Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 34
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR4
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
Frá Grunnskóla
Reyðarfjarðar
Við Grunnskóla Reyðarfjarðar eru eftir-
farandi stöður lausar til umsóknar:
• Íþróttir
• Hönnun og smíði
Um 175 nemendur stunda nám við skólann sem
staðsettur er í glæsilegu húsnæði með frábærri
aðstöðu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ.
Umsóknarfrestur er til og með 3. ágúst 2011.
Umsækjendur af báðum kynjum eru hvattir til að
sækja um störfin.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 474 1247
eða 863 1247. Netfang asta@skolar.fjardabyggd.is
Skólastjóri
Lögfræðingur – sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytið – Reykjavík
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglý-
sir eftir lögfræðingi til starfa á auðlindaskrifstofu
ráðuneytisins.
Verkefnin eru fjölbreytt en að stærstum hluta á sviði
fiskveiðistjórnunar.
Starfið er bæði spennandi og krefjandi og leitað er
eftir krafmiklum og metnaðarfullum einstaklingi
með góða menntun og samstarfshæfileika.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
• Gott vald á íslensku máli og enskukunnátta
ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Frumkvæði, vandvirkni, skipulagshæfni og
sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Starfsreynsla úr stjórnsýslu og þekking
á fiskveiðilöggjöfinni æskileg.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags
háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins og
fjármálaráðherra.
Umsóknir er hafi að geyma upplýsingar um men-
ntun, fyrri störf, meðmælendur og annað er máli
skiptir, sendist bréflega til sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðuneytisins, Skúlagötu 4, 150 Reykjavík
eða í tövupósti á postur@slr.stjr.is eigi síðar en 5.
ágúst 2011.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um ráðningu liggur fyrir.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
Kennarar -
Grunnskólinn á Þórshöfn
Eftirtaldar kennarastöður eru lausar til umsóknar við
Grunnskóla Þórshafnar:
Íþróttir - 100% staða,
íslenska - 75% staða,
stærðfræði - 10 tímar á viku
og enska - 10 tímar á viku.
Einnig vantar stuðningsfulltrúa í 60% stöðu og
matráð í 100% starf.
Umsóknarfrestur er til 1. ágúst. Nánari upplýsingar veitir
Arnfríður Aðalsteinsdóttir skólastjóri í síma 899-3480.
Umsóknum skal skila á skolastjori@thorshafnarskoli.is
Langanesbyggð er sveitarfélag í mikilli sókn. Það búa nú liðlega
500 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi . Á Þórshöfn er öll
almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsilega íþróttamiðstöð, ásamt
sundlaug. Í sveitarfélaginu og nágrenni þess eru fjölbreyttir útivistar-
möguleikar í ósnortinni náttúru. Samgöngur eru góðar, m.a. fl ug
fi mm daga vikunnar til og frá Reykjavík um Akureyri.
66°NORÐUR leitar að jákvæðum og kraft-
miklum einstaklingum sem hafa áhuga á
að vinna í krefjandi umhverfi , ná árangri í
starfi og taka þátt með okkur í að byggja
upp eitt sterkasta vörumerki íslendinga. Í
boði eru störf hjá vaxandi fyrirtæki þar sem
gerðar eru kröfur um fagleg vinnubrögð og
góða samskiptahæfi leika.
Við leitum að einstaklingum í eftirfarandi störf:
MARKAÐSDEILD:
Starfi ð er mjög fjölbreytt og felst í að takast
á við hin ýmsu verkefni.
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun og reynsla í markaðsmálum
æskileg. Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með
að tjá skoðanir sínar og vinna með fólki. Starfi ð
felur í sér verkefnastjórnun og viðkomandi þarf
að geta unnið skipulega. Frumkvæði og sjálf-
stæði í starfi eru nauðsynlegir eiginleikar.
SPENNANDI STÖRF
66°NORÐUR fagnar nú 85 ára afmæli
sínu en frá því félagið var stofnað
hefur það hannað, framleitt og selt
vinnu- og útivistarfatnað. Um þessar
mundir eru vörur fyrirtækisins seldar
í 15 löndum og er útfl utningur helsta
vaxtarsvið félagsins. Hjá 66°NORÐUR
starfa um 300 manns.
ALÞJÓÐADEILD:
Starfi ð felst í að halda utan um og
byggja upp samskipti við erlenda
samstarfsaðila.
Hæfniskröfur:
Háskólamenntun og alþjóðleg reynsla
æskileg. Viðkomandi þarf að hafa góða
tungumálakunnáttu, góða hæfni í mann-
legum samskiptum. Mikilvægt er að búa
yfi r framúrskarandi þjónustulund, hafa
áhuga á því að selja og ná árangri.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Umsókn ásamt ferilskrá skal berast fyrir 2. ágúst
á póstfangið 66north@66north.is .
sími: 511 1144