Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 28
heimili&hönnun4
„Á síðasta ári var garðurinn mjög fallegur. Þetta
árið ekki eins. Svo verður hann miklu fallegri eftir
tvær vikur því þá verður margt útsprungið sem er
það ekki nú,“ segir Janina hálf afsakandi. Samt er
litskrúðið mikið í kringum hana.
Janina er pólsk og það er Jozep maður hennar
líka. Þegar þau fluttu á Digranesveginn fyrir tíu
árum var lóðin ein grasflöt.
„Hér voru engin blóm – bara gras. Ég spurði ná-
grannana hikandi hvort ég mætti setja niður pínu-
lítið. Þeir sögðu já. Ég byrjaði með eitt blóm, síðan
kom annað og svo alltaf meira og meira. Nágrann-
arnir sögðu: „Janina, ef þú vilt þá máttu nota allan
garðinn, allt í lagi.” Þannig að ég var heppin. Jozef
er líka mjög duglegur í garðinum. Hvorugt okkar
reykir eða drekkur og þetta er okkar hobbí. Svo
hjálpar tengdasonur okkar líka. Hann hefur smíð-
að garðhúsið og innganginn.“
Stundum kveðst Janina koma með blóma- og
grænmetisfræ frá Póllandi og sá í íslenska mold. Því
er hún með tegundir sem ekki sjást í öðrum görðum
hér á landi. Svo hirðir hún fjölærar pottaplöntur
sem vinkonur hennar henda og þær blómstra í henn-
ar höndum. „Ég bara klippi ofan af þeim og geymi
þær svo á köldum stað yfir veturinn,“ segir hún.
- gun
Byrjaði allt með
einu blómi
● Janina og Jozef Misiejuk eru fólk með græna fingur. Garðurinn sem þau tóku í fóstur
í Kópavogi fyrir tíu árum er til vitnis um það, hann skartar fögrum blómum af ýmsum
gerðum og sumum þeirra framandi. Einnig rækta þau grænmeti.
Þetta er datura og hún er pólsk. Síðasta ár bar hún tuttugu blóm en nú kom bara eitt,“ segir Ja
íslenska mold.
Janina hirti þessar pelargóníur síðasta haust hjá vinkonu sem ætlaði að henda þeim.
Nú blómstra þær henni til heiðurs.
Fúsíurnar breiða úr sér í borðstofuhorni garðsins.
Allt sprettur vel hjá Janinu oSkjaldflétturnar eru rétt að byrja.
Pólskt afbrigði af margaritu.
Meiri Vísir.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir,
meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf,
meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval.
Þú færð meira af öllu á vísi.
Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu
fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um
veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði.
Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur
upp á að bjóða.