Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 62
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR38
bio@frettabladid.is
> STRUMPASTUÐ
Rúmlega átta þúsund Íslend-
ingar lögðu leið sína í kvik-
myndahús landsins til að sjá
Bláu strumpana í þrívídd.
Myndin hefur fengið afleita
dóma en þeir virðast ekki bíta
á aðdáendurna.
Ben Stiller, Vince Vaughn og
Rosemarie DeWitt hafa öll fall-
ist á að leika í gamanmyndinni
Neighbor hood Watch. Seth Rogen
og Evan Goldberg eiga heiður-
inn að handritinu en það var
fínpússað af Justin Theroux, ást-
manni Jennifer Aniston og hand-
ritshöfundi Tropic Thunder.
Stiller leikur mann sem ákveð-
ur að flytja fjölskylduna sína
úr miðborg í úthverfi í von um
rólegra líf. Hann kemst hins
vegar á snoðir um að nokkrir
íbúar stundi nágrannavörslu
og lætur tilleiðast, enda býst
hann ekki við öðru en að verk-
efnin felist í fullum unglingum
og skemmdarverkum. Annað
kemur hins vegar á daginn þegar
geimverur koma í
heimsókn. Akiva
Schaffer mun leik-
stýra myndinni en
hann gerði síðast
Hot Rod.
Gott grín í
fæðingu
GÓÐ
SKEMMTUN
Ben Stiller
og Vince
Vaughn
leika aðal-
hlutverkin í
kvikmynd-
inni Neig-
borhood
Watch.
Danski leikstjórinn Lone
Scherfig vakti mikla athygli
í Ameríku fyrir mynd sína
An Education sem gerð var
eftir handriti breska rit-
höfundarins Nick Hornby.
Myndin var tilnefnd
til þriggja Óskars-
verðlauna og allar
dyr í Hollywood stóðu
Scherfig opnar.
Um helgina verð-
ur síðan kvikmynd
hennar, One Day,
frumsýnd. Hún
er byggð á met-
sölubók Davids
Nicholls. Mynd-
in segir frá
námsmönn-
unum Emmu
og Dexter sem
verða vinir 15.
júlí 1988. Hún
tekur síðan upp
þráðinn á þess-
um degi næstu
tuttugu árin en
One Day skartar
Anne Hathaway
og Jim Sturgess í
aðalhlutverkum.
Hún hefur fengið
sæmilega dóma;
5,8 á imdb.com
en aðeins fjörutíu
prósent gagnrýn-
enda hafa verið ánægð
samkvæmt vefsíðunni
rottentomatoes.com.
Scherfig er hins
vegar enginn nýgræð-
ingur í kvikmyndagerð
þótt Bandaríkjamenn
séu að uppgötva hana
núna. Hún leikstýrði
meðal annars hinni
frábæru Italiensk
for begyndere
sem sló í gegn
á Norðurlönd-
unum. Þá gerði
leikstýrði hún
einnig þátt-
um í Taxa sem
margir Íslend-
ingar ættu að
muna eftir úr
dagskrá RÚV.
- fgg
Rómantísk mynd
með dönsku ívafi
Steven Soderbergh er þekktur
fyrir að feta ótroðnar slóðir þegar
kemur að kvikmyndagerð og
víst er að næsta kvikmynd hans,
Magic Mike, á eftir að vekja mikla
athygli. Hún fjallar um karlkyns
strippara og líf hans á Flórída.
Myndin verður að hluta til byggð
á lífsreynslu bandaríska leikarans
Channing Tatum, sem var stripp-
ari í Flórída áður en Hollywood
uppgötvaði hann.
Tatum mun sjálfur leika aðal-
hlutverkið; hann er strippari sem
kennir ungum lærlingi hvernig á
að stíga réttu sporin og dilla rass-
inum og takast á við athyglina utan
sviðsins. Lærlingurinn verður að
öllum líkindum leikinn af ung-
stirninu Alex Pettyfer og þá hefur
heyrst að Matthew McConaughey,
sem er ber að ofan í svo til öllum
myndunum sínum, muni leika
strípibúllueigandann Dallas.
McConaughey er reyndar upp-
tekinn maður; hann leikur aðal-
hlutverkið í spennutryllinum The
Paperboy eftir Lee Daniels en
meðal mótleikara hans í þeirri
mynd eru Zac Efron og Nicole
Kidman. Þá er hann einnig í stóru
hlutverk í myndinni Mud á móti
Reese Witherspoon eftir leikstjór-
ann Jeff Nichols.
Forvitnileg stripparamynd
KARLSTRIPPARAR Matthew McConaughey og Channing
Tatum leika karlkyns strippara í kvikmynd Stevens Soder-
bergh, Magic Mike.
Tom Hanks hefur tekist
að halda sig í nágrenni við
toppinn í Hollywood þrátt
fyrir að þykja hvorki töff né
kynþokkafullur. Og ferill-
inn spannar fjölbreyttari
svið en hjá mörgum öðrum.
Leikarar í Hollywood festast oft
í svipuðum rullum; sumir verða
grínleikarar, aðrir sjá um hasarinn,
einhverjir þykja bestir í dramatík-
ina og svo eru það þeir sem fá að
kyssa fallegustu stelpuna í róman-
tísku myndunum. Tom Hanks er
hins vegar einn örfárra sem tekist
hefur að halda sig utan hefðbund-
innar hlutverkaskiptingar í Holly-
wood.
Nýjasta mynd Hanks heitir
Larry Crowne og verður frum-
sýnd um helgina. Þar leikur hann
afgreiðslumann sem gengur
menntaveginn eftir að hafa verið
sagt upp störfum. Meðal annarra
leikara í myndinni má nefna Juliu
Roberts en Hanks skrifar sjálf-
ur handritið ásamt Niu Vardalos
og leikstýrir. Myndin hefur feng-
ið sæmilega dóma; fær 6 á imdb.
com en aðeins 35 prósent gagnrýn-
enda hafa verið jákvæð í hennar
garð samkvæmt vefsíðunni rotten-
tomatoes.com.
Fátt benti til þess að leikar-
inn yrði maðurinn sem léki eftir
magnað afrek Spencers Tracey
– að hreppa Óskarinn tvö ár í röð
– þegar fyrstu myndir Hanks eru
skoðaðar. Hann hefur yfirbragð
hins venjulega manns, er enginn
sykurpúði með tónaða magavöðva
né sérvitringslegur á svipinn held-
ur bara venjulegur meðaljón. Fram-
an af ferlinum var Hanks fastur í
galsafengnum gamanmyndum,
grínskotnum löggumyndum og
skondnum ástarsögum á borð við
Splash, Dragnet og Turner & Hooch
(hann var reyndar tilnefndur til
Óskarverðlauna fyrir leik sinn í
Big árið 1989). En 1993 náði Hanks
almennilegri fótfestu sem „alvar-
legri“ leikari þegar hann lék á móti
Meg Ryan í Sleepless in Seattle.
Myndin fékk góða dóma og mikla
aðsókn og Hanks hefur eflaust feng-
ið ótal gylliboð um að leika í svipuð-
um myndum því Hollywood dýrkar
jú að mjólka gullkálfana sína.
Leikarinn tók hins vegar þá
djörfu ákvörðun að leika næst
alnæmissmitaða hommann Andrew
Beckett í Philadelphia og fékk Ósk-
arinn fyrir. Og þegar kom að því að
afhenda styttuna árið eftir var Tom
Hanks enn og aftur sigurvegari; nú
fyrir leik sinn sem hinn greindar-
skerti Forrest Gump. Á árunum
1994 til 2001 var Hanks tilnefndur
fjórum sinnum til Óskars verðlauna.
Sannkölluð gósentíð fyrir mann-
inn sem eitt sinn mátti sætta sig
við hlutverk í myndum á borð við
Bachelor Party og Joe Versus the
Volcano.
Hanks hefur ekki verið jafn
fyrir ferðarmikill á stóra sviðinu
og hann var, það væri jafnvel hægt
að fullyrða að Hanks sigldi lygnan
sjó um þessar mundir; myndir hans
eru svona hvorki né. - fgg
MEÐALJÓNINN
TOM HANKS
STÓRSTJARNA Ferill Tom Hanks siglir lygnan sjó um þessar mundir; myndir hans
þykja hvorki góðar né alslæmar. Nýjasta mynd hans, Larry Crowne, verður frumsýnd
um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY
EINN DAGUR
Anne Hathaway
leikur aðalhlutverið í
rómantísku myndinni
One Day ásamt Jim
Sturgess.
MÓTEITRIÐ VIÐ
FRJÁLSHYGGJUNNI
Stefán Snævarr er prófessor
í heimspeki og hefur getið sér
gott orð sem öflugur bloggari
og þjóðfélagsrýnir.