Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 68
44 18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves tilkynntu í gær um fimmtíu listamenn sem bæst hafa við dagskrá hátíðarinnar í ár. Meðal þeirra íslenskra listamanna og hljómsveita sem nú bætast í hópinn má nefna Hjaltalín, Lay Low, Saktmóðig, Stafrænan Hákon, Ham, Reykja- vík!, Prinspóló, Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinn- ar, Árstíðir, Láru og Jóhann Jóhannsson. Af erlendum listamönnum sem boðað hafa komu sína má nefna finnsku hljómsveitina 22-Pistepirkko, skosku rokkarana í The Twilight Sad, hljómsveitirn- ar Rich Aucoin og Esmerine frá Kanada og Veronice Falls frá Bretlandi. Lista yfir allar hljómsveitirnar og listamennina má finna á heimasíðu hátíðarinnar, iceland- airwaves.is. Lokadagskrá Airwaves verður kynnt um miðjan september en hátíðin fer fram 12.-16. október. Í tilkynningu frá skipuleggjendum segir að aðeins séu nokkur hundruð miðar eftir á hátíðina í ár. Yfir 60 prósent miða sem selst hafa eru til erlendra gesta og verða þeir fleiri en nokkru sinni en fyrr. Sala á miðum er fjórföld í ár miðað við sama tíma í fyrra. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri hátíðarinn- ar, sagði í samtali við Fréttablaðið að Listasafnið í Reykjavík, Hafnarhúsið, yrði eftir sem áður meðal tónleikastaða á Airwaves. Áður hafði því verið lýst yfir að með tilkomu Hörpu væri ekki þörf á Hafnar- húsinu. Grímur segir að Björk Guðmundsdóttir leggi undir sig tónleikasalinn Silfurberg í Hörpu í heilan mánuð og því sé aftur þörf á stórum tónleika- stað. Minni salirnir í Hörpu nýtist þó vel, til dæmis fyrir lágstemmda tónleika, og auki fjölbreytni hátíðar innar. - hdm 50 bönd til viðbótar á Airwaves THE TWILIGHT SAD Skoska rokksveitin The Twilight Sad er meðal þeirra hljómsveita sem boðað hafa komu sína á Iceland Airwaves-hátíðina í október. Tilkynnt var um 50 listamenn og hljómsveitir í gær. NORDICPHOTOS/GETTY Kvikmyndin Let England Shake verður sýnd í flokki tónlistar mynda á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september næstkomandi. Let England Shake er samansett úr tólf stuttmyndum sem hver og ein á við samsvarandi lag á samnefndri plötu PJ Harvey sem kom út fyrr á árinu. Efni plötunnar snýst í aðal- atriðum um bölið sem stríðsrekst- ur er fyrir þjóðir heims, og sækir hún innblásturinn ekki síst til hörmunga fyrri heimsstyrjaldar- innar. Það þótti því ríma vel við umfjöll- unarefnið að fá fréttaljósmyndar- ann Seamus Murphy til að leikstýra stuttmyndunum tólf. Harvey sá sýningu Murphy með myndum frá Afganistan og öðrum stríðshrjáð- um ríkjum í Mið-Austurlöndum meðan á upptökum plötunnar stóð og ákvað hún þegar í stað að fá hann til liðs við sig. Murphy er margverðlaunaður fréttaljósmynd- ari en Let England Shake er fyrsta verkefnið af þessu tagi sem hann tekur að sér. Aðrar myndir í flokki tónlistar- mynda á RIFF 2011 eru LENNO- NYC eftir Michael Epstein, Scenes From The Suburbs eftir Spike Jonze sem byggir á plötu Arcade Fire, The Suburbs; In the Garden of Sounds eftir Nicola Bellucci, Beats, Rhymes & Life sem segir frá hljómsveitinni A Tribe Called Quest, The Miners‘ Hymns sem skartar tónlist Jóhanns Jóhannssonar, Mr Carey‘s Concert eftir Bob Connolly og Sing Your Song sem fjallar um söngvarann og mannréttindafrömuðinn Harry Belafonte. Let England Shake sýnd á RIFF PJ HARVEY Kvikmyndin Let England Shake, sem samanstendur af tólf stutt- myndum við lög samnefndrar plötu PJ Harvey, verður sýnd á RIFF sem hefst í næsta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY FIMMTUDAGUR: ANIMAL KINGDOM 20:00, 22:10 KILLING BONO 20:00, 22:10 MONSTERS 18:00 HOWL 20:00, 22:00 DRAUMALANDIÐ (DREAM- LAND) 18:00 MÁVAHLÁTUR (SEAGULL’S LAUGHTER) 20:00 Á KÖLDUM KLAKA (COLD FEVER) 22:00 ÍSLENSKUR TEXTI / ENGLISH SUBTITLES MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDA- MIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS / www.bioparadis.is / midi.is COWBOYS & ALIENS 5, 8 og 10.20(POWER) STRUMPARNIR - 3D 4 og 6 - ISL TAL STRUMPARNIR - 2D 4 og 6 - ISL TAL CAPTAIN AMERICA - 3D 10.30 BRIDESMAIDS 7.30 og 10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar T.V. - kvikmyndir.is T.V. - kvikmyndir.is POWER SÝNING KL. 10.2 0 T.V. - kvikmyndir.isH.V.A. - FBL HÖRKU SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA IRON MAN M.M.J - kvikmyndir.is SÝND Í 2D OG 3D ÍSLENSKT TAL www.laugarasbio.is -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar SÝND Í 2D OG 3D MEÐ ÍSLENSKU TALI OG ENSKU TALI Í 2D RÓMANTÍSK STÓRMYND EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR. BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK STRUMPARNIR FARA Á KOSTUM! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR “ÓMISSANDI EPÍSK RÓMANTÍK!” - HARPER’S BAZAAR 5% NE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L ONE DAY LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 L COWBOYS AND ALIENS KL. 5.25 - 10.20 14 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 - 8 L STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 8 - 10.20 12 FRIENDS WITH BENEFITS KL. 8 - 10.20 12 STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 6 L COWBOYS AND ALIENS KL. 8 - 10.15 14 CAPTAIN AMERICA 3D KL. 8 12 RISE OF THE PLANET OF THE APES KL. 6 - 10.15 12 ONE DAY KL. 5.30 - 8 - 10.30 L STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 5.40 L THE SMURFS 2D ENS. TAL KL. 5.40 - 8 - 10.20 L CAPTAIN AMERICA 3D KL. 8 - 10.35 12 RISE OF THE PLANETS OF THE APES KL. 5.40 - 8 - 10 20 12 T.V. - KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT ÁLFABAKKA V I P V I P 12 12 14 14 12 L L 7 7 L EGILSHÖLL 12 12 12 12 12 12 10 12 12 12 L L AKUREYRI GREEN LANTERN- kl. 5:40 - 10:30 3D LARRY CROWNE Íslandsfrumsýnd kl. 8 2D CARS 2 BÍLAR 2 ÍSL. TAL kl. 5:40 2D HORRIBLE BOSSES kl. 8 2D HARRY POTTER kl. 10:10 2D LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 - 10:20 2D LARRY CROWNE LUXUS VIP kl. 8 - 10.20 2D COWBOYS & ALIENS kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D GREEN LANTERN kl. 5:40 - 8 - 10.20 2D HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 2D HORRIBLE BOSSES LUXUS VIP kl. 5.30 2D BÍLAR 2 M/ ísl. Tali kl. 5.30 3D BÍLAR 2 M/ ísl. Tali kl. 5.30 2D HARRY POTTER kl. 8 - 10.40 2D L L KRINGLUNNI 12 LARRY CROWNE kl. 6 - 8 - 10:10 2D SMURFS M/ ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 3D SMURFS M/ ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 2D GREEN LANTERN kl. 10.30 3D HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 2D HARRY POTTER kl. 8 3D BÍLAR 2 M/ ísl. Tali kl. 3:30 3D STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR 14 12 12 L L L L LARRY CROWNE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GRÍNMYND JULIA ROBERTSTOM HANKS SELFOSS COWBOYS & ALIENS kl. 8 - 10.30 FRIENDS WITH BENEFITS kl. 8 GREEN LANTERN kl. 10.30 THE SMURFS m/ísl tali kl. 2:30 - 5 3D COWBOYS & ALIENS kl. 5:20 - 8 - 10:40 2D THE SMURFS m/ísl tali kl. 2:30 - 5 2D RISE OF THE PLANET OF THE APES kl. 8 - 10:30 2D BÍLAR 2 m/ísl tali kl. 2:30 3D HORRIBLE BOSSES kl. 8 2D CAPTAIN AMERICA kl. 10:20 3D BÍLAR 2 m/ísl tali kl. 2:30 2D GREEN LANTERN kl. 5:20 - 10:45 3D HARRY POTTER kl. 8 3D Box of Magazine 14 14 7 KEFLAVÍK LARRY CROWNE kl. 8 2D COWBOY’S & ALIENS kl. 10:20 2D HORRIBLE BOSSES kl. 8 2D BAD TEACHER kl. 10:10 2D 12 Tvö leikverk verða frum- sýnd á fjölum Gamla bíós í haust. Fræg íbúð á efstu hæð hússins verður til leigu undir listasýningar og mót- tökur. „Við röltum oft framhjá þessu virðulega húsi og veltum fyrir okkur hvað yrði um það. Við sótt- um um að fá það leigt og erum hæstánægð með að opna það að nýju,“ segir Signý Eiríksdóttir verkefnastjóri Leikhúsmógulsins. Signý ætlar, ásamt bróður sínum Óskari Eiríkssyni, framkvæmda- stjóra Leikhúsmógúlsins, að blása nýju lífi í gamla húsnæði Íslensku óperunnar við Ingólfsstræti eða Gamla bíó. „Íslensku óperunni var mikið í mun að það yrði áfram menningar- tengd starfsemi í húsinu. Við erum smám saman að komast í gang og ráða fólk,“ segir Signý og bætir við að húsið sjálft hafi útgeislun sem er engri lík. „Það er eitthvað alveg sérstakt við það að vera í Gamla bíói, saga hússins og hvernig það hefur verið varðveitt gefur því glæsibrag sem einfaldlega er ekki til annars staðar á landinu.“ Leikhúsmógúllinn er fyrirtæki sem einbeitir sér að framleiðslu og uppsetningu leiksýninga út um allan heim. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 á Íslandi en er nú með útibú í Þýskalandi, Sviss og Banda- ríkjunum. „Rekstur Gamla bíós er mikil- vægur en aðeins hluti af starf- semi okkar. Húsið verður fyrst og fremst notað sem leikhús en það verða aðrir viðburðir í húsinu í vetur svo sem tónleikar, danssýn- ingar og ýmiss konar listviðburð- ir,“ segir Óskar. Tvö leikverk verða frumsýnd í Gamla bíó í haust, „Sexy Laundry“ í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdótt- ur og glænýr íslenskur gaman- söngleikur byggður á hljómplötu Hrekkjusvínanna „Lög unga fólks- ins“ frá 1977. Á efstu hæð Gamla bíós er íbúð en þar er að finna einar stærstu svalir Reykjavíkur með útsýni yfir alla borgina. „Íbúðin á efstu hæð verður notuð í tengslum við leiksýningar og æfingar fyrst um sinn en hugmyndin er að það verði hægt að leigja hana undir móttökur, listasýningar og fleira seinna í vetur. Ætlunin er líka að opna húsið meira fyrir almenningi og jafnvel koma fyrir borðum og stólum í anddyrinu þar sem fólk getur komið við, fengið kaffi og spjallað.“ alfrun@frettabladid.is Blása nýju lífi í Gamla bíó LEIKHÚSMÓGULLINN Systkinin Signý og Óskar Eiríksbörn hlakka til að opna Gamla bíó á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.