Fréttablaðið - 23.07.2011, Blaðsíða 12
12 23. júlí 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ögmundur Jónasson innan-ríkisráðherra hefur í sumar sætt gagnrýni margra fyrir að stöðva
vegaframkvæmdir og nýja fang-
elsisbyggingu. Ágreiningslaust er
að framkvæmdirnar eru brýnar
og ríkissjóður er tómur. Fordómar
ráðherrans gagnvart því sem kall-
að er einkaframkvæmd eru sagðir
ráða því að allt situr fast.
Að því gefnu að slíkir fordómar
ráði afstöðu ráðherrans má með
nokkrum sanni segja að hann
hafi með rangri pólitískri tilvís-
un komist að efnahagslega réttri
niðurstöðu.
Einkafram-
kvæmd opin-
berra viðfangs-
efna getur verið
hagkvæm fyrir
skattgreiðend-
ur. Samkeppni
leiðir oftast
nær til lægri
kostnaðar. Í
öllum tilvikum
þarf fjármögn-
unin hins vegar að vera trygg
og sýnileg í bókhaldinu og innan
þeirra marka sem ríkissjóður
ræður við á hverjum tíma. Eigi
að greiða kostnaðinn með afnota-
gjöldum þurfa þau aukheldur að
vera varanleg og innan þeirra
marka sem skynsamlegt er að
leggja á neytendur.
Hitt er líka þekkt að kostn-
aður verði meiri við einkafram-
kvæmd opinberra viðfangsefna.
Það getur til að mynda gerst
þegar nota þarf lánsfé til fram-
kvæmdanna. Ríkissjóður á þá oft
kost á hagstæðari lánum en aðrir.
Mikilvægt er að gæta að slíkum
aðstæðum, sérstaklega þegar
reikningurinn lendir á endanum
beint á skattgreiðendum en er
ekki borinn af valkvæðum not-
endagjöldum.
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Einkaframkvæmdarstefnan
Að baki varfærni í þess-um efnum liggja því góð og gild íhaldssjón-armið í ríkisfjármálum.
Víða hefur gætt tilhneigingar til
þess að hafa slík viðhorf að litlu
eða engu. Fram hjá því verður
ekki horft að einkaframkvæmd-
arformið er stundum misnotað í
þeim tilgangi að fara á svig við
sett markmið um aðhald í opin-
berum rekstri.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
hefur í nokkrum tilvikum lokað
augunum fyrir því að ríkisstjórn-
in hagnýtti einkaframkvæmdar-
formið til að fara hjáleið um þau
aðhaldsmarkmið sem sjóður-
inn sjálfur setti. Þetta þýðir að
á næsta kjörtímabili gætu komið
fram veikleikar í ríkisfjármálum
vegna ákvarðana sem teknar hafa
verið í tíð núverandi stjórnar og
byggja ekki á traustri tekjuöflun.
Ekkert af þessu er þó vísvit-
andi falið eins og gert var í Grikk-
landi en þjóðhagslegar afleiðingar
vinnubragða af þessu tagi eru eigi
að síður þær sömu. Fyrir þá sök er
mikilvægt að greina hvert tilvik
og meta með íhaldssömum ríkis-
fjármálamælikvörðum hversu
örugg endurgreiðsla lánanna er.
Þó að innanríkisráðherrann
veigri sér við að bregða íhalds-
stefnunni fyrir sig sem rökum í
þessum þrætum verður að virða
honum til betri vegar að niður-
staða hans hefur verið í samræmi
við hana. Það er svo sjaldgæft að
ráðherrann komist að niðurstöðu
sem samræmist góðum og gild-
um íhaldssjónarmiðum að fremur
er ástæða til að fagna en kvarta
þegar það gerist.
Íhaldsstefnan
Svo má vel vera að þetta sé of gott til að vera satt. Hugsanlega fær innanrík-isráðherrann á endanum að
byggja fangelsið með því að senda
reikninginn án krókaleiða á ríkis-
sjóð þó að þar séu engar krónur til
að borga með. Þá situr fjármála-
ráðherrann uppi með svarta Pétur
aukins ríkissjóðshalla. Það myndi
staðfesta þær áhyggjur erlendu
matsfyrirtækjanna, sem fram
komu í vikunni, að úthald ríkis-
stjórnarinnar til áframhaldandi
aðhalds í ríkisfjármálunum sé á
þrotum og því séu efnahagshorf-
urnar neikvæðar.
Fjölmörg merki hrannast nú
upp um aðsteðjandi hættur í ríkis-
fjármálunum þó að markmiðum
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi að
mestu verið náð fram til þessa.
Sannleikurinn er sá að sjóðurinn
féllst á mjög milda aðlögun ríkis-
fjármálanna að nýjum aðstæðum
á þeirri forsendu að gripið yrði til
sérstakra aðgerða á sviði orkunýt-
ingar til að auka hagvöxt hratt og
örugglega. Þannig átti að tryggja
ríkissjóði traustar framtíðar-
tekjur.
Ríkisstjórnin brást í því að efna
þessa forsendu hægfara ríkis-
fjármálaaðlögunar. Því ræður
þversum stefna gegn orkunýtingu
og þjóðhagslegri hagkvæmni í
sjávarútvegi. Bót verður ekki
ráðin á því með opinberum fram-
kvæmdum ef framtíðartekjuöflun
ríkissjóðs er byggð á sandi. Það er
heldur ekki áhættulaust fyrir líf-
eyrissjóðina að lána ríkissjóði ef
engin verðmætasköpun er í augsýn
sem getur orðið undirstaða þeirra
framtíðartekna sem standa eiga
undir endurgreiðslu lánanna.
Kjarni málsins er sá að andóf
innanríkisráðherrans við að fara
með verkefni út fyrir ríkisbók-
haldið er ekki gilt efni til gagn-
rýni. Meiri þörf er á að beina
henni annars vegar að þeirri laus-
ung sem virðist vera að taka við
af aðhaldi í ríkisfjármálunum og
hins vegar að þversumhugsjón
ríkisstjórnarinnar gegn arðsemi
og hagvexti.
Þversumstefnan
H
ryðjuverkin sem framin voru í og fyrir utan Ósló
í gær hafa varanlega áhrif á heimsmynd okkar
Norðurlandabúa. Stórsprenging í miðborginni
kostaði að minnsta kosti sjö mannslíf og í kjölfarið
var gerð skotárás sem grandaði að minnsta kosti
tíu manns. Víst er að tala fallinna eftir árásirnar tvær á eftir
að hækka því talsvert margir eru slasaðir og ófundnir eftir
ódæðisverkin.
Ekki er ljóst hver ber ábyrgð
á ódæðunum sem framin voru
í Ósló í gær og í gærkvöld var
ekki álitið að alþjóðleg hryðju-
verkasamtök stæðu á bak
við þau. Engu að síður er um
hryðjuverk að ræða vegna þess
að ljóst er að ódæðin eru af
pólitískum toga. Þau beindust
að stjórnsýslunni og stærsta stjórnmálaflokki landsins. „Þetta
mun sennilega breyta þeirri sýn sem við Norðmenn höfum haft
á heiminn,“ sagði ungur norskur háskólanemi við fréttaritara
Fréttablaðsins í gær. Það eru orð að sönnu og líklega mun árás-
in ekki bara breyta sýn Norðmanna á heiminn heldur sýn allra
Norðurlandabúa enda er hér um að ræða alvarlegasta tilræði
sem átt hefur sér stað ekki bara í Noregi heldur á Norðurlönd-
unum öllum síðan í síðari heimsstyrjöld.
Hryðjuverkaárásin kemur illa við okkur Íslendinga. Með
henni er gengið nær okkur en með nokkurri hryðjuverkaárás
sem áður hefur verið gerð vegna þess að um er að ræða vina-
þjóð og eina af okkar næstu nágrannaþjóðum.
Tilræðið í Noregi hefur líka bein áhrif hér á landi því ríkis-
lögreglustjóri jók í gær viðbúnað sinn enda er hjá embættinu
unnið eftir ákveðnum áætlunum sem fara af stað þegar atburðir
líkir þeim sem áttu sér stað í Noregi í gær verða.
Hugurinn er nú með þeim sem fyrir árásinni urðu, látnum
og slösuðum og aðstandendum þeirra. Hann er líka með norsku
þjóðinni allri því hryðjuverkin sem framin voru í gær eru árás
á þjóðina alla.
Efst í huga nú er að bjarga þeim mannslífum sem bjargað
verður og lækna og líkna slösuðum eftir föngum. Samhliða
verða þræðirnir frá manninum sem náðist í gær raktir og
ódæðismennirnir fundnir og dregnir til ábyrgðar.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, lagði í máli sínu
í gærkvöld áherslu á að brugðist yrði við hryðjuverkunum með
ábyrgum og afdráttarlausum hætti en ódæðismönnunum um
leið gert skiljanlegt að norska þjóðin léti ekki kúga sig með
hryðjuverkum.
Þetta er mikilvægur boðskapur því um leið og horfst er í
augu við þá ógn sem stafar af hryðjuverkum og reynt að verjast
henni með markvissum hætti er mikilvægt að borgarar og yfir-
völd í lýðræðisríkjum láti ekki ógnina buga sig og beygja. Ef
það tekst þá ná ódæðismennirnir fram ætlunarverki sínu. Það
má aldrei gerast.
Hryðjuverkaárás í Noregi:
Ný heimsmynd
á Norðurlöndum
SKOÐUN
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is