Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 10
23. júlí 2011 LAUGARDAGUR10 BRUNI Engan sakaði þegar veit- ingastaðurinn og gróðrarstöðin Eden í Hveragerði brann til kaldra kola í fyrrinótt. Ríflega 50 ára starfsemi í byggingunni er nú á enda, og fimmtán manns sjá fram á að missa vinnuna. „Eldhafið í Eden öskraði á okkur,“ segir Aldís Hafsteinsdótt- ir, bæjarstjóri Hveragerðis. Hún var á göngu í nágrenninu þegar hún varð vör við reyk. „Við vorum fjögur á gangi upp úr miðnætti þegar við tókum eftir því að það rauk upp úr einhverju húsi í nágrenninu,“ segir Aldís. Eftir að hún hringdi í Neyðarlín- una sá hún að húsið sem logaði í var Eden. „Þá sáum við að það væri alveg ljóst að það stefndi í stórbruna.“ Slökkviliðsmenn komu fljótt á vettvang. „Þegar við komum að húsinu var mikill eldur í austur- hluta hússins þar sem eldhúsið og mötuneytið var. Þakið var allt úr plasti svo það var strax ljóst að það væri ekki hægt að ráða við eldinn fyrr en það væri brunn- ið,“ segir Pétur Pétursson, vara- slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, sem stjórnaði aðgerð- um á vettvangi. „Það var ekkert annað að gera en að reyna að hefta útbreiðsluna,“ segir Pétur. „Eldurinn var ofsa- fenginn, það er svo mikil bruna- orka í plastinu. Það má lýsa óhljóð- unum sem fylgdu eldinum þannig að það hafi verið eins og þegar skrúfað er frá borholu og hún látin blása.“ Aldís segir að ekki hafi liðið nema tuttugu mínútur frá því hún varð fyrst vör við reyk þar til Eden var alelda. „Kolsvartur reykurinn steig hundruð metra upp í loftið og logarnir stóðu upp úr þakinu.“ Hún segir að ofsinn í eldinum hafi komið sér og öðrum sem sáu brunann á óvart. „Það voru sprengingar af og til og svo var eins og eldurinn öskraði. Ég átti ekki von á því að gróðurhús gæti brunnið með svona afli, en það var auðvitað mikill eldsmatur þarna inni og loftið úr plasti.“ Þó að ríflega fimmtíu ára sögu Edens sé nú lokið í bili segir Aldís að horfa verði fram á veginn. „Við munum leita allra leiða til að koma þessari starfsemi í gang aftur, þarna eða annar staðar í bænum. Íslenskum og erlendum ferðamönnum þótti áhugavert að koma á stað eins og Eden, í fram- andi umhverfi í íslensku gróður- húsi,“ segir Aldís. Hún segir að bæjarfulltrúar muni hittast eftir helgi til að ræða stöðuna. „Það sem situr eftir er sorgin yfir því að þetta ríflega 50 ára fyrirtæki hafi fuðrað upp á nokkrum mínútum. En auðvitað eru allir þakklátir fyrir að enginn hafi slasast.“ Til stóð að senda tvo reykkafara inn í húsið þegar slökkviliðið kom fyrst á vettvang, en Pétur segir að aðstæður hafi verið of hættu- legar. Slökkviliðsmenn hafi barist við eldinn utan frá, og ekki verið í teljandi hættu þess vegna. Logn var í Hveragerði þegar húsið brann, og bensínstöð og önnur mannvirki í nágrenninu ekki í hættu. Pétur segir að hefði vindurinn verið meiri hefði mögu- lega þurft að rýma íbúðabyggð í nágrenninu, enda reykurinn af brennandi plastþakinu eitraður. Lögregla rannsakar nú upptök eldsins. brjann@frettabladid.is Kolsvartur reykurinn steig hundruð metra upp í loftið og logarnir stóðu upp úr þakinu. ALDÍS HAFSTEINSDÓTTIR BÆJARSTJÓRI HVERAGERÐIS Eden brann til kaldra kola Bæjarstjórinn í Hveragerði horfði á veitingastaðinn Eden fuðra upp á nokkrum mínútum. Segir að allra leiða verði leitað til að starfsemin geti komist í gang aftur. Slökkvilið fékk ekki við neitt ráðið. RÚSTIR EINAR Gaflinn af Eden og stálgrindin á gróðurhúsinu var það eina sem uppi stóð þegar slökkvistarfi var lokið. Útskorin hurð með Adam og Evu slapp við eldinn, svo ekki er ómögulegt að þau nái að komast til Eden í framtíðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ALELDA Slökkviliðið átti aldrei möguleika á að bjarga húsinu, plastplötur í þakinu fuðruðu upp. MYND/ÖSP VILBERG BALDURSDÓTTIR Netið í símann, aðeins 25 kr. á dag Kynntu þér málið í næstu verslun eða á vodafone.is Vodafone – með þér í sumar FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI UMRÆÐA DARWIN SPEKÚLERAR Hann virðist nokkuð íhugull á svip, þessi litli apaköttur sem heitir Charles Darwin og hvílir makindalega á höfði starfs- manns dýragarðs í Berlín. NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.