Fréttablaðið - 05.08.2011, Side 42
5. ágúst 2011 FÖSTUDAGUR30
sport@frettabladid.is
GRINDAVÍK hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni í Iceland Express-deild kvenna og Lengjubikarkeppni kvenna. Í
stað þess hefur liðið verið skráð til þátttöku í 1. deildinni. Fjölnir, sem féll úr úrvalsdeildinni í vor, tekur sæti Grindavíkur í
deildinni og verða því átta lið í henni sem fyrr. Grindvíkingar stefna á að byggja upp nýtt lið á næstu árum.
HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn
Logi Geirsson hefur ákveðið
að leggja skóna á hilluna vegna
þrálátra axlarmeiðsla. Þetta
tilkynnti hann í gær.
„Síðastliðin tvö ár hef ég verið
að glíma við meiðsli í hægri öxl
sem hafa gert mér erfitt fyrir að
spila handbolta af fyrri krafti,
þá íþrótt sem ég hef elskað frá
barnsaldri,“ skrifaði Logi, sem
segir að ferill sinn hafi farið
fram úr hans björtustu vonum.
Tvívegis varð hann EHF-bikar-
meistari með Lemgo auk þess
sem hann vann tvívegis til verð-
launa á stórmótum með íslenska
landsliðinu.
Nú síðast varð hann Íslands-
meistari með FH en Logi er
einungis 28 ára gamall. - esá
Logi Geirsson hættur:
Hættur vegna
meiðslanna
LOGI Hér í leik með FH á síðasta
keppnistímabili. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Pepsi-deild kvenna
Stjarnan - Valur 2-1
0-1 Laufey Ólafsdóttir (23.), Ásgerður Baldurs-
dóttir, víti (67.), 2-1 Helga Franklínsdóttir (90.+1)
ÍBV - Breiðablik 2-2
0-1 sjálfsmark (38.), 1-1 Danka Podovac (50.),
1-2 Petra Rut Ingvadóttir (65.), 2-2 Danka
Podovac, víti, (84.)
Fylkir - Þór/KA 3-1
1-0 Heiða Dröfn Antonsdóttir (10.), 1-1 Manya
Makoski (25.), 2-1 Fjolla Shala (30.), 3-1 Fjolla
Shala (35.)
Grindavík - Afturelding 2-1
1-0 Shanika Gordon (25.), 1-1 Sjálfsmark (26.),
2-1 Shanika Gordon (87.)
KR - Þróttur 3-0
(1-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (7.), 2-0 Keli M
Mclaughlin (24.), 3-0 Sigrún Inga Ólafsdóttir (57.)
Upplýsingar að hluta frá Fótbolti.net
STAÐAN
Stjarnan 12 11 0 1 35-10 33
Valur 12 9 1 2 34-10 28
Þór/KA 12 7 1 4 24-24 22
ÍBV 12 6 3 3 21-9 21
Fylkir 12 6 1 5 18-21 19
Breiðablik 12 5 2 5 21-22 17
Afturelding 12 3 2 7 13- 26 11
KR 12 2 4 6 12-17 10
Þróttur R. 12 1 3 8 13-28 6
Grindavík 12 1 1 10 10-33 4
1. deild karla
Selfoss - Leiknir 1-0
1-0 Ibrahima Ndiaye (63.)
ÚRSLIT
HANDBOLTI Íslenski landsliðs-
maðurinn Ingimundur Ingimund-
arson gekk í gær til liðs við Fram.
Ingimundur skrifaði undir eins
árs samning en hann mun einnig
koma að þjálfun hjá yngri flokkum
félagsins.
„Framararnir höfðu samband
við mig og ég ákvað að setjast
niður með þeim um helgina. Síðan
gerðist þetta fljótt og ég er mjög
ánægður með þetta,“ sagði Breið-
hyltingurinn.
Ingimundur hefur leikið erlend-
is frá árinu 2005 og komið víða
við. Hann hefur leikið í Sviss,
Danmörku, Noregi og Þýskalandi.
Hann var síðast á mála hjá AaB í
Álaborg.
„Í byrjun var stefnan að vera
áfram úti. Ég gerði ákveðnar kröf-
ur þarna úti en var ekki að detta í
neitt nógu spennandi. Mér fannst
fín tímasetning að koma heim.
Ég er mjög ánægður með að vera
búinn að ljúka þessu.“
Ingimundur hefur verið
sterklega orðaður við l ið
Akureyrar í sumar og gerðu
norðanmenn sér góðar vonir um
að fá Ingimund.
„Ég sé enga ástæðu til þess að
ræða það eitthvað. Ég var vissu-
lega búinn að ræða við þá en er
búinn að ganga frá eins árs samn-
ingi við Fram núna. Hef ekkert
meira um það að segja,“ sagði
Ingimundur.
Ásamt því að spila fyrir meist-
araflokk félagsins mun Ingimund-
ur þjálfa 3. flokk karla. Þá verður
hann öðrum þjálfurum félagsins
innan handar varðandi varnarleik.
Ingimundur hefur leikið 94
landsleiki fyrir Ísland og verið
lykilmaður í varnarleik liðsins
undanfarin ár. Landslið Íslands
hefur nær eingöngu verið byggt
upp af atvinnumönnum erlendis
undanfarin ár. Ingimundur hefur
ekki áhyggjur af sæti sínu í lands-
liðinu.
„Í rauninni ekki. Það er undir
sjálfum mér komið að halda mér
í góðu formi. Æfingakúltúrinn á
Íslandi er mjög góður og betri en
á mörgum stöðum erlendis. Það
verður að koma í ljós hvort ég
verð áfram í landsliðinu eða ekki.
Stefnan er að sjálfsögðu að halda
mér þar inni,“ segir Ingimundur,
sem var í silfurliðinu í Peking
2008.
Hann segir eina af ástæðunum
fyrir því að hann valdi Fram að
þar fái hann tækifæri til þess að
æfa og halda sér í toppstandi.
Ingimundur spilaði vinstri
skyttu á sínum tíma en hefur und-
anfarin ár fyrst og fremst getið
sér gott orð fyrir góðan varnar-
leik. Hann segist ekki vita hvaða
hlutverk hann muni spila í sóknar-
leiknum með Fram.
„Það verður að koma í ljós. Ég er
búinn að standa á teig í þrjú ár og
spila vörn og hef þannig séð varla
fengið að kasta bolta á æfingu.
Ég hef engar áhyggjur af þessu.
Þetta kemur með tímanum,“ sagði
Ingimundur, sem segir sleggjuna
enn vera til staðar. „Já, já, hún er
kannski smá ryðguð en það þarf
bara að smyrja hana.“ - ktd
Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson hefur skrifað undir eins árs samning við Fram:
Þarf bara að smyrja ryðgaða sleggjuna
FLOTTUR Í BLÁU OG HVÍTU Ingimundur
kann vel við sig í bláu og hvítu. Upp-
eldisfélag hans, ÍR, spilar í sömu litum
og sömuleiðis íslenska landsliðið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
FÓTBOLTI KR er úr leik í Evrópu-
deild UEFA eftir að hafa tapað
fyrir Dinamo Tbilisi frá Georgíu,
6-1 samanlagt, í þriðju umferð
forkeppninnar. Liðin mættust
ytra í gær og unnu Georgíumenn
2-0 sigur.
Eftir 4-1 tap í fyrri viðureign-
inni var ljóst að möguleikar KR
yrðu ekki miklir og ákvað Rúnar
Kristinsson, þjálfari KR, að
gefa leikmönnum tækifæri í gær
sem lítið hafa spilað með liðinu í
sumar.
Alberto Yague og Giorgi Kak-
helishvili skoruðu mörk Dinamo
í upphafi síðari hálfleiks og Jam-
bul Jigauri fékk að líta rauða
spjaldið undir lok leiksins. - esá
Evrópudeild UEFA:
KR tapaði
í Georgíu
FÓTBOLTI Stjarnan er komin með
aðra höndina á Íslandsmeistara-
titilinn í knattspyrnu kvenna
eftir dramatískan 2-1 sigur á Val í
Garðabænum í gærkvöldi. Valskon-
ur voru með yfirburði á vellinum
fyrstu 60 mínútur leiksins en rautt
spjald Caitlin Miskel gaf Stjörnu-
stelpum líflínu sem þær nýttu til
fullnustu.
Valskonur komu mun ákveðn-
ari til leiks í Garðabænum í gær-
kvöldi. Þær höfðu yfirburði á
öllum sviðum í fyrri hálfleik sem
fór að mestu fram á vallarhelm-
ingi heimaliðsins. Íslandsmeistar-
arnir voru grimmir, brutu á and-
stæðingnum þegar þess þurfti og
unnu alla seinni bolta. Einkenni
liðs sem ætlar sér sigur. Stjörnu-
stúlkur voru í hlutverki áhorfenda
og til marks um baráttuleysi brutu
þær aðeins einu sinni af sér í hálf-
leiknum.
Valur fékk fjölmörg færi í hálf-
leiknum en náði aðeins einu sinni
að skora. Eftir hornspyrnu barst
boltinn út í teig á aldursforset-
ann Laufeyju Ólafsdóttur. Laufey
tók boltann á lofti og sendi í fjær-
hornið. Markið kom á 23. mínútu
og óhætt að segja að það hafi legið
í loftinu.
Valskonur voru 1-0 yfir í hálf-
leik og Stjörnukonur heppnar að
vera enn inni í leiknum. „Vals-
liðið spilaði gríðarlega vel í fyrri
hálfleik og við vorum óöruggar
og hræddar. Svo eins og vanalega
kemur liðið sterkara til liðs í seinni
hálfleik,“ sagði Þorlákur Árnason
þjálfari Stjörnunnar.
Upphafsmínútur síðari hálfleiks-
ins voru rökrétt framhald þess
fyrri. Gunnhildur Yrsa átti reynd-
ar skot af 30 metra færi sem small
í slánni snemma í hálfleiknum en
annars sóttu Valskonur stíft en
voru klaufar í vítateig Stjörnunnar.
Það átti eftir að reynast dýrkeypt.
Á 62. mínútu lágu Caitlin Miskel og
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir út
við hliðarlínu eftir baráttu. Mis-
kel virtist sparka í Ásgerði þegar
boltinn var víðs fjarri og sú banda-
ríska var rekin út af.
„Hún sparkaði í mjöðmina á mér
eftir að boltinn var farinn. Það er
púra rautt,“ sagði Ásgerður. Atvik-
ið kom upp úr engu og í raun óskilj-
anlegt hvers vegna Miskel gerði
sig seka um þvílíkt dómgreindar-
leysi. Ástæða er til að ætla að Mis-
kel hafi átt óuppgerðar sakir við
Ásgerði.
„Nei, það var ekkert okkar á
milli. Það er barningur á milli
Stjörnunnar og Vals en ekkert
persónulegt á milli okkar,“ sagði
Ásgerður.
Áhorfendur voru vart búnir að
tylla sér í síðari hálfleik þegar
brotið var á varamanninum Helgu
Franklínsdóttur innan teigs og
vítaspyrna dæmd. Ásgerður tók
vítið og skoraði af öryggi.
Það sem eftir lifði leiks var
nokkurt jafnræði með liðunum. Í
rauninni það jafnræði sem maður
hefði reiknað með fyrirfram í
toppslag deildarinnar. Stjörnu-
stelpurnar hirtu hins vegar stigin
þrjú í viðbótartíma þegar Helga
var grimmust á fjærstöng og skall-
aði knöttinn í netið.
„Þetta var rosalegur rússíbani.
Bæði lið voru farin að sættast á
jafntefli. Við eftir slakan fyrri
hálfleik og Valsararnir einum
færri. Það var ekkert í spilunum.
Svo er það þessi snilld hjá Írunni
[Þorbjörgu Aradóttur] hvernig hún
lagði upp markið. Var mjög róleg,
plataði mann og Helga Franklín
kórónaði frábæran dag,“ sagði Þor-
lákur.
Gunnar Borgþórsson, þjálfari
Valsstelpna, var ekki á því að Vals-
konur hefðu verið orðnar sáttar
með stigið.
„Nei, við ætluðum allan tímann
að vinna og ég held að það hafi
sést. Tíu Valsstúlkur litu út fyrir
að vera tólf. Við pressuðum, hlup-
um og hlupum og ætluðum okkur
sigur,“ sagði Gunnar sem taldi
sitt lið hafa átt sigurinn skilinn í
Garðabænum.
„Ég held að allir 850 sem voru
að horfa hafi séð að af tveimur fót-
boltaliðum á vellinum er Valsliðið
með yfirburðafótboltalið og þess
vegna er svona súrt að fara heim
tómhentur,“ sagði Gunnar.
Valur hefur orðið Íslandsmeist-
ari undanfarin fimm ár og haft
yfirburði í kvennaboltanum.
„Við erum náttúrulega að spila
við stórveldi í íslenskum kvenna-
bolta. Það er rosalega erfitt að
brjóta niður hefðir en við erum að
reyna,“ sagði Þorlákur og viður-
kenndi að taflan lygi ekki. Titill-
inn væri að hverfa Garðbæingum
úr sjónmáli. kolbeinntd@365.is
Kvaddi liðið með dýrmætu marki
Helga Franklínsdóttir var hetjan í síðasta leiknum sínum með Stjörnunni í ár. Hún kom inn á í toppslag
Pepsi-deildar kvenna í gær, fiskaði víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma sem tryggði liðinu 2-1
sigur á Val. Stjarnan er því með fimm stiga forskot á toppnum og komið með aðra hönd á Íslandsbikarinn.
BÁÐAR Á SKOTSKÓNUM Í GÆR Laufey Ólafsdóttir úr Val í baráttunni við Ásgerði Baldursdóttur úr Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG