Fréttablaðið - 23.07.2011, Side 60

Fréttablaðið - 23.07.2011, Side 60
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR36 folk@frettabladid.is Weston Cage, sonur leikarans Nicolas Cage, var handtek- inn í vikunni vegna heimilis- ofbeldis. Þetta er í annað skiptið á innan við mánuði sem Cage er handtekinn fyrir þessar sakir. Cage var handtekinn snemma morguns og fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en hann var með nokkra skurði á handleggjum sem lögreglan telur að hann hafi sjálfur veitt sér. Eiginkona Cage, Nikki Williams, dvelur hjá móður sinni um þessar mundir og er að sögn lögreglu heil heilsu og í öruggum höndum. Hún var handtekin ásamt eiginmanni sínum fyrr í mánuðinum fyrir að ráðast á hann með bjór- flösku, Williams segist þó hafa gert það í sjálfsvörn. Nicolas Cage hefur ekkert tjáð sig um málið og hefur neitað að borga tryggingargjaldið til að leysa son sinn úr fangelsi. Sonur Nicolas Cage handtekinn aftur HANDTEKINN Weston Cage, sonur Nicolas Cages, hefur verið handtekinn í annað sinn á innan við mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY Leik- og söngkonan Jennifer Lopez tilkynnti í vikunni að hún og eiginmaður hennar til sjö ára, söngvarinn Marc Anthony, væru skilin. Þetta er þriðji skilnaður Lopez. Fyrsta samband söngkonunnar var við David Cruz og byrjaði parið saman árið 1984 þegar Lopez var aðeins fimmtán ára gömul. Parið sleit sambandinu árið 1994 en þau eru enn góðir vinir. Árið 1996 gift- ist Lopez kúbönskum þjóni að nafni Ojani Noa og entist hjónabandið í tvö ár. Sá hefur ítrekað reynt að selja sögur um hjónalíf þeirra en Lopez kom í veg fyrir það með því að draga hann fyrir dómstóla. Eftir skilnaðinn við Noa fór Lopez að slá sér upp með rapparan- um Sean Combs og vakti sambandið mikla athygli slúðurblaða. Sam- bandið leið undir lok eftir skotárás sem parið var bendlað við árið 2001. Lopez giftist í annað sinn árið 2001 og í þetta sinn var dansarinn Chris Judd sá heppni. Hjónabandið entist þó ekki lengi, því innan við ári síðar sótti söngkonan um skilnað. Árið 2002 kynntist Lopez leik- aranum Ben Affleck og áttu þau í tveggja ára ástarsambandi. Parið var gjarnan nefnt Bennifer af slúðurmiðlum og var um tíma eitt frægasta Hollywood-parið. Eftir sambandsslitin við Affleck tók Lopez saman við söngvarann Marc Anthony og giftu þau sig stuttu síðar. Hjónabandið entist í sjö ár og eignuðust þau tvíburana Max og Emmu. Slúðurmiðlar vestra hafa keppst við að giska á hver verði næsti kær- asti söngkonunnar og af einhverj- um ástæðum kemur nafn rappar- ans Eminems gjarnan upp í þeim efnum. Hvort miðlarnir reynist sannspáir mun tíminn einn leiða í ljós. Mennirnir í lífi Jennifer Lopez MARC ANTHONY saman frá 2004 til 2011. 30 ÁR ERU LIÐIN frá fæðingu leikkonunnar Michelle Williams, en hún fagnar stóraf-mæli sínu í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.