Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 46
heimili&hönnun6 ● ÓLYMPÍULEIKVANGURINN VELODROME Í LONDON sem hannaður var fyrir Ólympíuleikana árið 2012 hefur verið tilnefndur til hinna virtu arkitektúrverðlauna RIBA Stirling Prize 2011. Auk Velo- drome eru sex aðrar byggingar tilnefndar, þeirra á meðal Royal Shake- speare Museum í Stratford og The Angel Building í London. RIBA Stirl- ing Prize eru virtustu arkitektúrverðlaunin í Bretlandi. Verðlaunin eru veitt árlega til þess arkitekts sem talinn er hafa lagt hvað mest af mörkum til þróunar bresks arkitektúrs síðasta árið. Verðlaunin eru veitt til verkefna sem hafa verið byggð eða hönnuð í Bretlandi og voru fyrst afhent árið 1996. Niðurstöður verða tilkynntar í London í október. ● ÞJÓÐARMIÐSTÖÐ LISTA Í KÍNA er óperuhús í Peking, höfuð- borg landsins. Bygging þess hófst árið 2001 og fyrstu tónleikarnir voru haldnir í desember 2007. Hönnun byggingarinnar var í umsjá franska arkitektsins Paul Andreu sem hefur sagt að slíkt tækifæri bjóðist aðeins einu sinni á ævinni. Andreu er þó virt- ur arkitekt og hefur meðal annars hann- að alþjóðlega flugvelli í Shanghai, Abu Dhabi og Dubai. Einnig hefur hann unnið að skipu- lagningu Charles de Gaulle-flugvallarins í París frá árinu 1967. Óperu- húsinu hefur verið líkt við egg en það er gert úr títani og gleri með vatni í kring. Það tekur 5.452 manns í sæti í þremur sölum. Bygging hússins kostaði um 300 milljónir evra og hefur það verið umdeilt þar sem margir telja að erfitt geti orðið að ná þeirri upphæð til baka. Kaupmannahöfn kraumar af hönnunarviðburðum í sumar. Fyrir utan arkitektúr víðs vegar um borgina sem blasir við gest- um eins og SAS-hótelið þá eru margar sýningar í gangi. Fyrst ber að nefna sýningu í hönnunarsafni Dana við Bred- gade. Þar hefur breski naum- hyggjuhönnuðurinn Jasper Morri son valið sína uppáhalds- hluti úr danskri hönnunarsögu. Hann hefur alltaf heillast af ein- faldleika skandinavískrar hönn- unar og hefur notið áhrifa henn- ar í sínum eigin verkum. Arken er nýlistasafn miðsvæð- is í borginni sem einkennist af spennandi arkitektúr og vert er að heimsækja. Um þessar mund- ir sýnir Ólafur Elíasson þar en einnig eru aðrar áhugaverðar listasýningar í gangi. Ekki má gleyma Danmarks Design Center en þar er margt í boði. Þar velta menn fyrir sér í sumar hugmyndum um framtíð hönnunar og endurvinnslu. Mið- stöðin er miðpunktur fyrir skipu- lag og starfsemi hönnunar í land- inu og gætir ýmissa merkilegra grasa þar. En lista- og hönnunarveisla bíður þeirra sem heimsækja Louisiana-safnið sem liggur norð- ur af Kaupamannahöfn. Í sumar er boðið upp á meðal annars sýn- ingu sem kallast Living þar sem rýnt er í framtíð arkitektúrs. David Hockney uppgötvaði töfra Iphone og Ipad og sýningin Me draw on Ipad sýnir árangurinn af þeirri vinnu. Louisiana sýnir einnig fágæt verk eftir meistara litanna, Josef Albers, sem vert er að skoða. Að lokum má nefna að Louisi- ana er ein allsherjar lista- og arkitektúrsveisla sem hægt er að njóta allan ársins hring og er eng- inn svikinn af því að heimsækja þetta einstaka safn. siggaheimis@com Hönnunarborgin Kaupmannahöfn ● Skandinavísku höfuðborgirnar hafa upp á margt að bjóða þegar kemur að hönnun. Frá sýningunni Living á Louisiana- safninu. Tréhótel í Svíþjóð. Mannvirki eru sköpuð og brennd á uppákomunni The Burning Man í Bandaríkjunum. Ýmislegt má byggja úr gömlum húsum. Mynd af sýningunni á Louisiana-safninu. Ólympíuleikvangurinn Velodrome í London er tilnefndur til RIBA Stirling Prize 2011. NORDICPHOTOS/AFP Andreu hefur sagt að tækifæri eins og að hanna óperuhúsið í Peking bjóðist aðeins einu sinni. Yfirnáttúrulegur veitingastaður Gló leggur ríka áherslu á að nota einungis ferskasta og besta hráefni sem völ er á. Listhúsinu Laugardal · Engjateig 19 · 104 Reykjavík Sími 553 1111 · www.glo.is Opið alla virka daga 11-20 L E Y N I V O P N I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.