Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 60
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR36 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Bretinn Simon Reynolds er einn af þekktustu og virtustu tónlistar- gagnrýnendum síðustu ára. Hann skrifar reglulega í blöð og tímarit eins og dagblaðið Guardian og tónlistarblaðið Wire, en hann hefur líka sent frá sér nokkrar frábærar bækur. Energy Flash rekur til dæmis sögu danstónlistarinnar í Bretlandi á níunda og tíunda áratugnum og Rip It Up & Start Again fjallar um nokkrar af helstu stjörnum síðpönksins. Báðar algjör snilld. Nýjasta bók Simons heitir Retromania – Pop Culture‘s Addiction to Its Own Past og fjallar eins og nafnið gefur til kynna um for- tíðarfíknina í tónlistarheiminum. Í bókinni fjallar Simon Reynolds um það hvernig fortíðin virðist hafa sífellt viða- meira hlutverk hjá þeim sem hafa áhuga á popptónlist. Hann fjallar meðal annars um youtube-væðinguna (allir að reyna að finna eitthvað gamalt sem þeir muna eftir eða hafa heyrt um), sprenginguna í endurútgáfum og síaukinn áhuga á gömlum vínylplötum. Hann talar um endurvinnslu á gamalli tónlist, heimildarmyndir um tónlist og söfn og stofn- anir sem eru tileinkaðar rokktónlist. Og svo talar hann um allar þessar hljómsveitir sem sífellt er verið að endurvekja og sem fara í tónleikaferðir til þess að spila gamalt efni. Simon fjallar líka um það hvað áherslan á það að gera eitthvað nýtt og frumlegt hefur verið að minnka mikið undanfarin ár. Hann nefnir sem dæmi að tónlistarfólk eins og David Bowie, Peter Gabriel og Kate Bush hafi alltaf verið að reyna að skapa eitthvað sem hafði ekki heyrst áður, en sveitir eins og Oasis, Interpol og The White Stripes hafi látið sér nægja að endurvinna gamla tónlist. Retromania er flott bók sem hægt er að mæla með. Hún er full af skemmtilegum hugleiðingum um tónlistarbransann og þróun hans undanfarin ár. Fortíðaræðið FORTÍÐARFÍKN Í bókinni Retromania fjallar Simon Reynolds um fortíðarfíknina í tónlistarheiminum. > PLATA VIKUNNAR Snorri Helgason - Winter Sun ★★★★ „Lagasmiðurinn Snorri Helgason og upptökustjórinn Sindri Már Sigfússon skapa saman frábæra plötu.“ - TJ > Í SPILARANUM Mates of States - Mountaintops Sálgæslan - Dauði og djöfull Elvar Þór Steinarsson - Í mörgum myndum Beirut - The Rip Tide Stephen Malkmus and The Jicks - Mirror Traffic MATES OF STATE STEPHEN MALKMUS AND THE JICKS Breska hljómsveitin The Vaccines, með bassaleikarann Árna Hjörvar Árnason innanborðs, hefur neyðst til að aflýsa þrennum tónleikum. Ástæðan er þrá- lát vandamál með rödd söngvarans Justin Young. Tónleikarnir sem hljómsveitin hefur aflýst áttu að vera í Hol- landi, Austurríki og á Norður- Írlandi í vikunni. Sveitin hefur þó ákveðið að halda til streitu áformum um stóra tónleika í London hinn 23. ágúst og kemur auk þess fram á Reading/Leeds- tónleikahátíðinni. Hljómsveitin er nýkomin frá Bandaríkjunum þar sem hún kom fram í þætti Jimmy Kimmel. Young færði aðdáendum þessar fregnir á heimasíðu sveitarinnar og tók skýrt fram að þessi ákvörðun hefði reynst þungbær. Læknar hafa skipað söngvaranum að hvíla rödd- ina og búist er við því að hann þurfi að gangast undir aðgerð á radd- böndum sínum. Íslenskir aðdáendur sveitarinn- ar ættu því að krossleggja fingur í von um að hann verði búinn að ná sér fyrir tónleika The Vaccines á Airwaves-hátíðinni í október. Árni og félagar aflýsa RÖDDIN Í RUGLI Árni Hjörvar og félagar aflýsa tónleikum vegna vandræða með rödd söngvara The Vaccines. Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 11. - 17. ágúst 2011 LAGALISTINN Vikuna 11. - 17. ágúst 2011 Sæti Flytjandi Lag 1 Bubbi Morthens............................................Háskaleikur 2 Of Monsters And Men .................................. Little Talks 3 Coldplay .........................Every Teardrop Is A Waterfall 4 Páll Óskar ..................................................... La Dolce Vita 5 Adele ................................................ Set Fire To The Rain 6 Berndsen & Bubbi ...........................................Úlfur Úlfur 7 Steindi JR / Bent / Matti Matt .........Gull af mönnum 8 Rihanna ............................................................Man Down 9 Hjálmar .............................................. Í gegnum móðuna 10 Björgvin & Hjartagosarnir ...........................Leiðin heim Sæti Flytjandi Plata 1 Helgi Björns. & reiðm. vinda ....Ég vil fara uppí sveit 2 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 3 Steindinn okkar.......................... Án djóks ... samt djók 4 Bubbi ..............................................................Ég trúi á þig 5 Jón Jónsson .................................................Wait For Fate 6 Rökkurró ..................................................... Í annan heim 7 Valdimar ............................................................Undraland 8 Björk .....................................................................Gling gló 9 Björgvin & Hjartagosarnir ...........................Leiðin heim 10 Adele .................................................................................. 21 Ein af áhugaverðari plötum ársins 2011 er sjötta plata bandarísku hljómsveitar- innar Skeletons, People. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa sérstöku sveit sem er hugarfóstur Matts Mehlan. Bandaríska hljómsveitin Skele- tons er ekki ein af þekktari sveit- um heims. Það fer ekki mikið fyrir henni á plötusölulistum. Tónlist hennar á samt hiklaust erindi við þá tónlistaráhugamenn sem eru að leita að einhverju nýju og spenn- andi. Sveitin blandar saman áhrif- um úr mjög ólíkum áttum. Tón- listartímaritið XLR8R lýsir henni sem „einni af fáum hljómsveitum í dag sem með réttu er hægt að kalla frumlegar“. Frá Ohio til New York Skeletons (stundum skrifað Skele- ton$) var stofnuð af Matt Mehlan árið 2002 þegar hann var enn tón- listarnemandi í Oberlin í Ohio. Sveitin sendi frá sér tvær plötur árið 2004, I‘m at the Top of the World og Life and Afterbirth. Ári seinna gerði sveitin samning við Ghostly International sem gaf út næstu tvær plötur, Git (2005) og Lucas (2007). Tomlab gaf svo út Money árið 2008 og nú þremur árum seinna er Skeletons komin á samning hjá belgíska gæðamerk- inu Crammed Discs sem gaf út sjöttu plötuna, People, í vor. Skeletons hefur verið starfandi í New York-borg síðan 2005 og hefur verið hluti af hinni rómuðu Brook- lyn/New York-senu síðustu ár. Frumleg blanda Tónlist Skeletons er stundum köll- uð blanda af „sérlundaðri þjóðlaga- tónlist og proggrokki“. Sú lýsing á samt ekkert sérstaklega vel við, en þetta er mjög frumleg blanda. Áhrifa gætir frá folk-tónlist, en líka frá afró-bíti, krautrokki, spu- nadjassi og framsæknu rokki. Samt eru lagasmíðarnar tiltölulega hefð- bundnar. Textarnir eru frábærir. Auk Matts Mehlan eru í sveit- inni gítarleikarinn Jason McMahon og slagverksleikarinn Jonathan Leland. Þeir þrír eru kjarninn, en á tónleikum er Skeletons fimm manna eining. Þá bætast hljóm- borðsleikarinn Mike Gallope og bassaleikarinn Bow Ribbons við. Matt hefur reyndar starfrækt mörg afbrigði af sveitinni við sér- stök tækifæri. Skeletons and the Kings of all Cities, Skeletons and the Girl Faced Boys og Skeletons Big Band eru nokkur dæmi um hliðarverkefni tengd Skeletons. Draugur Jimmy Damour Það var Rusty Santos sem hljóð- blandaði People, en hann hafur meðal annars unnið með Owen Pal- lett, Animal Collective og Panda Bear. Það eru átta lög á People, þar á meðal hið frábæra Grandma, en gítarleikurinn í því þykir minna á hljómsveitina Battles. Eins og áður segir eru textarnir flottir. Lagið Walmart and the Ghost of Jimmy Damour fjallar um Jimmy Damour, starfsmann sem tróðst undir þegar æstir viðskiptavinir ruddust inn í Walmart-verslun í New York þegar útsala var að hefj- ast þar árið 2008. L‘il Rich fjallar um ungan dreng sem lét lífið í upp- gjöri glæpagengja örskammt frá íbúð Matts Mehlan í New York. Og svo er það lagið Barack Obama Blues … Tónlist Skeletons er sérstakt afbrigði sem líkist ekki beint tón- list neinnar annarrar sveitar. Samt hefur henni verið líkt bæði við Battles, Dirty Projectors og meira að segja Radiohead. Ekki slæmur félagsskapur það! Óvenjuleg og heillandi sveit FRUMLEG OG FRAMSÆKIN Bandaríska hljómsveitin Skeletons er að gera góða hluti með plötunni People.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.