Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 62
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR38 bio@frettabladid.is > STRUMPASTUÐ Rúmlega átta þúsund Íslend- ingar lögðu leið sína í kvik- myndahús landsins til að sjá Bláu strumpana í þrívídd. Myndin hefur fengið afleita dóma en þeir virðast ekki bíta á aðdáendurna. Ben Stiller, Vince Vaughn og Rosemarie DeWitt hafa öll fall- ist á að leika í gamanmyndinni Neighbor hood Watch. Seth Rogen og Evan Goldberg eiga heiður- inn að handritinu en það var fínpússað af Justin Theroux, ást- manni Jennifer Aniston og hand- ritshöfundi Tropic Thunder. Stiller leikur mann sem ákveð- ur að flytja fjölskylduna sína úr miðborg í úthverfi í von um rólegra líf. Hann kemst hins vegar á snoðir um að nokkrir íbúar stundi nágrannavörslu og lætur tilleiðast, enda býst hann ekki við öðru en að verk- efnin felist í fullum unglingum og skemmdarverkum. Annað kemur hins vegar á daginn þegar geimverur koma í heimsókn. Akiva Schaffer mun leik- stýra myndinni en hann gerði síðast Hot Rod. Gott grín í fæðingu GÓÐ SKEMMTUN Ben Stiller og Vince Vaughn leika aðal- hlutverkin í kvikmynd- inni Neig- borhood Watch. Danski leikstjórinn Lone Scherfig vakti mikla athygli í Ameríku fyrir mynd sína An Education sem gerð var eftir handriti breska rit- höfundarins Nick Hornby. Myndin var tilnefnd til þriggja Óskars- verðlauna og allar dyr í Hollywood stóðu Scherfig opnar. Um helgina verð- ur síðan kvikmynd hennar, One Day, frumsýnd. Hún er byggð á met- sölubók Davids Nicholls. Mynd- in segir frá námsmönn- unum Emmu og Dexter sem verða vinir 15. júlí 1988. Hún tekur síðan upp þráðinn á þess- um degi næstu tuttugu árin en One Day skartar Anne Hathaway og Jim Sturgess í aðalhlutverkum. Hún hefur fengið sæmilega dóma; 5,8 á imdb.com en aðeins fjörutíu prósent gagnrýn- enda hafa verið ánægð samkvæmt vefsíðunni rottentomatoes.com. Scherfig er hins vegar enginn nýgræð- ingur í kvikmyndagerð þótt Bandaríkjamenn séu að uppgötva hana núna. Hún leikstýrði meðal annars hinni frábæru Italiensk for begyndere sem sló í gegn á Norðurlönd- unum. Þá gerði leikstýrði hún einnig þátt- um í Taxa sem margir Íslend- ingar ættu að muna eftir úr dagskrá RÚV. - fgg Rómantísk mynd með dönsku ívafi Steven Soderbergh er þekktur fyrir að feta ótroðnar slóðir þegar kemur að kvikmyndagerð og víst er að næsta kvikmynd hans, Magic Mike, á eftir að vekja mikla athygli. Hún fjallar um karlkyns strippara og líf hans á Flórída. Myndin verður að hluta til byggð á lífsreynslu bandaríska leikarans Channing Tatum, sem var stripp- ari í Flórída áður en Hollywood uppgötvaði hann. Tatum mun sjálfur leika aðal- hlutverkið; hann er strippari sem kennir ungum lærlingi hvernig á að stíga réttu sporin og dilla rass- inum og takast á við athyglina utan sviðsins. Lærlingurinn verður að öllum líkindum leikinn af ung- stirninu Alex Pettyfer og þá hefur heyrst að Matthew McConaughey, sem er ber að ofan í svo til öllum myndunum sínum, muni leika strípibúllueigandann Dallas. McConaughey er reyndar upp- tekinn maður; hann leikur aðal- hlutverkið í spennutryllinum The Paperboy eftir Lee Daniels en meðal mótleikara hans í þeirri mynd eru Zac Efron og Nicole Kidman. Þá er hann einnig í stóru hlutverk í myndinni Mud á móti Reese Witherspoon eftir leikstjór- ann Jeff Nichols. Forvitnileg stripparamynd KARLSTRIPPARAR Matthew McConaughey og Channing Tatum leika karlkyns strippara í kvikmynd Stevens Soder- bergh, Magic Mike. Tom Hanks hefur tekist að halda sig í nágrenni við toppinn í Hollywood þrátt fyrir að þykja hvorki töff né kynþokkafullur. Og ferill- inn spannar fjölbreyttari svið en hjá mörgum öðrum. Leikarar í Hollywood festast oft í svipuðum rullum; sumir verða grínleikarar, aðrir sjá um hasarinn, einhverjir þykja bestir í dramatík- ina og svo eru það þeir sem fá að kyssa fallegustu stelpuna í róman- tísku myndunum. Tom Hanks er hins vegar einn örfárra sem tekist hefur að halda sig utan hefðbund- innar hlutverkaskiptingar í Holly- wood. Nýjasta mynd Hanks heitir Larry Crowne og verður frum- sýnd um helgina. Þar leikur hann afgreiðslumann sem gengur menntaveginn eftir að hafa verið sagt upp störfum. Meðal annarra leikara í myndinni má nefna Juliu Roberts en Hanks skrifar sjálf- ur handritið ásamt Niu Vardalos og leikstýrir. Myndin hefur feng- ið sæmilega dóma; fær 6 á imdb. com en aðeins 35 prósent gagnrýn- enda hafa verið jákvæð í hennar garð samkvæmt vefsíðunni rotten- tomatoes.com. Fátt benti til þess að leikar- inn yrði maðurinn sem léki eftir magnað afrek Spencers Tracey – að hreppa Óskarinn tvö ár í röð – þegar fyrstu myndir Hanks eru skoðaðar. Hann hefur yfirbragð hins venjulega manns, er enginn sykurpúði með tónaða magavöðva né sérvitringslegur á svipinn held- ur bara venjulegur meðaljón. Fram- an af ferlinum var Hanks fastur í galsafengnum gamanmyndum, grínskotnum löggumyndum og skondnum ástarsögum á borð við Splash, Dragnet og Turner & Hooch (hann var reyndar tilnefndur til Óskarverðlauna fyrir leik sinn í Big árið 1989). En 1993 náði Hanks almennilegri fótfestu sem „alvar- legri“ leikari þegar hann lék á móti Meg Ryan í Sleepless in Seattle. Myndin fékk góða dóma og mikla aðsókn og Hanks hefur eflaust feng- ið ótal gylliboð um að leika í svipuð- um myndum því Hollywood dýrkar jú að mjólka gullkálfana sína. Leikarinn tók hins vegar þá djörfu ákvörðun að leika næst alnæmissmitaða hommann Andrew Beckett í Philadelphia og fékk Ósk- arinn fyrir. Og þegar kom að því að afhenda styttuna árið eftir var Tom Hanks enn og aftur sigurvegari; nú fyrir leik sinn sem hinn greindar- skerti Forrest Gump. Á árunum 1994 til 2001 var Hanks tilnefndur fjórum sinnum til Óskars verðlauna. Sannkölluð gósentíð fyrir mann- inn sem eitt sinn mátti sætta sig við hlutverk í myndum á borð við Bachelor Party og Joe Versus the Volcano. Hanks hefur ekki verið jafn fyrir ferðarmikill á stóra sviðinu og hann var, það væri jafnvel hægt að fullyrða að Hanks sigldi lygnan sjó um þessar mundir; myndir hans eru svona hvorki né. - fgg MEÐALJÓNINN TOM HANKS STÓRSTJARNA Ferill Tom Hanks siglir lygnan sjó um þessar mundir; myndir hans þykja hvorki góðar né alslæmar. Nýjasta mynd hans, Larry Crowne, verður frumsýnd um helgina. NORDICPHOTOS/GETTY EINN DAGUR Anne Hathaway leikur aðalhlutverið í rómantísku myndinni One Day ásamt Jim Sturgess. MÓTEITRIÐ VIÐ FRJÁLSHYGGJUNNI Stefán Snævarr er prófessor í heimspeki og hefur getið sér gott orð sem öflugur bloggari og þjóðfélagsrýnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.