Fréttablaðið - 23.07.2011, Síða 35

Fréttablaðið - 23.07.2011, Síða 35
LAUGARDAGUR 23. júlí 2011 5 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Framkvæmdastjóri greiðslukerfa Upplýsingar veita: Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, eða Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðla- bankastjóri, í síma 569-9600. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða öflugan og traustan einstakling til starfa sem framkvæmdastjóri greiðslukerfa. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Helstu verkefni: • Yfirsýn yfir kerfislega þýðingarmikil greiðslu- og uppgjörskerfi • Mótun stefnu varðandi þróun kerfanna, innleiðingu og framkvæmd breytinga • Setning reglna um rekstur og uppgjörsfyrirkomulag • Stuðningur við markaðslausnir • Tengsl innlendra greiðslumiðlunarkerfa við erlend greiðslu- og uppgjörskerfi • Skipulag viðbúnaðarmála á vettvangi greiðslumiðlunar • Mat á nýjungum á sviði greiðslumiðlunar með tilliti til öryggis, skilvirkni og hagkvæmni • Útgáfa og umsýsla seðla og myntar Sá einstaklingur sem leitað er að þarf að hafa mikinn áhuga og þekkingu á greiðslukerfum, hæfni til að leiða stefnumótun og stýra rekstri og teymi áhugasamra einstaklinga. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Reynsla og þekking á sviði greiðslumiðlunar og greiðslukerfa • Víðtæk stjórnunarreynsla • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi • Færni í munnlegri og skriflegri tjáningu, bæði á íslensku og ensku, nothæf þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli er einnig æskileg • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi Greiðslukerfi er nýtt svið innan Seðlabanka Íslands. Hlutverk sviðsins er að stuðla að öryggi og skilvirkni þýðingarmikilla greiðslukerfa. Útgáfa og umsýsla seðla og myntar og rekstur fjárhirslna eru hluti af verkefnum sviðsins. Dótturfélag Seðlabanka Íslands, Greiðslu- veitan ehf., mun heyra undir sviðið og framkvæmdastjóri greiðslukerfa á sæti í stjórn hennar. Starfsmannafjöldi verður 10-12 starfs- menn auk starfsmanna Greiðsluveitunnar ehf., en sérstakur framkvæmdastjóri er yfir Greiðsluveitunni ehf. Um er að ræða spennandi viðfangsefni sem hefur verið í mikilli gerjun á undanförnum misserum. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og er meginmarkmið hennar stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðlabankinn skal enn fremur sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 www.hagvangur.is Framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Upplýsingar veita: Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, eða Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðla- bankastjóri, í síma 569-9600. Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst nk. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknir gilda í sex mánuði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Seðlabanki Íslands óskar eftir að ráða öflugan og traustan einstakling til starfa sem framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika. Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Helstu verkefni: • Greiningar kerfisáhættu og fjármálastöðugleika • Greining á fjármálakerfinu og samspili þess við efnahagslífið • Ritstjórn og kynning á ritum Seðlabankans um fjármálastöðugleika • Þátttaka í mótun fjármálastöðugleikastefnu • Mótun og vöktun varúðarreglna sem Seðlabankinn setur, svo sem um lausafjárhlutfall og gjaldeyrisjöfnuð • Samstarf við FME samkvæmt samstarfssamningi • Þátttaka í samstarfi við aðra seðlabanka • Umsagnir um lagafrumvörp er lúta að fjármálakerfinu og stöðugleika þess Sá einstaklingur sem leitað er að þarf að hafa brennandi áhuga á fjármálastöðugleika, víðtæka fræðilega og hagnýta þekkingu á fjármálakerfinu, hæfileika til að leiða greiningar- og stefnumótunarvinnu og hæfni til að stýra teymi vel menntaðra og áhugasamra einstaklinga. Menntunar- og hæfniskröfur: • Meistarapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða sambærilegum greinum sem nýtast í starfi • Víðtæk þekking á fjármálakerfinu og einstökum hlutum þess • Víðtæk reynsla af rannsóknar- og stefnumótunarvinnu • Víðtæk stjórnunarreynsla • Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi • Færni í munnlegri og skriflegri tjáningu, bæði á íslensku og ensku, nothæf þekking á a.m.k. einu Norðurlandamáli er einnig æskileg • Færni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi Fjármálastöðugleiki er nýtt svið innan Seðlabanka Íslands. Meginviðfangsefni sviðsins felast í greiningu á áhættu í fjármálakerfinu og þátttöku í mótun varúðarreglna fyrir fjármálakerfið. Sviðið tekur þátt í stefnumótun varðandi uppbyggingu fjármálakerfisins og varðandi markmið, tæki og skipulag fjármálastöðugleika á Íslandi. Sviðið á í miklum samskiptum við stofnanir sem starfa að fjármálastöðugleika á Íslandi, einkum Fjármálaeftirlitið, en er einnig þátttakandi í umtalsverðu alþjóðlegu samstarfi. Búist er við að starfsmannafjöldi verði til að byrja með 8 starfsmenn. Um er að ræða spennandi viðfangsefni sem er í mikilli gerjun í framhaldi af fjármálakreppunni, bæði alþjóðlega og hér á landi. Seðlabanki Íslands er sjálfstæð stofnun í eigu íslenska ríkisins en lýtur sérstakri stjórn. Seðlabankinn fer með stjórn peningamála á Íslandi og er meginmarkmið hennar stöðugleiki í verðlagsmálum. Seðlabankinn skal enn fremur sinna viðfangsefnum sem samrýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varðveita gjaldeyrisvarasjóð og stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.