Fréttablaðið - 29.07.2011, Síða 38
29. júlí 2011 FÖSTUDAGUR26
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Ég hlakka mikið til að takast á við þetta nýja verk-
efni,“ segir Erla Hlynsdóttir blaðamaður, en hún
tekur við af fréttamanninum Heimi Má Péturssyni
á fréttastofu Stöðvar 2.
Erla hefur mikla reynslu í fjölmiðlun en hún
hefur unnið á Mannlífi, DV, Vísi og Bylgjunni. „Það
má segja að ég sé búin að prófa allar hliðar fjöl-
miðlunar. Prentmiðla, netið, útvarp og nú sjónvarp.“
Erla er ekkert stressuð fyrir frumraun sína á
skjánum en hún tekur við starfinu á næstunni.
Henni finnst fyndið hversu mikill stjörnuljómi virð-
ist fylgja sjónvarpsstarfinu. Sjálf ætlar hún ekki
að ráðast í neinar útlitsbreytingar né byrja að æfa
sig fyrir framan spegilinn. „Nei nei, ég tek þessu
öllu með ró og var einmitt að hugsa um það um dag-
inn þegar ég uppgötvaði að fólkinu í kringum mig
fannst þetta merkilegri tíðindi en ef ég hefði byrjað
að skrifa á blaði,“ segir Erla, sem gerir sér þó grein
fyrir því að starfshættirnir eru öðruvísi í sjón-
varpi.
„Ég er glöð yfir að geta farið út úr húsi og hitt
fólk. Tekið viðtöl á vettvangi í stað þess að vera
fyrir framan tölvuna og í símanum allan daginn,“
segir Erla að lokum. - áp
Full tilhlökkunar á skjáinn
TIL LIÐS VIÐ STÖÐ 2 Erla Hlynsdóttir tekur við af fréttamanninum
Heimi Má á fréttastofu Stöðvar 2. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Þetta hefur verið draumur hjá
mér frá því ég byrjaði að læra
förðun“ segir Eygló Ólöf Birgis-
dóttir sem nýverið opnaði förðun-
arskólann Mood Make Up School
ásamt Magneu Elínardóttur og
Díönu Björk Eyþórsdóttur.
„Þegar ég sagði Magneu frá
þessum draumi mínum kom í ljós
að hún gekk með sama draum í
maganum. Við ákváðum að sam-
eina krafta okkar og höfum verið
að undirbúa opnun undanfarið
ár.“
Eygló hefur unnið í faginu
frá því að hún útskrifaðist árið
2006, meðal annars við kennslu,
sem verslunarstjóri hjá MAC og
er sminka hjá Ríkissjónvarpinu.
Einnig hefur hún gert fjöldann
allan af auglýsingum og tísku-
þáttum. Magnea hefur svipaða
ferilskrá en þær tvær sjá um alla
kennslu í skólanum. Díana Björk
sér svo um allan rekstur en hún
er menntaður förðunar- og við-
skiptafræðingur.
Frá því að stöllurnar opnuðu
vefsíðu skólans moodschool.
is fyrir stuttu hefur áhuginn
verið mikill og þó nokkrir búnir
að skrá sig á námskeið í haust.
Kennt verður á snyrtivörur frá
MAC og fá nemendur vörupakka
þaðan.
„Við ætlum að einbeita okkur
að því að kenna nemendum okkar
að vinna við fagið og leggjum
áherslu á tísku, ljósmyndir og
sjónvarp,“ segir Eygló en einnig
verðu kennt á „airbrush” og förð-
un fyrir háskerpulinsu.
„Við Magnea erum á kafi í
þessu og vinnum við förðun á
hverjum degi. Þess vegna finnst
okkur gaman að geta miðlað ein-
hverju áfram til nemenda. Við
höfum allar mikinn metnað og
ástríðu fyrir faginu sem á eftir
að endurspeglast í skólanum
og kennslunni,“ segir Eygló en
fyrsta námskeiðið hefst í byrjun
september og eru bæði kvöld- og
morgunnámskeið í boði. - áp
Láta drauminn rætast og opna förðunarskóla
SAMEINA KRAFTA SÍNA Þær Eygló Ólöf
Birgisdóttir, Díana Björk Eyþórsdóttir og
Magnea Elínardóttir eru að opna nýjan
förðunarskóla sem nefnist Mood.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ísland er mjög frábrugðið Hol-
landi. Það er áskorun að koma
hingað,“ segir sjónvarpsframleið-
andinn Barbara frá Hollandi. Hún
verður stödd hér á landi fram á
miðvikudag við upptökur á sjón-
varpsþættinum Holland´s Next
Top Model ásamt hópi Hollend-
inga.
Um er að ræða hollenska útgáfu
af hinum vinsæla bandaríska
þætti, America´s Next Top Model,
sem ofurfyrirsætan Tyra Banks
stjórnar. Sjö fyrirsætur eru eftir
í hollenska þættinum en upphaf-
lega sóttu um sex þúsund stúlkur
til að fá að taka þátt. Stjórnandi er
fyrirsætan fyrrverandi, Daphne
Deckers. Hún lék í James Bond-
myndinni Tomorrow Never Dies
sem kom út 1997.
„Við erum vön því að fara á hlýja
og sólríka staði og höfum meðal
annars farið til Suður-Afríku og
Mexíkó. Hugmyndin um að heim-
sækja Ísland kom upp nokkrum
sinnum og á endanum ákváðum
við að skella okkur hingað,“ segir
Barbara en núna er verið að taka
upp sjöttu þáttaröðina. „Við vorum
mjög forvitin að sjá landslagið og
íslensku náttúruna.“
Stúlkurnar hafa í nógu að snú-
ast meðan á dvöl þeirra stendur.
Í gærmorgun fóru þær í köfun,
þar sem Deckers var með í för, og
einnig heimsækja þær nettímarit-
ið Nude Magazine, tískufyrirtæk-
ið Spaksmannsspjarir og Andreu
Brabin hjá Eskimo Models. Ljós-
myndarinn Baldur Kristjáns-
son ætlar að mynda þær, eins og
Monitor greindi frá í fyrradag. Á
sunnudaginn verður svo tískusýn-
ing á Ingólfstorgi milli kl. 15 og 18.
Þar sýna stúlkurnar föt frá tísku-
hönnuðinum Steinunni Sigurðar-
dóttur. „Við erum mjög stoltar að
fá að vera í fötum frá henni,“ segir
Barbara.
Tvö ár eru liðin síðan þátttak-
endur í fimmtu þáttaröð af Brit-
ain´s Next Top Model komu hingað
til lands. Þá hittu þær einnig And-
reu Brabin, sátu fyrir í Bláa lón-
inu og borðuðu þorramat í Fjöru-
kránni í Hafnarfirði. Þá var hin
íslenska Huggy Ragnarsson í dóm-
nefndinni og sá hún einnig um að
mynda stúlkurnar. freyr@frettabladid.is
FRAMLEIÐANDINN BARBARA: VIÐ ERUM VÖN ÞVÍ AÐ FARA Á HLÝJA OG SÓLRÍKA STAÐI
HOLLENSKAR FYRIRSÆTUR MEÐ
TÍSKUSÝNINGU Á INGÓLFSTORGI
Á ÍSLANDI Daphne Deckers er stödd hér á landi vegna þáttarins Holland´s Next
Top Model. NORDICPHOTOS/GETTYHOLLENSKIR ÞÁTTTAKENDUR Sjö þátttakendur eru eftir í Holland´s Next Top Model.
„Það er Rocket Man eins og
William Shatner flytur það. Það
er tímamótaverk.“
Vilhelm Anton Jónsson, Naglbítur og fjöl-
miðlamaður.
Kvikmyndin Contraband, í leik-
stjórn Baltasars Kormáks,
verður frumsýnd á næsta ári.
Kvikmyndaeftirlit Bandaríkjanna
hefur þegar tekið myndina
til skoðunar og gefið henni
stimpilinn R, en það þýðir að
myndin er ekki ætluð fólki undir
17 ára aldri. Þetta þykir rétt metið
hjá eftirlitinu sem kallar ekki allt
ömmu sína og ræður oft úrslitum
um aðsókn með ákvörðunum
sínum. Spennandi verður að sjá
útkomuna, en eins og fram hefur
komið í Frétta-
blaðinu fara
Mark Wahlberg,
Kate Beckinsale
og Giovanni
Ribisi með
hlutverk í þessari
endurgerð
íslensku
hasar-
myndar-
innar
Reykja-
vík
Rotter-
dam.
Íslensku sumarþættirnir á RÚV
virðast falla vel í kramið hjá sjón-
varpsáhorfendum. Gulli byggir,
Andri á flandri og Popppunktur
eru allir í röð inni á topp tíu lista
yfir vinsælustu þætti RÚV og ekki
nóg með það, þá eru þeir nánast
allir með jafn mikið áhorf: Rúm-
lega 23 prósent. Kynjahlutfallið
er þó frekar skakkt þar sem karl-
menn stýra öllum
þáttunum, en
RÚV hlýtur að
laga það fyrir
næsta sumar.
- afb
FRÉTTIR AF FÓLKI
krakkar@frettabladid.is
Krakkasíðan er
í helgarblaði Fréttablaðsins
Helgi Jónsson
skrifar hinar
frægu gæsahúðar-
bækur, en er
samt hræddur við
ýmislegt sjálfur.
Hryllingssögur sem geta
ekki gerst í veruleikanum