Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 10
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR10
,AFSLÁ
TTUR
í dag
fimm
tudag
bjóðu
m við
15%
afslá
tt af ö
llum
vörum
í vers
lun M
aður
Lifand
i Hæð
asmá
ra 6,
Kópa
vogi.
Í vers
lun o
kkar f
ærðu
hágæ
ða líf
ræna
r og n
áttúru
legar
mat-,
snyrt
i- og
hrein
lætisv
örur,
bætie
fni, n
áttúru
legar
lausn
ir og
fræðs
luefn
i.
www
.mad
urlifa
ndi.is
vegna
breyt
inga
Peningastefnunefnd Seðlabank-
ans kynnti í gær ákvörðun um 0,25
prósenta hækkun á stýrivöxtum
og frekari hækkanir eru líklegar á
næstu mánuðum. Seðlabankastjóri
segir litla hættu á því að vaxta-
hækkunin stöðvi efnahagsbatann.
Víða er óánægja með hækkunina
sem virðist hafa komið markaðnum
í opna skjöldu.
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands
hefur ákveðið að hækka vexti bankans um
0,25 prósentustig. Stýrivextir eru 4,5 pró-
sent eftir hækkunina. Í yfirlýsingu nefndar-
innar segir að hækkunin markist af því að
verðbólguhorfur til næstu tveggja ára hafi
versnað frá síðustu vaxtaákvörðun.
Í tilkynningunni segir: „Þróun undan-
farinna mánaða hefur aukið hættu á að
hærri verðbólguvæntingar og veikt gengi
krónunnar festi of mikla verðbólgu í sessi,
sérstaklega þegar efnahagsbatinn færist í
aukana.“ Seðlabankinn telur því nauðsyn-
legt að sporna við aukinni verðbólgu og
hugsanlegum þrýstingi á gengi krónunnar
með þessari hækkun. Þá kunni aðstæðurnar
að kalla á frekari hækkun vaxta, segir í til-
kynningunni.
Líklegt má telja að hækkuninni verði fylgt
eftir á næstu mánuðum sem gæti dregið úr
umsvifum í hagkerfinu. Ákvörðun peninga-
stefnunefndarinnar virðist hafa komið mark-
aðsaðilum á óvart þar sem ávöxtunarkrafa
óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði umtals-
vert þegar ákvörðunin lá fyrir. Þá var henni
illa tekið af aðilum vinnumarkaðarins og
talsmönnum atvinnulífsins sem telja hana
til þess fallna að draga úr efnahagsbatanum.
Seðlabankinn kynnti einnig uppfærða þjóð-
hagsspá í gær. Spáin bendir til aukins krafts
í íslensku efnahagslífi en af þeirri ástæðu er
lítil hætta talin á að hófleg vaxtahækkun
stöðvi efnahagsbatann, að því er fram kemur
í yfirlýsingunni.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði
ákvörðunina ekki eiga að koma að öllu leyti
á óvart á blaðamannafundi í gær. Hún væri
í samræmi við fyrri yfirlýsingar peninga-
stefnunefndarinnar, sagði Már. Þá sagði hann
raunvexti hafa farið lækkandi á síðustu mán-
uðum, þeir yrðu áfram neikvæðir þrátt fyrir
þessa hóflegu hækkun.
Verðbólga hefur hækkað hratt síðustu
mánuði og er nú 5 prósent. Samkvæmt nýju
þjóðhagsspánni mun hún halda áfram að
hækka á næstu mánuðum og fara hæst í 6,8
prósent á fyrsta ársfjórðungi 2012. Þá er því
spáð að verðbólgumarkmið Seðlabankans, 2,5
prósent, náist aftur á seinni hluta árs 2013.
Hærri verðbólgu má rekja til nokkurra
þátta. Má þar nefna að launahækkanir vegna
nýgerðra kjarasamninga voru mun meiri en
búist var við og raunar langtum meiri en
samrýmist verðbólgumarkmiðinu. Þá hefur
gengi krónunnar verið lægra en búist var við,
markaðsverð húsnæðis hækkað talsvert að
undanförnu auk þess sem alþjóðlegar verð-
hækkanir hafa verið nokkrar.
Í þjóðhagsspá Seðlabankans er spáð
2,8 prósenta hagvexti á þessu ári, 1,6 pró-
senta hagvexti á því næsta og loks 3,7 pró-
senta hagvexti árið 2013. Hagvaxtarhorfur
fyrir þetta ár og árið 2013 hafa því batnað
en spáð er minni hagvexti en áður á næsta
ári. Aukin einkaneysla og kröftugri atvinnu-
vegafjárfesting eru helstu aflvakar bættra
horfa á þessu ári. Fjárfesting í heild sinni er
þó minni en spáð hafði verið. Þá gæti áfram-
haldandi titringur á erlendum fjármála-
mörkuðum haft neikvæð áhrif á íslenskan
þjóðarbúskap.
Seðlabankinn spáir því að atvinnuleysi í ár
verði 7,1 prósent samanborið við 7,7 prósent
í spá sinni frá því í apríl. Skýrist munurinn
af því að búist er við meiri hagvexti á árinu
en áður. Þá er gert ráð fyrir að atvinnuleysi
haldist í og um 6 prósent á næsta ári fram á
mitt ár 2013 en taki svo að lækka á ný þegar
hagvöxtur tekur við sér 2013.
Vextir hækkaðir til að slá á verðbólgu
Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans hefur vakið hörð viðbrögð frá
aðilum vinnumarkaðarins og talsmönnum atvinnulífsins.
Hörð viðbrögð við vaxtahækkuninni
hagvexti er spáð á
þessu ári en 1,6% á
því næsta. Árið 2013
er gert ráð fyrir 3,7%
hagvexti.
ÞJÓÐHAGSSPÁ SEÐLABANKANS
2,8%
Seðlabankinn tilkynnir hækkun stýrivaxta
Magnús Þorlákur
Lúðvíksson
magnusl@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SEÐLABANKI ÍSLANDS Már
Guðmunds son seðlabankastjóri
og Þórarinn G. Pétursson, aðal-
hagfræðingur bankans, kynntu
vaxtaákvörðun peningastefnu-
nefndarinnar og nýja þjóðhagsspá
bankans í gær.
■ Samtök atvinnulífsins kröfðust þess í tilkynningu
að vaxtahækkunin yrði dregin til baka við næstu
vaxtaákvörðun. Hækkunin gengi þvert á viðleitni
til þess að auka fjárfestingar og hagvöxt í landinu
og gerði það erfiðara að ná niður atvinnuleysi og
bæta lífskjör almennings. Vilhjálmur Egilsson,
framkvæmdastjóri SA, sagði hækkunina enn fremur
vera óhuggulega, í samtali við Vísi.
■ Alþýðusambandið sagði ákvörðun peninga-
stefnunefndarinnar óskiljanlega í tilkynningu
á vefsíðu sinni. Hækkun vaxta við núverandi
aðstæður yki vanda Íslendinga frekar en hitt þar
sem vandamálið væri mikill slaki í hagkerfinu.
Þá sagðist Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, vera
orðlaus í samtali við Vísi.
■ Viðskiptaráð sagði ákvörðunina einnig vera
óskiljanlega vegna aðstæðna í hagkerfinu á vefsíðu
sinni. „Það getur ekki verið trúverðugleika seðla-
banka nokkurs lands til framdráttar ef aðgerðir
hans veikja og seinka efnahagsbata úr kreppu-
ástandi. Vegna þess er óskiljanlegt að Seðlabankinn
hafi talið nauðsynlegt að hækka stýrivexti,“ sagði
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
■ Samtök iðnaðarins tóku í sama streng og sagði
Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, ákvörðun-
ina vera óskiljanlega. „Vissulega er verðbólgan
nokkurt áhyggjuefni en stærsta vandamálið okkar
er hversu veikt hagkerfið er. Þessi vaxtahækkun
vinnur beinlínis gegn viðsnúningi í hagkerfinu,“
sagði Bjarni Már.