Fréttablaðið - 29.07.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.07.2011, Blaðsíða 14
29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR14 timamot@frettabladid.is Hópur íslenskra framhaldsskólanema tók þátt í Ólympíu- keppninni í stærðfræði, IMO, sem haldin var í Amster- dam í Hollandi dagana 16. til 24. júlí. Alls tók 101 þjóð þátt og hlutu þrír íslensku keppendanna heiðursviður- kenningu fyrir fullt hús stiga í dæmi. Áslaug Haralds- dóttir var stigahæst þeirra. „Þetta er auðvitað mjög fínt. Ég gat tvö dæmi af sex sem voru lögð fyrir þátttakendur á tveimur dögum og það þykir nokkuð góður árangur fyrir Íslending,“ segir Áslaug, sem hlaut jafnframt flest stig sem íslensk stúlka hefur fengið í keppninni. „Ég toppaði þannig eigin árang- ur frá því á síðasta ári.“ Aðeins einu stigi munaði hins vegar að Áslaug fengi bronsverðlaun. Henni finnst „hundfúlt“ að hafa séð á eftir þeim. „Sérstaklega eftir á, þegar ég fattaði að mér yfir- sást frekar augljóst atriði sem hefði gefið heil sex stig.“ Hún viðurkennir hins vegar fúslega að viðureignin hafi verið erfið enda standist fæstir Asíuþjóðum snúning í raunvísindum. „Það er til dæmis varla hægt að keppa við Kínverjana sem hafa verið í einhverjum æfingabúðum frá fimm ára aldri eða Bandaríkjamenn sem eru ótrúlega góðir,“ bendir hún á en getur þess að í ár hafi þýsk stelpa þó borið sigur úr býtum. „Sem sýnir að það er nú alveg hægt.“ Telurðu að Íslendingar gætu bætt árangurinn með annarri nálgun í stærðfræðikennslu? „Nei, það held ég nú ekki enda er þetta öðruvísi stærðfræði en kennd er í skólum. Gengur meira út á þrautir en venjuleg reiknings- dæmi,“ útskýrir Áslaug sem hefur verið í æfingabúðum frá því í júníbyrjun. „Við þjálfuðum stíft undir leiðsögn margra góðra kennara úr HÍ og HR.“ Íslenska liðið skipuðu nemendur úr þremur framhalds- skólum: Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Hamrahlíð og Verzlunarskóla Íslands og var Áslaug eini fulltrúi hans. „Ég er reyndar fyrsti Verzlingurinn sem hefur tekið þátt,“ segir hún og þvertekur fyrir að nokkur skólarígur hafi verið milli félaganna þegar blaða- maður spyr. „Nei, það var þá bara frekar í einhverju gríni,“ segir hún létt í bragði. Áslaug útskrifaðist af eðlisfræðibraut við Verzlunar- skólann í vor og varð þá dúx, með 9,4 í meðaleinkunn. Hvert skyldi leiðin liggja eftir það? „Ég ætla í biblíuskóla í Fjellheim í Noregi, er kristin og langar að kynna mér betur trúna,“ segir hún. Áslaug segir síðan koma til greina að leggja frekari stund á stærðfræði. „Hún liggur vel fyrir mér enda á ég almennt frekar auðvelt með að læra. Það er nú ekki eins og allur tíminn fari í nám. Ég á sko alveg vini!“ roald@frettabladid.is ÁSLAUG HARALDSDÓTTIR: STIGAHÆST ÍSLENDINGA Í STÆRÐFRÆÐIKEPPNI TOPPAÐI EIGIN ÁRANGUR DUGNAÐARFORKUR Áslaug Haraldsdóttir tók nýverið þátt í Ólympíu- keppni í stærðfræði. Auk hennar skipuðu liðið: Ásgeir Valfells, Benedikt Blöndal, Haukur Óskar Þorgeirsson, Hólmfríður Hannesdóttir og Sigurður Kári Árnason. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG BENITO AMILCARE ANDREA MUSSOLINI (1883-1945) stjórnmálamaður og einræðisherra fæddist þennan dag. „Við verðum að vera svo sterkir að við getum horfst beint í augu við hvaða aðstæður sem vera skal. Allt líf þjóðarinnar verður og mun verða að aðlaga sig þessu æðsta sjónarmiði.“ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Róbert Dan Jensson frv. forstöðumaður Sjómælinga Íslands, andaðist á Sólvangi miðvikudaginn 27. júlí. Kristbjörg Stefánsdóttir Björg Dan Róbertsdóttir Oddur Kristján Finnbjarnarson Sigrún Dan Róbertsdóttir Árni Dan Einarsson Andri Dan Róbertsson Sigrún Eva Ármannsdóttir Edda Dan Róbertsdóttir Kristján Jónas Svavarsson barnabörn og barnabarnabarn Okkar ástkæri, Ólafur Donald Helgason lést mánudaginn 25. júlí 2011. Jarðarförin fer fram miðvikudaginn 3. ágúst í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á SÁÁ. Hulda Ólafsdóttir Svanhildur Tinna Ólafsdóttir Dagmar Ólafsdóttir Ólafur Helgi Ólafsson Hafsteinn Óskarsson Kristín Þorsteinsdóttir og aðrir aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Óskarsdóttir Furugrund 60, Kópavogi, lést á Landakotsspítala sunnudaginn 24. júlí. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Óskar Jónsson Hallfríður Eysteinsdóttir Bjarni Dagur Jónsson Sólveig Magnúsdóttir Dagur Jónsson Valdís Þórðardóttir Rúnar Jónsson Elsa Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Ástþórs Sveins Markússonar Aðallandi 3, Reykjavík. Halldóra Gísladóttir Ólafur Svavar Ástþórsson Ásta Guðmundsdóttir Anna Guðlaug Ástþórsdóttir Hallgrímur G. Magnússon Ásta Ástþórsdóttir Gunnar Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Íris Sigurbjörg Sigurðardóttir Sólhlíð 19, Vestmannaeyjum, lést þriðjudaginn 26. júlí á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Hafsteinn Ágústsson Aðalheiður Hafsteinsdóttir Sigurður Ingi Ólafsson Ágústa Hafsteinsdóttir Ástþór Jónsson Lára Hafsteinsdóttir Einar Birgisson Örn Hafsteinsson Sólveig Jónsdóttir Árni Hafsteinsson Sara Hafsteinsdóttir Þórólfur Guðnason Svava Hafsteinsdóttir Ólafur H. Sigurjónsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, bróðir, mágur, afi og langafi, Ragnar Elinórsson Skarðshlíð 28 f, Akureyri, andaðist laugardaginn 16. júlí á Dvalarheimilinu Hlíð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og stuðning. Erla Ívarsdóttir Hanna Björk Ragnarsdóttir Páll Sigurvinsson Ólafur Páll Ragnarsson Anna Sigríður Ragnarsdóttir Pétur Ingi Ragnarsson Elín Þuríður Samúelsdóttir Hjördís Elinórsdóttir Hörður Magnússon barnabörn og langafabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Katrín Björgvinsdóttir Þórsgötu 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum 23. júlí. Útför hennar fer fram í kyrrþey. Jóhann Rúnar Sigurðsson Aðalbjörg Jónsdóttir Björgvin Sigurðsson Ólafía Ragnarsdóttir Vignir Sigurðsson Eyrún Valsdóttir Svavar Sigurðsson Silvia Hromadko barnabörn og barnabarnabarn Merkisatburðir 1040 Stiklastaðaorrusta í Noregi. Ólafur digri veginn. Eftir dauða sinn er hann nefndur Ólafur helgi. 1247 Hákon gamli er hylltur sem konungur Noregs bæði af böglum og birkibeinum. 1693 Níu ára stríðið: Englendingar og Hollendingar bíða ósigur fyrir Frökkum í orrustunni við Landen. 1858 Japanar undirrita Harris-samkomulagið sem kveður á um vinskap og viðskipti við Bandaríkjamenn. 1900 Úmbertó 1. konungur Ítalíu er myrtur af stjórnleysingj- anum Gaetano Bresci. Viktor Emmanúel 3. tekur við völdum. 1907 Friðrik 8. Danakonungur kemur í heimsókn til Íslands. Konungur ferðast víða um landið. 1934 Ríkisstjórn Hermanns Jónassonar tekur við völd- um. Fjármálaráðherra er Eysteinn Jónsson og er hann yngstur allra sem gegnt höfðu ráðherraembætti, 27 ára. 1957 Alþjóða kjarnorkumálastofnunin er stofnuð af Samein- uðu þjóðunum. 1977 Þýskur bankaræningi, sem er eftirlýstur erlendis, er handtekinn í Reykjavík með 277 þúsund mörk. 1981 Karl Bretaprins og lafði Díana Spencer ganga í það heil- aga. Athöfnin er sýnd í beinni útsendingu um allan heim. 1996 Windows NT 4.0 kemur út.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.