Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 64
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR40 sport@frettabladid.is FIMM LEIKIR fara fram í Pepsi-deild karla á morgun. Víkingur fer til Akureyrar og spilar við Þór, Fram tekur á móti ÍBV, Fylkir sækir Grindavík heim, Keflvíkingar mæta í Garðabæinn og stórleikurinn er í Vesturbænum þar sem KR tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks. Edda Garðarsdóttir Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöng- unin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt. Alla mína ævi hef ég verið mjög meðvituð um það hvernig ég er og ég er svo innilega ekki þessi stereótýpíska kona. Ég dáist að konum sem eru fallega kvenlegar og í góðu sambandi við dömuna innra með sér. Frá því að ég man eftir mér þá hef ég þverneitað að fara í kjóla, pils og ýmiss konar dúllerí, móður minni til mikillar mæðu oft á tíðum. Ég veit ekki af hverju ég er svona en ég veit bara að í öllum skilningi orðsins þá er ég ekki „dama“. Sumir tóku móðursýkisfrekju- köst í leikfangadeildinni í Hag- kaup, ég tók mín inni í stofu á stórhátíðum og afmælum rífandi utan af mér blúndur og slaufur þegar foreldrar mínir reyndu að nýta sér kodak-momentið „Edda í kjól“. Enn þann dag í dag fæ ég oföndunar-valkvíða og snert af tilvistarkreppu þegar eitthvert galatilefnið nálgast, einfaldlega vegna þess að ég þarf að fara að hugsa um í hverju ég á að vera og þarf hugsanlega að fara að kaupa ný föt. Þetta fær „venjulegar“ konur til að klæja í fingurna af tilhlökk- un og þær elska að fara að máta, „windowshoppa“ og kaupa sér nýtt dress. Ég get talið upp hvert einasta skipti sem ég hef verið „sett í“ einhverja hátíðarmúnder- inguna, mætt á svæðið og setið í gegnum það nauðsynlegasta (í frekjukasti). Ég veit ekkert óþægilegra og vandræðalegra en þegar fólk hittir mig og segir „hæ, maður þekkir þig varla“ eða „rosalega ertu „dömuleg“. Ég vissi ekki að þú ættir þetta til“. Mér líður jafn dömulega og Jóni Gnarr á flotinu á gay pride þegar ég er uppstríl- uð. Stundum vildi ég óska þess að ég væri eins og stórstirni með stílista sem sæi um allt mitt „wardrobe“, förðun og bling. Eða að ég væri rosalega mikil trukka- lessa sem gæti gengið í jakkaföt- um, verið með rakspíra og sítt að aftan – en það er ég ekki heldur. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar og fólk sem hefur gefið sér tíma til að kynnast mér eins og ég er. Ég er ekki dama en ég er samt kona. Á vellinum líður mér best. Þar fylgist ég með tísku, straum- um og stefnum á hverju „sea- soni“. Spurðu mig um þjálfun, heilsu, fótboltaskó, fótbolta, legg- hlífar, svitabönd og íþróttatoppa og get ég hjálpað undantekninga- laust. Þar er ég merkjaglyðra og elska fótboltaskóna mína. Sem betur fer erum við ekki allar dömur og það er bara allt í lagi. Maður þarf ekki að vera klæddur eins og súpermódel til að líða vel í eigin skinni. Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar Íslandsmót í höggleik KARLAR EFTIR TVO HRINGI 1. Axel Bóasson, GK 17 -8 1. Alfreð Brynjar Kristinsson, GKG -8 2. Ólafur Már Sigurðsson, GR -6 4. Heiðar Davíð Bragason, GÓ -5 5. Þórður Rafn Gissurarson, GR -4 5. Hlynur Geir Hjartarson, GOS -4 5. Guðjón Henning Hilmarsson, GKG -4 5. Kristján Þór Einarsson, GKJ - 4 KONUR EFTIR TVO HRINGI 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR -2 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO Par 3. Signý Arnórsdóttir, GK +3 4. Berglind Björnsdóttir, GR +4 5. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG +5 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +5 Valitor-bikar kvenna Fylkir-KR 1-2 0-1 Ólöf Gerður Ísberg, víti (9.), 1-1 Lidija Stojkanovic (26.), 1-2 Katrín Ásbjörnsd. (90.) Afturelding-Valur 0-1 0-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (21.) Pepsi-deild kvenna Þór/KA-Grindavík 3-0 1-0 Marisha Ledan Schumacher-Hodge (14.), 2-0 Manya Janine Makoski (34.), 3-0 Makoski (53.) Þróttur R.-Stjarnan 2-4 1-0 Fanny Vago (1.), 1-1 Ashley Bares (22.), 2-1 Soffía Ummarin Kristinsdóttir (48.), 2-2 Ashley Bares (59.), 2-3 Bares (60.), 2-4 Bares (90.+3) 1. deild karla Víkingur Ó.-Fjölnir 2-2 Guðmundur Steinn Hafsteinss., Þorsteinn Már Ragnarss. - Ómar Hákonars., Kristinn Freyr Sig. ÍR-KA 1-1 Haukur Ólafsson (víti) - Ómar Friðriksson. ÚRSLIT Í GÆR Sunnudagurinn 24. júlí Mánudagurinn 25. júlí Þór - Víkingur R. kl.17.00 Þórsvöllur Fram - ÍBV kl.18.00 Laugardalsvöllur Grindavík - Fylkir kl.19.15 Grindavíkurvöllur Stjarnan - Keflavík kl.19.15 Stjörnuvöllur KR - Breiðablik kl.20.00 KR-völlur FH - Valur kl.20.00 Kaplakrikavöllur GOLF Axel Bóasson úr Keili og Alfreð Brynjar Kristinsson úr GKG eru efstir og jafnir eftir tvo fyrstu dagana á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Axel var með forystuna og átti eitt högg á Alfreð eftir fyrsta daginn en þeir hafa nú báðir leikið fyrstu 36 holurnar á átta höggum undir pari. Yngri systir Alfreðs, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, er með tveggja stiga forskot á Eygló Myrru Óskarsdóttur hjá konunum. Axel byrjaði ekki vel í gær því hann tapaði þremur höggum á fyrstu átta holunum en þá komst hann aftur í gang og fékk fimm fugla á síðustu tíu holunum. Alfreð byrjaði hins vegar vel og var lengi einn í forystu. Hann fékk skramba á þrettándu sem virtist ætla að kosta hann efsta sætið en Alfreð fékk hins vegar örn á 18. holunni og náði að jafna við Axel sem fékk fugl á lokaholunni. Axel og Alfreð eru tveimur höggum á undan Ólafi Má Sigurðs- syni úr GK sem lék manna best í gær en hann fór hringinn á fimm höggum undir pari og er á sex höggum undir eftir tvo daga. Ólafía Þórunn lék á tveimur höggum undir pari í gær eftir að hafa leikið fyrsta daginn á pari. Ólafía Þórunn er með tveggja högga forskot á Eygló Myrru sem var með forystu um tíma í dag en tapaði tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Ólafía fékk hins vegar fugl á 18. holunni og kom til baka eftir að hafa fengið skolla á 16. og 17. „Ég var nú bara að bæta upp fyrir sextándu og sautjándu,“ sagði Ólafía. „Þetta gekk vel hjá mér. Ég var að slá mjög vel og koma mér í færi. Ég fylgdi því síðan mjög vel eftir með því að setja púttin í. Ég setti fleiri pútt í í dag en í gær og þetta liggur allt í púttunum,“ segir Ólafía. Þetta er annað árið í röð sem Ólafía leiðir eftir tvo daga en hún endaði í öðru sæti í fyrra. „Nú er ég reynslunni ríkari. Þetta verður spennandi og það er mikil keppni hjá okkur,“ sagði Ólafía. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili var með forystu eftir fyrsta dag- inn en hún byrjaði skelfilega í gær. Tinna lék á þremur höggum undir pari í gær sem er vallarmet en tapaði sjö höggum á fyrstu níu holunum í dag. Hún endaði á því að leika á 9 höggum yfir pari eða á tólf höggum meira en í gær. - óój Systkinin Alfreð Brynjar og Ólafía Þórunn Kristinsbörn eru efst á Íslandsmótinu í höggleik í Leirunni: Ólafía Þórunn segist vera reynslunni ríkari í ár ÓLAFÍA Er efst eftir 36 holur alveg eins og í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GARÐARSSON/GSÍ FÓTBOLTI Valur og KR mæt- ast í fjórða sinn í bikarúrslita- leik kvenna eftir sigra í undan- úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mos- fellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á loka- mínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR- stelpur blésu á það og hófu leik- inn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerð- ur Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufa- lega í höndina í teignum. Stojk- anovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir horn- spyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemn- ing hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kafla- skiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum fram- herjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnar- leik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynj- arsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókur- inn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðn- ari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði marka- skorarinn Kristín Ýr Bjarnadótt- ir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heima- menn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Krist- ín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra. - kbt, gmi, óój Katrín og Kristín hetjurnar Valur og KR mætast í bikaúrslitaleik kvenna. Kristín Ýr Bjarnadóttir tryggði Val sæti í bikarúrslitaleiknum annað árið í röð og sigurmark KR-ingsins Katrínar Ásbjörnsdóttur kom á 90. mínútu í leik KR-liðsins á móti Fylki í Árbænum. DÝRMÆTT SIGURMARK Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR-konum sæti í bikarúrslitaleiknum á lokamínútu leiksins. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.