Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 2
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR2 HEILBRIGÐISMÁL Ellefu læknar hafa verið ráðnir í sérnám í heilsu- gæslulækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeim gæti fjölgað enn frekar áður en námið hefst í lok mánaðarins því fleiri hafa sýnt því áhuga. Fyrir stunda tólf læknar sérnámið hér á landi. Alma Eir Svavarsdóttir er kennslustjóri sérnámsins. Hún er ánægð með áhugann á nám- inu, ekki síst vegna þess að heim- ilislækna hefur skort á landinu undanfarin ár. Að hennar sögn þýða fleiri formlegar stöður í sér náminu að hægt verði að gera námið agaðra og formfastara. Aukin aðsókn þýðir hins vegar einnig að meira fjármagn þurfi til að hægt sé að sinna náminu vel. Sérnám þeirra tólf lækna sem fyrir stunda það er á vegum velferðarráðuneytisins. Nýju stöðurnar verða hins vegar fjármagnaðar af Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins og Landspítal- anum. Til þess að mæta kostnað- inum við stöðurnar var lausum stöðum sérfræðinga innan heilsu- gæslunnar breytt í sérnámsstöð- ur. Sérnám í heimilislækningum hefur verið í boði hér frá árinu 1995. Í upphafi voru stöðurnar tvær. Að sögn Ölmu er það byggt upp þannig að þrjú ár af fimm séu tekin hér á landi en tvö ár erlend- is. Þó hafa verið gerðar undan- tekningar á þessu og allt sér- námið klárað hér á landi. „Námið er orðið það gott og komin nógu mikil reynsla, svo við treystum okkur í það.“ - þeb Líklega verða læknar í sérnáminu 24 í vetur. Í upphafi voru stöðurnar tvær. 24 Við vorum í fullum rétti að setja okkar viðmiðunarreglur og við það stöndum við. HARALDUR FREYR GÍSLASON FORMAÐUR FÉLAGS LEIKSKÓLAKENNARA DÝRALÍF Læðan Öskubuska er lík- legast elsti kötturinn á landinu, en hún varð tuttugu og tveggja ára á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní. Hjónin Höskuldur Stefánsson og Ebba Ólafsdóttir, sem hafa umsjón með Öskubusku, segja að Elli kerl- ing sé vissulega farin að setja mark sitt á hana. „Hún er gigtveik eins og ég, svo við erum hérna stynjandi báðar tvær á rigningardögum,“ segir Ebba. Hún segir Öskubusku vera óskaplega gæfan og góðan kött. Það hefur líka komið sér vel að hún gerði ekki eigendum sínum þann grikk að færa þeim mýs en þó vildi hún leggja sitt af mörkum til heim- ilislífsins. „Hún var vön að færa mér rakettustubba hingað heim, hún hefur örugglega haldið að ég gæti reykt þetta en hún er nú löngu hætt þessu.“ Þegar Öskubuska hafði heilsu til hagaði hún sér að vissu leyti frekar eins og hundur, sem löngum hefur borið titilinn besti vinur manns- ins. „Hún fór alltaf með mér hérna í gamla daga, það gilti einu hvort ég var að fara út í Grímsbæ að kaupa inn, út í bókasafn eða í leikskólann að ná í krakkana, alltaf kom hún með. Svo var um daginn eins og þeir rynnu upp fyrir henni þess- ir gömlu göngutúrar því hún var komin langleiðina að leik skólanum. Annars er hún bara hérna í garð- inum, blessunin.“ Þau hjón segjast ekki hafa neina einhlíta skýringu á langlífi Ösku- busku en þó eru ýmsar getgátur á lofti. „Við létum hana bara gjóta einu sinni, þegar hún var tæplega árs gömul, og síðan ekki söguna meir. Dýralæknirinn segir að hún hafi hjarta á við miklu yngri dýr og að það sé kannski af því að hún var ekki alltaf gjótandi.“ Helga Finnsdóttir hefur stund- að dýralækningar í þrjá áratugi og segir hún aldursforsetann í sínum kúnnahópi hafa verið 24 ára gaml- an kött. Fréttablaðið leitaði líka til Dýraspítalans í Garðabæ og spurði um elstu ketti sem fengið hefðu meðhöndlun þar. Þar var Fríða nokkur efst á blaði en hún drapst árið 2008, þá tuttugu og eins árs að aldri. Eins hafði tvítugur kött- ur farið í skoðun til þeirra en hann fór yfir móðuna miklu áður en hann varð tuttugu og eins. jse@frettabladid.is Aldursforseti katta fæddur 17. júní 1989 Elsti köttur landsins er hin 22 ára Öskubuska, sem er um margt óvenjulegur köttur. Hún safnaði rakettustubbum fyrir eiganda sinn og þjáist af gigt. Sigríður, gefur það ekki auga- leið að þetta er fínt málefni? „Jú, alveg glerfínt.“ Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður hefur hannað glerlíffæri, meðal annars augu, til að vekja athygli á vöntun á líffæragjöfum. ÖSKUBUSKA Í FAÐMI EBBU Árin tuttugu og tvö eru orðin afar þung fyrir Öskubusku en henni finnst gott að láta þau hvíla í kjöltu Ebbu sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NOREGUR Anders Behring Breivik fær ekki að mæta í kjólfötum fyrir rétt á morgun eins og hann hafði óskað eftir. Síðast þegar hann kom fyrir dómara óskaði hann eftir því að mæta í ein- kennisbúningi en því var einnig hafnað. Breivik hafði sagt að kjólföt myndu sýna hversu alvarlega hann tæki málið gegn sér. Dóm- stóllinn féllst ekki á það. Þá hefur verið ákveðið að réttarsalurinn verði lokaður líkt og síðast. - þeb Breivik fyrir dómara á ný: Má ekki mæta í kjólfötunum Heilsugæslan fjármagnar nýjar stöður í sérnámi í heimilislækningum: Fleiri vilja í heimilislækningar FRAKKLAND, AP Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari telja nauðsynlegt að ný efnahagsstjórn evruríkjanna, sem þau vilja koma á laggirnar, hafi sérstakt forseta- embætti. Þau skýrðu frá þessu í gær, daginn eftir að þau hittust í Frakklandi til að ræða lausnir á erfiðum skuldavanda evru- ríkjanna. Hugmyndir þeirra hafa verið sagðar innihaldslítil sýndar- mennska, því nauðsynlegt sé að efla neyðarsjóð evruríkjanna auk þess sem þau hafni hugmyndum um að gefa út sameiginleg ríkis- skuldabréf evruríkjanna. - gb Merkel og Sarkozy: Evruhagstjórn hafi forseta SARKOZY OG MERKEL Forseti Frakk- lands og kanslari Þýskalands í París á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJARAMÁL Félag leikskólakenn- ara fundaði í gær með Sambandi íslenskra sveitarfélaga um þau álitamál sem ríkja um verkfalls- reglur leikskólakennara. Ekk- ert var rætt um kjarasamninga á fundinum. Haraldur Freyr Gíslason, for- maður Félags leikskólakennara, segir stöðuna óbreytta frá því á mánudag. „Við stöndum við okkar túlkun. Það var þó ákveðið að hittast aftur í dag klukkan ellefu til að fara enn betur yfir málin,“ segir hann. Haraldur segir fundinn hafa gengið vel og menn hafi rökrætt málin sín á milli. „Við vorum í fullum rétti að setja okkar viðmiðunarreglur og við það stöndum við,“ segir hann. „Það eru engin illindi. Fólk var bara að skiptast á skoðunum.“ Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaraviðræðum leik- skólakennara og sveitarfélaganna. Haraldur segist þó bjartsýnn á að boðað verði til fundar fyrir næst- komandi mánudag. Ef verkfall skellur á mun það hafa áhrif á fjórtán þúsund fjöl- skyldur í landinu og sextán þúsund börn. Leikskólakennarar fara fram á 11 prósenta launaleiðréttingu og 25 prósenta launahækkun. Sveit- arfélögin hafa boðið á milli 12 og 14 prósenta launahækkun en leik- skólakennarar hafa neitað því. - sv Leikskólakennarar og sveitarfélög funduðu um álitamál í verkfallsaðgerðum: Fundi lauk í gær án niðurstöðu FJÖLGUN Ellefu læknar hafa verið ráðnir í sérnám í heilsugæslulækningum. TÍSKA Íslensk hönnun verður seinna á þessu ári í fyrsta sinn til sölu í Debenhams erlendis. Debenhams rekur yfir tvö hundr- uð verslanir í um 25 löndum. „Hönnun mín fór á heimasíðu Debenhams á föstudegi fyrr í sumar og þeir hringdu í mig á þriðjudegi og vildu fá vörurnar beint inn í búðirnar því þær seld- ust svo vel,“ segir hönnuðurinn Marta Jonsson. Vor- og sumar- lína Mörtu árið 2012 verður fyrsta línan sem verður til sölu í verslunum Debenhams og stefnt er að því að hún komi í verslanir í lok ársins. - mmf / sjá Allt Marta Jonsson vinsæl: Íslensk hönnun í Debenhams SÚ FYRSTA Hönnun Mörtu Jonsson verður til sölu í Debenhams innan tíðar. SLYS Hestakerra með tveim hrossum sem föst var í eftir- dragi bifreiðar opnaðist á ferð rétt austan við Hvolsvöll í gær- dag. Hrossin köstuðust af kerr- unni og var nauðsynlegt að kalla til dýralækni og láta aflífa annað hrossið vegna alvarlegra innvort- is meiðsla. Samkvæmt lögreglunni á Hvolsvelli meiddist hitt hrossið einnig töluvert, en ekki reyndist nauðsynlegt að aflífa það. Eigandi hrossanna var ekki í bifreiðinni sem dró kerruna. - sv Hestakerra opnaðist á ferð: Aflífa þurfti hross eftir fall SJÁVARÚTVEGUR Færeysk línuskip hafa veitt sem af er ári tæp 2.670 tonn í íslenskri lögsögu. Á sama tíma í fyrra var aflinn heldur minni, tæp 2.290 tonn. Heildar- botnfiskaflinn er því tæplega sautján prósentum meiri í ár en á síðasta ári, að sögn Fiskistofu. Þorskafli færeysku skipanna er kominn í 573 tonn en heimild færeyskra skipa á yfirstandandi ári eru 1.200 tonn. Alls voru átta færeysk línuskip að veiðum í íslenskri lögsögu í júlímánuði. Heildarafli skipanna var 304 tonn. - shá Færeyingar við Ísland: Aflabrögð betri en var í fyrra SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.