Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 18
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR18 Þ að heyrir til undan- tekninga að sjá gamla og klassíska bíla á götum bæja hér á Íslandi. Þeir eru ekki dregnir fram nema þegar vel viðrar á vorin og sumr- in og til hátíðabrigða. Annars er venjan að læsa bílana inni í bílskúr, gera upp og bóna að vetrarlagi. Þegar hugsað er um fornbíl sjáum við fyrir okkur gamaldags amerískan kagga eða hinn klass- íska Land Rover sem var vinsæll meðal bænda hér áður fyrr. Þessir bílar bera það allir með sér að vera fornbílar. En þessi staðalímynd fornbíla fer senn að breytast. Á Íslandi er reglan sú að bílar verða ekki fornbíl- ar fyrr en 25 árum eftir framleiðslu. Því eru það bílar sem framleiddir eru árið 1986 sem verða fornbílar í ár. Margir þeirra eru enn í dag- legri notkun og njóta ekki útbreiddrar virð- ingar eins og klassísku kaggarnir. Enn sjáum við gamla Benza, BMW- bíla og Volvo-bíla á göt- unum, hvort sem það er að vetr- arlagi eða á sumrin. Við gerum okkur kannski ekki grein fyrir því að sumir þessara bíla eru nú þegar orðnir „fornir“. Samfélag um fornbíla Fornbílaklúbbur Íslands var stofn- aður árið 1977. Hann hefur allt frá stofnun unnið að því að kynna minjagildi fornbíla og staðið að hagsmunagæslu fyrir eigendur slíkra bíla. „Hugtakið fornbíll er aðeins að breytast,“ segir Þorgeir Kjartans- son, formaður Fornbílaklúbbsins. „Yngra fólk gerist í auknum mæli meðlimir í klúbbnum. Og áhuginn beinist að því sem fólk ólst upp við.“ Hann nefnir sem dæmi pabba sem áttu flotta bíla sem börnunum urðu kærir. Fólk lítur á þá bíla sem dýrgripi sem vert er að eiga. Stærstu bílaframleiðendur í heimi voru lengi bandarískir og frá Vestur-Evrópu. Í byrjun níunda áratugarins náðu japanskir fram- leiðendur hins vegar sterkri stöðu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Litlu japönsku bílarnir voru ódýrir og áreiðanlegir og nutu þannig aukinna vin- sælda í Vesturheimi. Á þessum tíma fóru bílaframleiðendur að koma fyrir ýmsum stað- albúnaði sem allir nýir bílar skarta nú; ABS- bremsukerfi, spólvörn og sitthvað fleira. Bíl- arnir fóru einnig að líkj- ast þeim sem framleidd- ir eru í dag og undirheiti bíla sem enn eru fram- leiddir, urðu til. Þorgeir segir áhrifin ekki láta á sér standa. „Við sjáum meira af evrópskum bí lum, finnst mér persónulega. Í klúbbinn eru að koma fleiri Benzar og BMW- bílar. Eitthvað af japönskum bílum líka.“ Fornbílaklúbburinn, sem stát- ar af tæplega 1.100 meðlimum og yfir 1.700 bílum, hefur staðið fyrir skipulögðum ferðum frá stofnun, og lánað meðlimum húsaskjól fyrir bílana. Eigendur eru duglegir að sýna bíla sína. Í lok júní var árlegt landsmót klúbbsins haldið á Sel- fossi. Aldrei hefur landsmót verið jafn vel sótt, jafnt af félagsmönn- um og gestum. Rúmlega 250 bílar voru til sýnis, bæði gamlir og nýir fornbílar, stífbónaðir og glansandi. Við gerum okkur kannski ekki grein fyrir því að sumir þessara bíla eru nú þegar orðnir „fornir“. Gamli kagginn fær samkeppni Hugtakið „fornbíll“ er að breytast, segir Þorgeir Kjartansson, formaður Fornbílaklúbbsins. Gömlu kaggarnir eru ekki lengur einu fornbílarnir á götunum hérlendis. Á Íslandi verða bílar fornbílar 25 árum eftir framleiðslu og í ár eru það bílar frá árinu 1986. Birgir Þór Harðarson rýndi í fortíðina og komst að því að margir af merkustu bílum síðari tíma voru framleiddir um það leyti. TRAUSTUR W201 módelið er ótrúlega traustur og endingargóður bíll og er vel hægt að aka honum yfir 400 þúsund kílómetra. Eigandi þessa eintaks er Þröstur Reynisson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Mercedes Benz bílar hafa löngum verið taldir með traustustu bílum veraldar. Einnig hefur Benzinn þótt æði fagur. Fyrirtækið hefur fram- leitt allt frá frábærum kappakstursbílum upp í risastóra flutningabíla og selt þá um allan heim. Eitt allrabesta afsprengi Benz-verksmiðjanna er W201-bíllinn, sem yfirleitt er kallaður 190-bíll- inn. W201-bílarnir voru framleiddir frá árinu 1982 til 1993. Framleiðendurnir eyddu 600 milljónum breskra punda í hönnun bílsins. Á gengi dagsins í dag eru það rúmlega 112 milljarðar íslenskra króna Framleiddar voru nokkrar útgáfur af módel- inu. Mismunandi bílar fengu nöfnin 190E og 190D. Voru breytingarnar aðallega á vélinni milli útgáfa en lítið um breytingar á útliti og undirvagni. Þó voru nokkrar útgáfur, þær allra sjaldgæfustu, sem fengu sérstakt útlit. En allar þessar gerðir áttu eitt sameiginlegt: Feiknatraustar bifreiðar sem sárasjaldan þurftu viðgerðar við. Hannað hafði verið ofurskilvirkt innspýtingarkerfi í vélarnar og þekkjast dæmi um að hægt sé að aka 190D-bílnum hátt í 800.000 kílómetra. 190E-bílnum er vel hægt að aka yfir 450.000 kílómetra. Mercedes Benz náði líka talsverðum árangri í kappakstri. Eftir að hafa gefist upp á að komast í gífurlega harða keppni í rallíheiminum var upp- færð útgáfa af W201-bílnum skráð í þýska götu- bílamótaröð. Þar var bílnum stillt upp á móti BMW M3, Volvo 240 Turbo, Audi Quattro og fleirum með góðum árangri. ■ MERCEDES BENZ W201 Þýski bílaframleiðandinn Volkswa-gen hefur framleitt Golf-bílinn við miklar vinsældir allt frá árinu 1974. Alls ná útgáfur bílsins yfir sex kynslóðir, sú nýjasta var kynnt til sögunnar árið 2009. Bílarnir eru afsprengi hinnar vinsælu Bjöllu. Fullyrða má að Bjallan sé einn klassískasti bíll allra tíma. Golf er fjórða mest selda undirheiti á bíl í heimi með yfir 25 milljónir seldra eintaka. Bíllinn hefur tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina og hlot- ið mörg nöfn. VW Jetta, Vento og Bora voru til dæmis mismunandi útfærslur af Golfinum. Það er önnur kynslóð VW Golf sem nú er að skríða yfir 25 árin og telst þar með til fornbíla. Sú kynslóð var framleidd á árunum 1983 til 1992. Útgáfan hafði stækkað örlítið frá fyrstu kynslóð, yfirbygging bílsins breyttist og fjórhjóladrif varð valkostur árið 1985. Annars voru breytingarnar smávægilegar. ■ VOLKSWAGEN GOLF Fjórði mest seldi bíll í heimi ÖNNUR KYNSLÓÐ VOLKSWAGEN GOLF Bíll- inn naut gríðarlegra vinsælda í Vesturheimi. Þetta eintak er framleitt árið 1990. Eigandi þessa eintaks er Marinó Björnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Forfaðir vinsælustu fjórhjóladrifsbíla á Íslandi Land Cruiser-bílarnir hafa notið gríðarlegra vinsælda á Íslandi í gegnum tíðina, sérstaklega á síðustu árum. Toyota hóf að smíða 70-gerðina árið 1984 þegar hætt var að framleiða Land Cruiser 40 sem hafði verið í framleiðslu frá 1960. Land Cruiser-bílarnir eru afsprengi stríða eins og margir aðrir jeppar. Í Kóreustríðinu á sjötta áratugnum voru Toyota-verksmiðj- urnar fengnar til að smíða herjeppa og var meðal annars stuðst við breska Land Rover-bílinn og Willys-jeppann ameríska. Allir þessir bílar hafa síðan þróast frá hver öðrum hvað útlit og smíði varðar. 70-módelið er sjötta kynslóð Land Cruiser-bílanna og jafnframt sú tegund Land Cruiser-bíla sem lengst hefur verið í framleiðslu. 70-bíllinn naut nokkurar sérstöðu meðal jeppa; var til dæmis fyrsti japanski fjórhjóladrifni jeppinn með sjálfskiptingu. Litlar breytingar voru gerðar í framleiðslu bílsins þar til árið 1990 þegar bíllinn státaði af byltingarkenndum dísilmótor. Sama ár kynnti Toyota endurhannaðan framhluta á bílnum og kallaði þá gerð „Land Cruiser 70 Prado“. Prado nafnið var svo tekið upp síðar þegar Land Cruiser 90 (eða Prado) var kynntur 1996. Fleiri breytingar hafa verði gerðar á bílnum síðan þó útlitinu hafi verið haldið nokkurn veginn óbreyttu. 70-bílinn er enn framleiddur og seldur um allan heim. Þó hefur Toyota framleitt 90-bílinn í 17 ár. Sú gerð Land Cruiser-bíla er algert afsprengi 70-bílana og ber þess merki. ■ TOYOTA LAND CRUISER 70 UPPFÆRÐ ÚTGÁFA Land Cruiser 70 Prado var framleiddur frá 1990 til 1996. Engu var breytt frá venjulegu 70-útgáfunni nema framhluti yfirbyggingar bílsins var endurhannaður. Bíllinn var einnig fáanlegur með uppfærðum vélarkosti. Eigandi þessa eintaks er Guðmundur Magnússon. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Volvo framleiddi 200-bílana frá árinu 1974-1993 og voru framleiddar tvær útgáfur, 240 og 260. Bílunum svipaði mjög til forvera þeirra, 140-módelsins sem framleitt var 1966-1974. Bíl- arnir voru eins kassalaga og Volvo-bílarnir voru almennt. En þrátt fyrir það voru þeir um margt ólíkir. Helstu uppfærslurnar voru að öryggi far- þeganna var stórbætt, vélin og aflið frá henni aukið mjög og framhluti bílsins endurskipulagður. Þegar framleiðsla bílanna hófst lofaði Volvo- verksmiðjan því að bílarnir myndu endast í að minnsta kosti 19,3 ár. Einn þriðji allra Volvo 240-bíla sem voru seldir voru skutbílar. Farangursrýmið í skutbílunum var gríðarlegt, 1,2m³, saman- borið við 0,75m³ rými í nútíma Land Cruiser 90 jeppa. Meðal fólks sem ólst upp í kringum þessa bíla eru Volvo-bílar því staðalímynd skutbíls. Volvo 240 var mest seldi bíll framleiðandans í sjö ár frá árinu 1975. Volvo-bílar nutu snemma virðingar fyrir að vera öruggir og traustir bílar og því hafa þeir haldið í áranna rás. ■ VOLVO 200 Staðalímynd skutbíls með ótrúlegt farangursrými VOLVO 240 GL ÁRGERÐ 1991 Útlit 240-bílanna breyttist lítið þau ár sem hann var framleiddur. Eigandi þessa eintaks er Gunnar Pálsson. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 112 milljarðar skila endalausum vegalengdum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.