Fréttablaðið - 29.07.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.07.2011, Blaðsíða 10
29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR10 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Thomas Brorsen Smidt í NEI-hreyfi ngunni Lífræn og sykurlaus tómatsósa Fæst í öllum helstu verslunum á höfuðborgarsvæðinu Hún er frábær með grillmatnum og hollt meðlæti fyrir alla, unga sem aldna. Þegar þú vilt sameina gæði, hollustu og gott bragð, veldu þá Rapunzel. N EI-hreyfingin sem berst gegn kynbundnu ofbeldi hefur verið áberandi síð- ustu vikur. Hreyfing- in hefur í sumar unnið að átaki undir yfirskriftinni: Ef þú fékkst ekki samþykki – þá ertu nauðgari, og heimsótti meðal annars Bestu útihátíðina til að vekja hátíðar- gesti til umhugsunar um kyn- bundið ofbeldi. Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Thomas Bror- sen Smidt taka þátt í starfi hreyf- ingarinnar sem er allt unnið í sjálfboðavinnu og fjármagnað með styrkjum. Þá verður hreyf- ingin sýnileg um verslunarmanna- helgina þótt hún heimsæki engar útihátíðir í þetta skiptið. „Okkar forgangsatriði er að berjast gegn þeirri hugmynd að fórnarlömb nauðgana geti á ein- hvern hátt sjálfum sér um kennt. Ábyrgð á nauðgunum er alfarið hjá gerandanum en því miður virðist fókusinn í almennri umræðu oft verða á hegðun fórnarlambsins. Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars stað- ar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome, sem er 25 ára gömul og stundar mastersnám í kynjafræði við Háskóla Íslands. Nauðgarar ekki skrímsli NEI-hreyfingin var stofnuð árið 2003 og var lengst eingöngu skip- uð körlum en það var karlahópur Femínistafélagsins sem stofnaði hreyfinguna. Á síðasta ári var áherslunum í starfi hreyfingar- innar hins vegar breytt og nú er hún opin áhugasömum af báðum kynjum. Thomas segir hreyf- inguna reyna að vinna gegn öllum birtingarmyndum kynbundins ofbeldis. Thomas er 26 ára, hann flutti til Íslands frá Danmörku til að fara hér í háskólanám en hann stundar mastersnám í kynjafræði með Finnborgu í Háskóla Íslands. Spurður hvers vegna ekki megi hafa orð á ráðum til kvenna um hvernig minnka megi líkurnar á nauðgun svarar Thomas: „Það er tvíþætt. Í fyrsta lagi má segja að að baki þessu sjónarmiði sé sú hugsun að nauðgarar séu á ein- hvern hátt skrímsli. Þeir bara nauðgi án þess að nokkuð sé hægt að gera í því og menning og and- rúmsloft skipti engu máli. Málið er það að nauðgarar eru sjaldnast einhver ópersónuleg skrímsli,“ segir Thomas og Finnborg bætir við: „Fólk hugsar oft um einhvern skuggalegan mann í húsasundi þegar hugsað er um nauðgara en flestar nauðganir eiga sér stað inni á heimilum og gerendur eru í langflestum tilfellum einhver sem þolandinn þekkir, oft vinur eða fjölskyldumeðlimur. Við teljum því mikilvægara að tala til mögu- legra gerenda og samfélagsins alls um hvernig við getum breytt menningunni til að minnka vand- ann.“ Thomas segir allt eins hægt að segja konum að eignast ekki vini eða fara ekki út á meðal fólks, sé hugsunin að stinga upp á leiðum til að verjast nauðgunum. „Það er mjög stutt í skilaboðin: Ekki sýna þig meðal fólks, ekki klæða þig eins og þú vilt, vertu hrædd. Og með því að setja þá byrði á konur ertu í raun að hefta frelsi þeirra,“ segir Thomas. „Ég las einu sinni um fræði- mann frá Sádí-Arabíu sem er auðvitað ríki þar sem konum er eingöngu leyft að hafa augu sín sjáanleg. Þessi fræðimaður sagði að vildu konur koma í veg fyrir nauðganir ættu þær að hylja annað augað. Hugmyndin var sú að konur gætu daðrar með tveim- ur augum en ekki einu. Þessi hug- mynd er bara ekki í lagi, nauðgun er aldrei fórnarlambinu að kenna,“ segir Thomas. Boðskapnum vel tekið NEI-hreyfingunni var boðið að taka þátt í Bestu útihátíðinni og þáði boðið með þökkum. Finn- borg og Thomas segja viðbrögð- in við boðskap þeirra hafa verið mjög jákvæð meðal hátíðargesta. „Upp til hópa fengum við mjög góð viðbrögð frá bæði gestum og auðvitað skipuleggjendunum sem buðu okkur ásamt Quarashi. Það vildu allir spjalla við okkur sem var voða gaman. Og við lögðum áherslu á þetta sem við erum allt- af að tala um að þú hafir rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi á útihá- tíð. Að gerandinn sé sá eini sem ber ábyrgð á nauðgunum,“ segir Finnborg. Spurð hvort þau lendi ekki í fólki sem sé ósammála þeim svar- ar Thomas: „Nei, mjög sjaldan. Ég held að það hafi kannski eitt- hvað með það að gera að fólk sem er sammála okkur og opið fyrir boðskapnum, vill gjarnan tala við okkur en hinir kannski halda sig til hlés. En á Bestu útihátíðinni stoppuðum við í raun alla og þar sem fólk var ekki að flýta sér neitt þá var það meira en til í að tala við okkur.“ NEI-hreyfingin heimsótti nokkrar útihátíðir sumrin 2007 og 2008 en hyggst halda sig í Reykja- vík um þessa verslunarmanna- helgi. „Okkur finnst að frumkvæð- ið eigi að koma frá mótshaldara. Allt okkar starf byggir á sjálf- boðavinnu og styrkjum. Þótt við glöð vildum væri það einfaldlega of dýrt að fjölmenna á einhverjar útihátíðir. Fjármagn okkar fer í að búa til og skipuleggja herferðir og við teljum því betur varið þannig,“ segir Finnborg og bætir við að í haust sé von á nýrri herferð frá hreyfingunni sem verði beint að grunn- og framhaldsskólanemum. Um síðustu helgi fór hin svo- kallað Drusluganga fram á fjór- um stöðum á landinu en boðskapur hennar er hinn sami og NEI- hreyfingin hefur boðað. Hreyf- ingin tók þátt í göngunni en Tho- mas segir hana umdeilda meðal femínista. „Druslugangan er nokkuð umdeild. Allir femínistar eru auð- vitað sammála boðskapnum, að hegðun og klæðaburður kvenna komi kynferðisofbeldi ekki við. En sumir hér, og einnig erlendis þar sem þetta hefur verið gert, eru efins um nafnið. Að það setji fókusinn á ákveðinn hóp kvenna; ungar, millistéttarkonur. Sumum finnst því að verið sé að gleyma öðrum hópum en konur á öllum aldri og úr öllum stéttum verða fyrir kynferðisofbeldi,“ segir Thomas en bætir við að hann telji áberandi skilaboð eins og druslu- gönguna vera réttu leiðina til að hafa áhrif á þankagang fólks. Menningin hefur áhrif NEI-hreyfingin hefur verið gagn- rýnd fyrir að leggja alla áherslu á kynferðisofbeldi karla gagnvart konum í ljósi þess að konur séu jú líka gerendur í ofbeldismálum. „Málið er það að í rúmlega 90 prósentum nauðgana er karlmað- ur gerandinn. Meðan svo er teljum við fullkomlega réttlætanlegt að tala um þetta sem fyrst og fremst vandamál karla. Þar með erum við ekki að segja að það séu ekki til kvenkyns gerendur og alls ekki að gera lítið úr slíku. En að horfa á þetta sem vandamál sem teng- ist ekki kynjunum, ég tel það bara ekki ganga upp,“ segir Thomas. Spurð af hverju þau haldi að áherslan í opinberri umræðu sé oft á þolandann segir Finnborg: „Við eigum auðvitað pínu bágt með að skilja það. Ég held hins vegar að það hafi eitthvað að gera með það sem hefur verið kall- að nauðgunarmenningin. Það að menningin geri að ákveðnu leyti lítið úr nauðgunum. Það er í raun þetta sem við viljum vekja fólk til umhugsunar um. Getur verið að nauðganir séu aðeins algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðs- lega og óæskilega atburð sem hún er? Er það í lagi að það þyki eðli- legt að karlar horfi á gróft klám, að gert sé grín að nauðgunum og sagðir klámbrandarar á kostnað kvenna?“ Thomas bætir við að það sé auð- vitað ekki orsakasamband þarna á milli en að menningin hafi samt sem áður áhrif. Hann segir nauðg- anir og kynbundið ofbeldi mikið vandamál á Íslandi en einhverra hluta vegna sé það of sjaldan tekið jafn alvarlega og ætti að gera. „Jafnvel þótt eingöngu sé litið á tölfræði lögreglunnar eru töl- urnar í raun sláandi. Tölur Stíga- móta eru svo aftur mun hærri sem bendir til þess að þetta sé verulega stórt vandamál,“ segir Thomas og Finnborg bætir við: „Nýverið kom út skýrsla um kynbundið ofbeldi á vegum félagsmálaráðuneytisins. Þar voru birtar niðurstöður rann- sóknar sem gerð var haustið 2008. Þar kemur í ljós að um 24 pró- sent kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar kynbundnu ofbeldi; nauðgun, kynferðislegri áreitni og svo framvegis. Þá hafa 13 prósent orðið fyrir nauðgun eða þá nauðgunartilraun. Það er auð- vitað bara rosalegt.“ Að lokum segir Finnborg að svo virðist sem lögregla og réttar- kerfið beini áherslunni því miður of oft að þolendunum. Þá sé ein- kennilegt að skipuleggjendum útihátíða finnist bara í lagi að það eigi sér stað fjöldi nauðgana á sömu hátíðunum ár eftir ár og komi svo í fjölmiðla og segi að allt hafi gengið vel. „Við áttum okkur samt á því að við komum boðskapnum ekki bara fyrir í hausnum á fólki. Við getum hins vegar vonandi vakið fólk til umhugsunar og fengið það til að hugsa öðruvísi um kynferðis- ofbeldi. Takist okkur það höfum við náð árangri.“ Vekjum fólk vonandi til umhugsunar NEI-hreyfingin gegn kynbundnu ofbeldi hefur verið áberandi í sumar. Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Thomas Brorsen Smidt starfa í hreyfingunni en þau hafa áhyggjur af því hve oft þolendur kynferðisbrota eru gerðir ábyrgir fyrir brotunum í opinberri umræðu. Magnús Þorlákur Lúðvíksson tók þau tali. ÚTBREIÐA BOÐSKAPINN NEI-hreyfingin verður sýnileg í Reykjavík um verslunarmannahelgina og mun reyna að koma boðskap sínum áleiðis á Reykjavíkurflugvelli og víðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Nú fyrir verslunarmannahelg- ina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi.“ FINNBORG SALOME STEINÞÓRSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.