Fréttablaðið - 05.08.2011, Side 17

Fréttablaðið - 05.08.2011, Side 17
FÖSTUDAGUR 5. ágúst 2011 17 AF NETINU VITA er lífið Alicante VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is Kynntu þér ferðamöguleikana og skráðu þig í netklúbbinn á VITA.is Flugsæti, 10. ágúst Verð frá 29.900 kr. Innifalið: Flug til Alicante og flugvallarskattar. Vikulegt flug út október 2011. ÍS L E N S K A /S IA .I S V IT 5 58 63 0 8/ 11 Lýðræðið ógn við lýðræðið? Nái tillögur stjórnlagaráðs um kosningakerfi fram að ganga mun kjósandi á kjördag standa frammi fyrir kjörseðli sem er svipaður þeim sem not- ast er við nú, að öðru leyti en því að fyrir neðan listann með frambjóðendum hvers flokks í kjördæminu verður annar listi, svokallaður landslisti, þar sem verður að finna frambjóðendur flokksins á landsvísu. Þannig munu allir landsmenn geta lýst skoðun sinni á helstu leiðtogum flokkanna og kosið frambjóð- endur sem búsettir eru utan þeirra kjördæmis, bjóði þeir sig fram á landslista. Einfalt eða einfaldlega flókið? Næstum því öll kosningakerfi eru sögð vera flókin. Í dag not- ast Íslendingar við endurtekn- ar D‘Hondt-reglur til að reikna út þingstyrk, gráðugan algó- riþma til að reikna út jöfnunar- þingsæti og einhvers konar Borda-aðferð til að reikna út hver eigi að sitja á þingi. Samanborið við þetta er það kosningakerfi sem stjórnlaga- ráð leggur til talsvert einfald- ara. Jöfnunarsætahringekjan er úr sögunni. Reglurnar um uppgjör „breyttra kjörseðla” eru mun einfaldari. Kjósendur sem vilja hafa áhrif á hvaða frambjóðendur veljast til þing- setu krossa við nöfn í stað þess að fara í einhvern númeringar- og útstrikunarleik. Eftir sem áður munu kjósendur geta mætt í kjörklefann og merkt við einn lista og líklegt er að flestir kjósendur nýti sér þann kost, til að byrja með. Stjórnmálaflokkar veiktir? Eitt helsta einkenni tillagna stjórnlagaráðs er að kjósendur munu ráða öllu um hvaða fram- bjóðendur flokkanna ná kjöri. Þetta er töluverð breyting frá því sem nú er þar sem listar flokkanna eru raðaðir fyrir- fram. Stuðningsmenn persónu- kjörs vonast gjarnan til að með því verði auðveldara að losa sig við vonlausa þingmenn auk þess sem flokksræðið muni minnka. Andstæðingarnir benda á móti á að flokksagi sé ekki af hinu vonda, heldur auki stjórnarfestu, persónukjör geti leitt til sundrungar innan flokka og haft neikvæð áhrif á kjörsókn. Í stuttu máli virðist sem jafnt stuðningsmenn sem andstæðingar persónukjörs ofmeti áhrif þess á gangverk stjórnmálanna. Samkvæmt rannsókn Lauri Karvonen frá 2004 virðist ekki sem persónu- kjör hafi marktæk áhrif á póli- tískan stöðugleika, endurnýjun meðal þingmanna, flokksaga, fylgissveiflur eða kosningaþátt- töku. Endurnýjun meðal þing- manna er t.d. meiri á Íslandi en í Finnlandi, sem býr við fullt persónukjör. Flokksagi á Írlandi, þar sem kjósendur geta valið frambjóð- endur þvert á flokka, er mjög mikill. Hér ber auðvitað að hafa í huga að lönd eru ólík, kosn- ingar tiltölulega sjaldgæfar og því ekki oft sem unnt er að álykta hluti með tölfræðilegri vissu. Hins vegar verður ekki séð að sú fullyrðing að það að kjósendur en ekki flokkar ráði uppröðun framboðslista sé sér- stök ógn við lýðræðið eigi við sérstök rök að styðjast. Mörg nágrannalanda okkar búa við slíka tilhögun. Að auki má nefna að að flestir stærstu stjórnmálaflokkar landsins velja framboðslista sína í próf- kjörum, sem eru ákveðin útgáfa persónukjörs. Hafi persónukjör innan flokka slæm áhrif á lýð- ræðið, þá eru þau slæmu áhrif í það minnsta löngu komin fram. Sveiflur minnka? Í tillögum stjórnlagaráðs er opnað á þann möguleika að kjósendur geti valið frambjóð- endur af listum fleiri en eins flokks. Á það hefur verið bent að slíkt fyrirkomulag geti dreg- ið úr sveiflum milli stjórnmála- flokka. Hér er um ágæta ábend- ingu að ræða, til dæmis virðist sem sveiflur í Sviss, þar sem slíkar hlaðborðskosningar eru notaðar séu vissulega tiltölulega litlar. Hér er þó rétt að hafa í huga að rannsóknir í þessum efnum virðast torfundnar. Í ljósi alls þessa ákvað stjórn- lagaráð að rétt væri að fela þinginu úrslitavald um hvort kosningar þvert á lista væru leyfðar, þó svo að meirihluti ráðsmanna hafi haft þá skoðun að svo ætti að vera. Meginmarkmið stjórnlaga- ráðs í kosningamálum voru að jafna vægi atkvæða og að auka val kjósenda um það hverjir sætu á þingi. Um leið var reynt að tryggja að öll svæði og bæði kyn ættu sér fulltrúa meðal þingmanna. Kosninga- tillögur stjórnlagaráðs endur- spegla þessar áherslur. Hefði stjórnlagaráð viljað ýkja upp fylgissveiflur og stuðla að eins flokks ríkisstjórnum þá hefði ráðið lagt til aðra leið. Landinu hefði þá verið skipt upp í 63 einmenningskjördæmi að breskri og bandarískri fyrir- mynd. Sú leið var ekki farin. Pawel Bartoszek stærðfræðingur Í DAG Um leið var reynt að tryggja að öll svæði og bæði kyn ættu sér fulltrúa meðal þingmanna. Kosningatillögur stjórnlagaráðs endurspegla þessar áherslur. Árni Páll að átta sig! Árni Páll er að átta sig á raunverulegu viðfangsefni ríkistjórnarinnar þegar hann segir: „Við þurfum að hugsa upp á nýtt hvert umfang ríkis- rekstrar á að vera og skilgreina þrengra þau grund- vallarverkefni sem við viljum að ríkið sinni.” Það er verst að hann virðist sá eini í ríkisstjórninni sem fattar þetta. Þá er einnig algjörlega rétt hjá Árna Páli þegar hann segir: „Okkar bíður að sanna að við ráðum við það verk- efni sem mörg önnur ríki eru nú að heykjast á – að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífs, laga útgjöld að tekjum og takast á við sérhagsmuni og kyrrstöðuöfl í hverri grein. Er það á okkar færi?” Þetta er málið! Því miður bendir allt til þess að það sé ekki á færi núverandi ríkisstjórnar að ráða við verkefnið. Það sem verra er að það bendir heldur ekkert til þess að stjórnarandstaðan ráði við verkefnið. blog.eyjan.is/hallurm Hallur Magnússon Nýlegur úrskurður Persónu-verndar um nafnabirtingu umsækjenda í sumarstarf hjá RÚV sýnir enn og aftur þær villigötur sem nafnabirtingar í opinberum ráðningum leiða opinber fyrir- tæki á. Umsækjandi um starfið vildi ekki að nafn hans yrði birt, enda starfandi hjá samkeppnis- aðila RÚV. Persónuvernd úrskurð- aði engu að síður að birting nafns, heimilisfangs og starfsheitis umsækjanda væri í samræmi við lög. Umsækjandinn stendur því líkt og margir aðrir, sem íhuga að sækja um störf hjá hinu opinbera, frammi fyrir tveimur kostum. Að sækja um og eiga á hættu að umsóknin geti haft neikvæð áhrif á framgang hans í núverandi starfi þegar og ef af umsókninni fréttist, eða sleppa því hreinlega að sækja um starfið. Báðir kostirnir eru slæmir fyrir umsækjandann. Ann- aðhvort þarf hann að leggja fram- gang sinn í núverandi starfi að veði eða fórna þeim starfstækifær- um sem í boði eru hjá opinberum fyrirtækjum. Því miður er það svo að fjöldi hæfra umsækjenda um opinber störf velur þann kost að draga umsóknina til baka frekar en að eiga á hættu að fá nafn sitt til umfjöllunar í fjölmiðlum, á ættar- mótum og annars staðar þar sem fólk kemur saman. Reynsla okkar hjá Capacent sýnir að um 15-20% umsækjenda um opinber störf draga umsókn sína til baka þegar kemur að opinberri nafnabirtingu. Þessu til viðbótar eru svo þeir sem leggja ekki inn umsókn vegna reglna um nafnabirtingar. Stærð þess hóps er óþekkt en vafalaust er þar um nokkurn fjölda að ræða. Þetta þýðir að í landinu eru að myndast tveir hópar; þeir sem geta sótt um opinberar stöður og þeir sem geta það ekki. Þetta hefur annars vegar í för með sér að opin- ber fyrirtæki missa af hæfum umsækjendum og hins vegar að til- teknum hópi einstaklinga er haldið utan opinberra starfa. Að baki nafnabirtingu ligg- ur m.a. sú hugmyndafræði að almenningur geti séð hverjir sækja um starf og þannig dragi úr þeim tilvikum þar sem því er hald- ið fram að hæfasti einstaklingur- inn hafi verið ráðinn, án þess að almenningur viti hverjir voru til samanburðar. Gagnsæi er mikilvægt en það má ekki leiða til mismununar – nafnabirting umsækjenda býður upp á mismunun. Sumir geta sótt um, aðrir ekki. Ekki er við Persónuvernd að sakast í þessu máli, enda hlutverk hennar að túlka og framfylgja fyrirliggjandi lögum og reglugerð- um um nafnabirtingar. Þeim verð- ur að breyta þannig að allir hafi tök á að sækja um opinber störf án þess eiga á hættu að fórna núver- andi starfi. Markmiði laganna þarf að ná fram með öðrum hætti. Nafnabirting mismunar umsækjendum Starfsumsóknir Gunnar Haugen framkvæmdastjóri Capacent Ráðninga Gagnsæi er mikilvægt en það má ekki leiða til mismununar – nafnabirting umsækjenda býður upp á mismunun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.