Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 8
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR8 HRYÐJUVERKAÁRÁS Í NOREGI Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is | www.vib.is VÍB – Eignastýringarþjónusta Íslandsbanka er leiðandi á íslenskum markaði með áratugareynslu eignastýringu. Einkabankaþjónusta Viðskiptavinum sem gera ríkar kröfur býðst þjónusta sem er sniðin að þeirra þörfum. Viðskiptastjóri annast stýringu eignasafns og veitir margvíslega ráðgjöf. Eigna- og lífeyrisþjónusta Hefðbundin ávöxtun, sparnaður í áskrift, stakar fjárfestingar og lífeyrissparnaður með aðstoð sérfræðinga okkar. Netbanki Aðgangur að einu breiðasta sjóðaúrvali landsins fyrir þá sem vilja stýra eignasafni sínu sjálfir. Fáðu nánari upplýsingar á www.vib.is eða pantaðu viðtal við ráðgjafa í síma 440 4900. VÍB veitir sparifjáreig- endum metnaðarfulla og persónulega þjónustu H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 1 -0 4 0 2 „Þetta mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft á heiminn,” segir Tor Magnus Hor- ten, arkitektanemi í Ósló. „Maður getur kannski gert sér það í hugar- lund núna hvernig Óslóarbúum leið þegar Þjóðverjar hertóku borgina 9. apríl árið 1940.“ Það var undarlegt andrúmsloftið í miðbæ Óslóar eftir sprenginguna í gær. Fólk stóð og horfði í forundr- an á glerlausa stjórnvaldsbygg- inguna þar sem gardínur flöksuðu út um glugga þar sem áður hafði verið gler. Búið var að loka stórum hluta miðborgarinnar en lögreglan var í óða önn að stækka bannsvæðið. Rúður höfðu brotnað á mun stærra svæði en á bannsvæðinu. Högg- bylgjan hafði áhrif langt út fyrir miðborgina og inn í næstu hverfi. Víða var hætta á að glerbrot myndu falla frá byggingum. Strax eftir sprenginguna var verslunum í nágrenninu lokað. Verslunum í Storo-hverfinu sem er í norðurhluta Óslóar, talsvert frá miðbænum, var meira að segja lokað. Þegar líða fór á daginn var samt rólegt um að litast í borg- inni. Verslunar- og veitingastaða- eigendur hófust handa við að byrgja fyrir glugga í verslunum og veitingastöðum. Töluverður hópur fólks var á ferli – að skoða og taka myndir. Sumir kaffihúsaeigendur þrjóskuðust við og opnuðu staði sína. Margir sátu og fengu sér kaffisopa eða bjór innan um rúst- ir og glerbrot. Lögreglan í Ósló bað fólk að halda sig heima í gærkvöldi og aflýsa öllu skemmtanahaldi og einkasamkvæmum. Að hluta til vegna þess að ástandið er enn mjög óljóst en einnig vegna þess að lögreglunni gæti reynst erfitt að sinna venjubundnum útköllum. Óslóarbúum er eins og gefur að skilja brugðið. Sömu sögu er að segja af arkitektanemanum Tor Magnus: „Þetta er mikill sorgar- dagur.“ „Þetta er mikill sorgardagur“ Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra mun eiga fund með íslenskum lögregluyfirvöldum og fara yfir tíðindin frá Ósló. H a n n seg i r að stjórnvöld fylgist vel með málinu fyrir milligöngu lög- regluyfirvalda. Málið sé graf- alvarlegt og áhyggjuefni að slíkt skuli ger- ast. Ríkislög- reglustjóri jók viðbúnað sinn í gær og Ögmundur segir að lög- regluyfirvöld sta rfi eft i r ákveðnum gát- listum í málum sem þessu. „Það er ekki þar með sagt að á Íslandi hafi skapast eitt- hvert hættuástand. Við fylgjumst hins vegar með framvindu þess- ara mála í Noregi og hugsum til þeirra með hlýhug. Við munum hins vegar ekki sýna neitt fljót- ræði.“ Spurður hvort viðbúnaðarstig hér á landi verði aukið í kjölfar sprengingarinnar segir hann að mikilvægast sé að sýna yfirvegun. „Maður getur aldrei sagt neitt með fullri vissu, en það er nátt- úrulega mjög mikilvægt að þjóð- félög bregðist ekki við í panikk og fari að herða á einhverjum öryggis ráðstöfunum, ég held að það sé ekki rétta aðferðin. Fyrst og fremst þarf að anda með nefinu og taka þessum alvarlegu atburð- um af yfirvegun. Við munum ekki gera neitt að svo stöddu, heldur bíða og sjá hverjar eru orsakirnar og hverjir standa að þessu.“ Össur Skarphéðinsson utan- ríkisráðherra segir að þessi mál muni að öllum líkindum verða rædd í ríkisstjórn. „Við erum náttúrulega með almannavarnir og ríkislögreglustjóra sem er ábyrgur fyrir okkar kerfi. Menn eru í miklu sambandi við starfs- bræður sína og fylgst er grannt með stöðu mála.“ Össur ræddi við norska sendi- herrann hér á landi í gær um leið og honum bárust fregnir af málinu. „Ég tjáði honum okkar miklu samúð með Norðmönnum yfir þessum hræðilega atburði.“ Hann reiknaði með að ræða við Jonas Gahr Störe, utanríkisráð- herra Noregs, í gær. Starfsfólk hefur verið kallað heim úr sumarfríi í utanríkis- ráðuneytinu til að afla upplýs- inga um Íslendinga á svæðinu. Össur segir það kerfi hafa komist í gang um leið og fréttist af harm- leiknum í Ósló. - kóp Eftirgrennslan með Íslendingum í Ósló: Grafalvarlegt mál en yfirvegun mikilvæg ÖGMUNDUR JÓNASSON ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON RINGULREIÐ Í MIÐBORGINNI Sjúkraflutningamaður reynir að hafa hemil á ástandinu sem skapaðist þegar sprengjan sprakk í miðborg Óslóar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Sveinn Bjarki Þórarinsson - skrifar frá Ósló
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.