Rögnvaldur S. Reynisson, starfs- maður RARIK, er staddur í Ósló í sumarfríi. Þegar sprengingin varð var hann í miðborg Ósló- ar skammt frá skrifstofu Jens Stoltenberg forsætisráðherra. Rögnvaldur segir það óskemmti- lega lífsreynslu að verða vitni að atburðum sem þessum. „Ég hélt að maður sæi svona bara í bíómyndum. Maður vissi auðvitað ekkert hvað þetta var fyrst. Við heyrðum hvell og héld- um að þetta væri byssuskot. Ég var þarna rétt hjá og þá fór að sáldrast yfir okkur drasl. Það rigndi svoleiðis glerbrotum að fólkið bara lá á eftir,“ segir Rögn- valdur og bætir við: „Við slupp- um sem betur fer við glerið en það var magnað að sjá þessar stóru rúður detta úr húsunum. Síðan fór bara allt af stað, fólk hljóp í allar áttir og lögregla alls staðar.“ Rögnvaldur segir alla harmi slegna í Noregi vegna atburð- anna. „Það var mjög sérstakt að koma aftur á hótelið en þar voru allir í anddyrinu, starfsfólk og gestir. Þar var svo boðið upp á kaffi og sumir reyndu að hressa fólk við en flestir voru bara í losti.“ - mþl Íslendingur í miðborg Óslóar þegar sprengingin varð: Óslóarbúar harmi slegnir Aðalbrautarstöðin Konungshöllin Óslóarfjörður Öflug sprenging varð um klukkan 15.20 á Grubbegatan milli tveggja ráðuneytisbygginga. Dómkirkjan Stórþingið Karl Johans gateRáðhús Óslóar 1 6 2 3 4 5 Sprengjan sprakk í miðborg Óslóar Kortagrunnur: Graphic News 1 Skrifstofur forsætisráðu- neytisins og dómsmála- ráðuneytis 2 Olíu- og orkumálaráðuneyti og viðskiptaráðuneyti 3 Vinnumálastofnun, heil- brigðisráðuneyti og þjón- ustumiðstöð ráðuneytanna 4 Höfuðstöðvar lögreglunnar 5 Hæstiréttur Noregs 6 Sjávarútvegsráðuneyti Fólk sat sem fastast Elisabeth Jakobsen, sem vinnur í Samson-bakaríinu á Karls Jóhanns- götu, aðalgöngugötu Óslóar, segist hafa fundið vel fyrir spreng- ingunni. Hún lýsir því hvernig höggbylgjan lenti á húsinu og að tvær rúður í bakaríinu hafi brotnað. Hún segir að fólk hafi verið rólegt til að byrja með enda enginn búinn að átta sig á hvað hafði gerst. „Fólkinu sem sat hérna var að vonum brugðið en sat sem fastast við borðin sín og ræddi um hvellinn. Það var ekki fyrr en um fimm mínútum seinna, þegar við sáum fólk hlaupa í geðshræringu niður götuna, að það rann upp fyrir okkur að eitthvað alvarlegt hafði komið fyrir og þá hlupum við út.“ - sbþ ELÍSABETH JAKOBSEN Hálfnakið fólk hlaupandi „Ég var í svona 200 metra fjarlægð frá sprengingunni. Þetta var svo skrítið því það kom ekkert annað til greina en að þetta væri sprenging, hávaðinn var svo mikill og húsið sem ég var inni í nötraði svo mikið að við óttuðumst að það myndi hrynja,“ segir Vala Húnbogadóttir nemi, sem býr í Ósló. Vala segir að fólk hafi ekki áttað sig á hvað hafði gerst. Hún hafi farið út á götu þar sem margar verslanir eru. „Það voru allir hlaupandi út um allt, meira að segja hálfnakið fólk sem hafði verið að máta föt inni í verslununum. Það var reykur út um allt. Fólk áttaði sig ekki í fyrstu hvað hafði gerst en þegar hópur hermanna kom og skipaði fólki að yfirgefa svæðið varð fólk skelfingu lostið.“ - kh VALGERÐUR HÚNBOGADÓTTIR Fólk öskrandi af hræðslu „Í fyrstu skildum við ekki hvað var í gangi því byggingin nötraði öll. Síðan opnuðum við gluggana og þá rigndi yfir svæðið pappír, spýtum og alls konar drasli,“ segir Guðrún Auðuns- dóttir, sem er búsett í Ósló. Guðrún starfar á ferðaskrifstofu sem er til húsa í miðborginni, skammt frá staðnum þar sem sprengjan sprakk. „Við hlupum út til að sjá hvað væri um að vera. Þegar við komum upp á Karl Johan komu hundruð manna hlaupandi á móti okkur öskrandi og grátandi af hræðslu. Þetta var alveg hrikalegt.“ Guðrún hefur búið í Noregi í 20 ár og var á leið í sumarfrí þegar sprengingin varð. „Ég hef aldrei upp- lifað annað eins. Það er allt morandi í lögreglu- og sjúkrabílum. Það eru allir í uppnámi. - kh Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, lofaði í gær að Norðurlöndin myndu standa saman eftir árásirnar í gær. Bildt tjáði sig á Twitter og sendi sam- úðarkveðjur til Norðmanna og bauð fram aðstoð. „Við erum öll Norð- menn,“ sagði hann jafnframt. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði árásirnar í gær minna á mikil- vægi þess að alþjóðasamfélagið vinni saman að því að koma í veg fyrir hryðjuverk. Hann sagði að Bandaríkin myndu aðstoða Norðmenn við rann- sókn hryðjuverkanna ef þess yrði óskað. David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, bauð einnig fram aðstoð við að leysa málið. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði árásirnar óásættanlegt ofbeldi. Hann sagði alla frönsku þjóðina sam- hryggjast norsku þjóðinni. - þeb Við erum öll Norðmenn GUÐRÚN AUÐUNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.