Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 70
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR46 sport@frettabladid.is RÚRIK GÍSLASON var í í byrjunarliði danska liðsins OB sem vann góðan 1-0 sigur á Villarreal í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Rúrik lék fyrstu 81 mínútu leiksins en sigurmark OB kom stuttu síðar eftir að þeir spænsku höfðu fengið fjölmörg tækifæri til að skora. Liðin mætast aftur í næstu viku, þá á Spáni. FÓTBOLTI Rauðu spjöldin hafa svo sannarlega farið á loft í leikj- um FH-inga í Pepsi-deild karla í sumar en þau eru orðin alls sjö í fimmtán leikjum. FH-ingar hafa fengið fjögur rauð sjálfir og mót- herjar þeirra hafa þrisvar sinnum verið sendir snemma í sturtu. Nú er svo komið að það hefur vantað leikmann í annað liðið í leikjum FH í samtals 254 mínútur í sumar. FH-ingar kunna líka það liða best að spila manni fleiri og manni færri ef marka má tölfræði liðsins við slíkar aðstæður í sumar. FH- ingar eru með markatöluna 5-2 þær 152 mínútur sem þeir hafa spilað ellefu á móti tíu og eru líka í plús þegar þeir hafa misst mann af velli. Pétur Viðarsson hefur feng- ið tvö rauð spjöld í síðustu fjór- um leikjum FH en FH-liðið hefur unnið þá báða, fyrst 3-2 sigur á Val og svo 3-1 sigur á Víkingum. Markatala FH-liðsins manni færri í þessum tveimur leikjum er 3-0. FH-ingar eru reyndar í 2. sæti yfir bestu markatölu liða sem spila tíu á móti ellefu en Stjörnumenn eru þar efstir á blaði með markatöluna 3-1. Nýliðar Þórs og Víkings reka hins vegar lestina þegar kemur að því að nýta sér liðsmuninn. Þórs- arar hafa reyndar bara lent einu sinni í slíkri aðstöðu og fengu þá á sig þrjú mörk á móti Stjörnunni. Víkingar hafa aftur á móti þrisv- ar sinnum tapað leik í Pepsi-deild- inni í sumar þar sem liðið hefur verið manni fleiri í heilan hálfleik eða lengur. Víkingar hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum undir þessum kringumstæðum (á móti KR 2-3 og FH 1-3) og þeir lágu einnig á móti Val í júní (1-2) þrátt fyrir að vera ellefu á móti tíu í meira en klukkutíma. Víkingar hafa alls verið manni fleiri í 174 mínútur í sumar en markatala þeirra á þessum tíma er 2-5 mótherjum þeirra í hag. Hér fyrir neðan má sjá marka- tölu liðanna í deildinni þegar þau spila ellefu á móti tíu eða tíu á móti ellefu. - óój Sjö rauð spjöld hafa farið á loft í fimmtán leikjum FH-liðsins í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar: Góðir bæði manni fleiri og manni færri PÉTUR VIÐARSSON Hefur fengið tvö rauð spjöld á stuttum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Helsta vandamál knatt- spyrnunnar í dag er leikara skapur. Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem reyna að svindla á vellinum. Vandamálið hefur vaxið mikið á síðustu árum og nú er svo komið að leikaraskapur er orðinn helsta krabbamein fótboltans. Nú síðast kom upp atvik í leik Víkings og FH þar sem fram- herji Víkings gerði sig sekan um fádæma leikaraskap og það ekki bara einu sinni heldur tvisvar á aðeins nokkrum sekúndum. Leikmaður FH gerði sig aftur á móti sekan um afar heimsku- lega hegðun. Um það verður ekki deilt. FH-ingurinn fór fyrir vikið í tveggja leikja bann en svindlar- inn sleppur með skrekkinn. Það er eitthvað verulega rangt við þessa mynd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt kemur upp í sumar. Meðal annars varð einn leikmaður FH uppvís að svindli í sumar, þar sem hann blekkti dómarann vilj- andi. Sami leikmaður hefur síðan hraunað yfir dómara í sumar fyrir að standa ekki sína plikt. Dómur- um er vorkunn á meðan óheiðar- legir leikmenn reyna að villa um fyrir þeim og gera erfitt starf enn erfiðara. Engin refsing fyrir svindlara Þó svo að ég hafi aðeins tínt til þessi atvik eru svo sannarlega fleiri leikmenn í efstu deild á Íslandi með svarta samvisku. Enginn þeirra hefur þurft að sæta refsingu fyrir svindlið. Ég er ekki einn um að vera kom- inn með algjörlega upp í kok af þessum óheilindum knattspyrnu- manna. Ástandið er að mínu mati orðið svo slæmt að átak þarf til innan hreyfingarinnar svo hægt sé að losa þessa fallegu íþrótt við krabbameinið. Þar þurfa bæði félögin og KSÍ að koma að málum. KSÍ þarf að endurskoða regluverk sitt svo komi megi böndum yfir svindlar- ana. Það gengur ekki að þeir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér mynd- bandsupptökur og refsa svindlur- unum grimmilega. Að öðrum kosti hætta menn ekki. KSÍ er í heljarinnar krossferð gegn munntóbaksnotkun með þeim formerkjum að leikmenn séu fyrir- myndir og líklegt sé að ungviðið api ósiðinn upp eftir þeim. Ekkert er nema gott og blessað um það átak að segja. Betur má ef duga skal og nú vil ég sjá alvöru átak gegn svindli. Á ekki að vera hluti af leiknum Við fjölmiðlamenn þurf- um einnig að líta í eigin barm og vera óhræddari við að gagnrýna svindl- arana og láta þá svara til saka fyrir gjörðir sínar. Leikaraskapurinn er orðinn það stór hluti af leiknum að fjölmiðla- menn hafa jafnvel fallið í þá gryfju að hrósa svindlurun- um fyrir klókindi. Það er algjör- lega ólíðandi en segir ansi margt um hversu alvarlegt vandamálið er. Menn eru farnir að viðurkenna þessa hegð- un sem hluta af leikn- um í stað þess að berjast gegn henni. Á meðan KSÍ tekur ekki á svindlurun- um væri gaman að sjá félögin setja sér sínar eigin siðareglur og bregðast við svindli sinna leikmanna með refsingum. Leikmanna sem eru fyrirmyndir yngri leikmanna félags- ins. Það er nógu slæmt að ungviðið þurfi að horfa upp á Ronaldo og félaga velta sér upp úr grasinu og skæla við minnstu snertingu eða jafnvel enga. Hinar íslensku fyrirmyndir þurfa ekki að fara sömu leið. Það sem ungur nemur … Ef leikmenn halda áfram að svindla er ansi líklegt að ung- viðið api upp eftir þeim ósiðinn og þá mun svindlið verða eðlilegur hluti af leik ungra knattspyrnu- manna. Þá fyrst er íslensk knatt- spyrna komin í stórkostleg vand- ræði. Átaks er þörf og einnig er þörf á hugarfarsbreytingu hjá öllum þeim sem að knattspyrn- unni koma. UPPRÆTA ÞARF KRABBAMEINIÐ Óheiðarlegir knattspyrnumenn sem svindla á vellinum eru að verða stærsta vandamál íþróttarinnar. Leikaraskapur er orðinn eðlilegur hluti af leiknum og það sem meira er – svindlurunum er aldrei refsað. ALGENG SJÓN Knattspyrnumaður Joey Barton, leikmaður Newcastle, liggur „sárþjáður” í grasinu eftir að andstæðingur kom við andlit hans. Það er algengt að sjá leikmenn gera meira úr meiðslum sínum en tilefni er til. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Það gengur ekki að svindlar- arnir sleppi alltaf. KSÍ þarf að nýta sér mynd- bandsupp- tökur og refsa svindlurunum grimmilega. Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is UTAN VALLAR Ellefu á móti tíu í sumar FH +3 (5-2, 152 mín.) Breiðablik +3 (3-0, 95) KR +2 (3-1, 99) Grindavík +2 (2-0, 58) Keflavík +1 (1-0, 3) Fram +1 (1-0, 12) Fylkir 0 (0-0, 2) Valur -3 (0-3, 78) Þór Ak. -3 (0-3, 43) Víkingur -3 (2-5, 174) ÍBV ekkert rautt Stjarnan ekkert rautt Tíu á móti ellefu í sumar Stjarnan +2 (3-1, 75 mín.) FH +1 (3-2, 102) KR +1 (2-1, 57) Valur +1 (2-1, 64) Þór 0 (2-2, 45) Víkingur 0 (0-0, 1) ÍBV -1 (1-2, 103) Keflavík -1 (0-1, 84) Fylkir -1 (0-1, 26) Grindavík -2 (0-2, 69) Breiðablik -3 (1-4, 94) Fram ekkert rauttRakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Pepsi-deild kvenna Grindavík - Þróttur 3-2 1-0 Dernelle L. Mascall (34.), 2-0 Mascall (45.), 3-0 Shaneka Gordon (71.), 3-1 Guðlaug Rut Þórsdóttir (81.), 3-2 Alexandra Toth (90.). Upplýsingar frá Fótbolti.net Meistaradeild Evrópu FORKEPPNI, FYRRI LEIKIR Odense BK - Villarreal 1-0 1-0 Hans Henrik Andreasen (84.) Bayern München - FC Zürich 2-0 1-0 Bastian Schweinsteiger (8.), 2-0 Arjen Robben (72.). Wisla Krakow - Apoel Nicosia 1-0 Maccabi Haifa - Genk 2-1 Dinamo Zagreb - Malmö FF 4-1 Sænska úrvalsdeildin Linköping - Örebro 0-2 Edda Garðarsdóttir og Ólína Guðbjörg Viðars- dóttir léku báðar allan leikinn fyrir Örebro. Hammarby - Kristianstad 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir, Guðný Björk Óðins- dóttir og Sif Atladóttir léku allan leikinn fyrir Kristianstad. Erla Steina Arnardóttir kom inn á sem varamaður á 72. mínútu. FC Malmö - Jitex 5-0 Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Malmö. Hún lék allan leikinn, rétt eins og Þóra B. Helgadóttir, markvörður. Umeå - Piteå 2-2 ÚRSLIT FÓTBOLTI Sara Björk Gunnars- dóttir skoraði þrennu þegar lið hennar, Malmö, vann 5-0 sigur á Jitex í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta er í annað skiptið á tímabilinu sem Sara Björk skor- ar þrjú mörk í einum og sama leiknum. „Ég fann mig vel í kvöld en við höfum átt nokkuð erfitt upp- dráttar eftir að deildin fór aftur af stað eftir HM-frí,“ sagði Sara Björk við Fréttablaðið í gær. „Við vorum búnar að tapa og gera jafntefli í leikjunum á undan en við erum vonandi komnar á gott ról, eins og við vorum á fyrir sumarfríið.“ Malmö komst á topp deildar- innar í gær þar sem Umeå gerði á sama tíma jafntefli. Liðin eru jöfn að stigum en Malmö er með betra markahlutfall. Malmö er ríkjandi meistari og segir Sara Björk að stefnan sé vitanlega sett á að verja hann. Hún er á sínu fyrsta tímabili í Svíþjóð og líður vel ytra. „Ég hef það mjög gott. Ég var búin að hugsa lengi um að koma mér út og spila í stærri deild. Ég sé alls ekki eftir þeirri ákvörðun.“ - esá Sara Björk Gunnarsdóttir: Skoraði þrennu í annað skiptið TVÆR ÞRENNUR Sara Björk er á sínu fyrsta tímabili í Svíþjóð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.