Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 52
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR28 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, mágur og afi, Guðmundur Helgason Sæbólsbraut 23, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 21. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Helgi Ragnar Guðmundsson Jóna Heiða Hjálmarsdóttir Sölvi Rúnar Guðmundsson Þorsteinn Rafn Guðmundsson Þorsteinn Helgason Ástfríður Árnadóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, stjúpföður, tengdaföður, afa, langafa og bróður, Sveins Sæmundssonar Sóltúni 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllum þeim sem aðstoðuðu hann í veikindum hans. Sigríður H. Jóhannsdóttir Gyða Þorgeirsdóttir Hallur Karlsson Ragnheiður Hallsdóttir Jóhann Karl Hallsson Hafdís Svava Ragnheiðardóttir og systkini hins látna. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra eiginmanns, föður, fósturföður, tengda- föður, bróður, afa og langafa, Snorra Kristjánssonar bakarameistara Dvergagili 9, Akureyri. Heba Bjarg Helgadóttir Kristján Snorrason Anna Lísa Óskarsdóttir Júlíus Snorrason Linda Ragnarsdóttir Birgir Snorrason Petra Guðmundsdóttir Kjartan Snorrason Sveindís I. Almarsdóttir Anna Lára Finnsdóttir Davíð Valsson Kristín Sveinsdóttir Einar Viðarsson Matthea Kristjánsdóttir Þórunn Kristjánsdóttir afa- og langafabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Haraldur Sveinsson (Bói) Bláhömrum 4, lést þann 18. júlí á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 27. júlí kl. 13.00. Stella Lange Sveinsson Reynir Haraldsson Esther Halldórsdóttir Gunnar Haraldsson Unnur Einarsdóttir Einar Haraldsson Rosemarie Hermilla Sonja Haraldsdóttir Þorlákur Guðbrandsson Stefán Örn Haraldsson Xin Liu barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elskulegur unnusti minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, Ívar Árnason Smiðjustíg 6, Grundarfirði, lést miðvikudaginn 20. júlí sl. á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. Ívar verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á MND félagið á Íslandi. Bryndís Rósinkranz Sigurðardóttir Gústav Ívarsson Herdís Gróa Tómasdóttir Árni Ívar Ívarsson Arna Böðvarsdóttir Benedikt Gunnar Ívarsson Iðunn Kjartansdóttir Marvin Ívarsson Inga Björk Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir minn, sonur, unnusti, bróðir og vinur, Alfred J. N. Styrkársson Víðihvammi 16, lést á heimili sínu miðvikudaginn 20. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð Kiwanisklúbbsins Eldeyjar nr: 1135-26-550419 kt. 5711780449. Alexandra Inga Alfredsdóttir Laila Andrésson Kristrún Júlíusdóttir Sigurður E. Styrkársson Elísabet J. Þórisdóttir Bjarki og Kjartan Karlssynir 66°Norður hlaut hönnun- arverðlaunin Scandinavi- an Outdoor Awards (SOA) fyrir jakkann Snæfell á einni stærstu útivistarsýn- ingu Evrópu, Outdoor, sem haldin var í Friedrichs haven í Þýskalandi á dögunum. Snæfell hefur augljóslega slegið í gegn því hann fékk fyrr á árinu ein virtustu hönnunarverðlaun Evrópu á sviði útivistar, ISPO Out- door Awards. Öll helstu útivistarmerki Norðurlandanna tóku þátt í keppninni en sýningin er vettvangur fyrir útivistar- fyrirtæki til að sýna nýja hönnun og tækni á sviði úti- vistar. Viðurkenningin þykir mikill heiður fyrir 66°Norð- ur og yfirhönnuð fyrir- tækisins, Jan Davidsson. Í umsögn dómnefndar segir að Snæfell-jakkinn sé ein- staklega stílhreinn, þægi- legur og andi vel. Þá sé hægt að nota jakkann við ólíkar aðstæður allt árið um kring. „Þetta er mikill heiður enda um mjög virt verðlaun að ræða. Ég er bæði hrærð- ur og ánægður,“ segir Jan Davidsson, yfirhönnuður 66°NORÐUR. „Þessi verð- laun sýna það enn og aftur að íslensk vara og hönnun stenst samanburð við erlend merki og vel það,“ bætir hann við. Jakkinn er væntanlegur í verslanir 66°Norður fyrir árslok. Snæfell vann til virtra verðlauna SIGURSÆLL Jan Davidsson, yfirhönnuður 66°NORÐUR, tók á móti verðlaununum og að baki honum má sjá jakkann Snæfell, sem sópar til sín verðlaunum. Sýning í mjólkur- búð á Akureyri NOSTALGIA TOURIST Systkinin Guðrún og Brandur Ólafsbörn sýna í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Systkinin Guðrún Ólafs- dóttir og Brandur Ólafsson sem búsett eru í Toronto í Kanada munu opna sam- sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri undir heitinu „Nostalgia Tourist“ í dag. Þrátt fyrir að vera búsett í Kanada tengja þau sýninguna við heimalandið, Ísland. Guðrún sýnir leirverk sem bera heitið Búkolla í fréttum en þau tengir hún æskuárun- um á Íslandi og skoðar líka áhrif efnahagshrunsins á Íslendinga. Í verkinu teng- ir hún ófarir útrásarinnar við Búkollusöguna og sýnir myndir af helstu útrásarvík- ingum og öðrum áhrifavöld- um hrunsins. Brandur sýnir tvö ljós- myndaverk, Gluggarnir í Kaldbaksvík og Sto- len Speed Juxtapositions. Nature, Beauty and Their Opposites. Í verkinu Glugg- unum í Kaldbaksvík fangar Brandur fegurð staðarins og drunga í senn en í Stolen Speed fæst hann við mót- sagnakennda fegurð sem er að finna í trjám, steinsteypu, vatni, regni, snjó og bygg- ingum. Það verk var tvö ár í vinnslu. Sýningin verður opnuð klukkan tvö í dag og stend- ur frá 23. til 31. júlí. Hallgrímskirkja heldur áfram með alþjóðlega orgel- sumarið og um helgina er von á frönskum orgelsnill- ingi. Thierry Mechler heit- ir hann og mun hann leika á hádegistónleikum í dag klukkan 12 og sunnudagstón- leikum á morgun klukkan 17. Á hádegistónleikunum í dag leikur Thierry Mechler eigið verk, 6 Metamorphosen auf B.A.C.H., auk verka eftir J.S. Bach og R. Schumann. Á sunnudaginn hljóma spuna- verk Thierry Mechler, ann- ars vegar yfir stef eftir Hilde gaard von Bingen og hins vegar yfir stef eftir Jehan Alain, og verk eftir Johann Sebastian Bach og Franz Liszt. Thierry Mechler fædd- ist í Mulhouse í Frakklandi árið 1962. Á ferli sínum sem organisti og píanóleikari hefur hann margoft unnið til fyrstu verðlauna og hald- ið tónleika um víða veröld. Hann nýtur einnig mikillar virðingar sem kennari og dómari. - fsb Mechler í Hallgrímskirkju FRANSKIR TÓNAR UM HELGINA Alþjóðlegt orgelsumar í Hallgríms- kirkju fær góðan gest um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listamennirnir Graham Keegan og Kira Kira hafa byggt musteri úr ull inni í Hlöðunni í Vogum á Vatns- leysuströnd, eins konar vé eða griðastað fyrir andann. Opnun musterisins verð- ur fagnað á morgun klukk- an 17 með frumflutningi nýrrar tónsmíðar Kiru Kiru sem leikur á orgel og Pétur Hallgrímsson á kjöltustál- gítar. Á upptöku sem ómar í musterinu meðan á sýningu stendur leikur líka Eiríkur Orri Ólafsson á trompet. Sýningin verður opin til og með 13. ágúst. Musteri úr ull HLAÐAN Í VOGUM Þar verða tónleikar á morgun. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.