Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2011, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 18.08.2011, Qupperneq 4
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR4 LÖGREGLUMÁL „Það leikur enginn vafi á því að þarna var verið að reyna að svíkja út fjármuni,“ segir Njáll Gunnlaugsson mótorhjóla- kennari, sem sá við erlendum fjár- svikara í vikunni. Tilraun var gerð til þess að svíkja út úr Njáli 1.000 dali, eða rúmlega 100 þúsund krón- ur, í gegnum falsaða Paypal-síðu. Fyrirtækið Paypal er eins konar milliliður milli kreditkorthafa og fyrirtækja sem bjóða upp á vöru eða þjónustu sem greiða þarf fyrir með greiðslukorti. „Ég er að selja eitt af mótorhjól- unum mínum og fékk fyrirspurn frá Bandaríkjunum um kaup á því hjóli. Eftir nokkur tölvupóst- samskipti fékk ég skyndilega í tölvupósti kvittun frá Paypal um að viðkomandi hefði greitt rúma 4.000 dollara á Paypal-reikning minn, sem er 1.000 dollurum of mikið. Líklega hefur hann vonast til að ég endurgreiddi honum þá upp- hæð án þess að skoða málið betur. En ég hnaut meðal annars um það að enskan hans var ekki upp á það besta og að allir Paypal-tenglar voru óvirkir, sem og allar myndir sem eiga að tilheyra Paypal-vef- síðunni. Og svo hafði náttúrlega ekki komið króna inn á reikning- inn þegar að var gáð. Hann virðist hafa stolið kynningarefni af heima- síðu fyrirtækisins og reynt blekk- ingar með því.“ Njáll segist enn fremur hafa frétt af öðrum manni sem var að hugleiða að selja mótorhjól til útlanda. Njáll kveðst hafa sett sig í samband við hann og þá hafi komið í ljós að sá hefði einnig fengið fyrirspurn um kaup á hjól- inu frá Bandaríkjunum og að þar hefði sami svikari verið á ferð og hafði leikið sömu kúnstir með því að þykjast hafa borgað of mikið inn á reikning viðkomandi. Njáll setti sig þegar í samband við Paypal þegar honum var ljóst hvers kyns var. Hann fékk svar til baka þar sem staðfest var að um til- raun til svindls hefði verið að ræða og var honum þakkað fyrir að koma þessum upplýsingum til fyrir- tækisins sem hefði þegar brugðist við til að stöðva svikarann. „Mér fannst nauðsynlegt að vara aðra eigendur ökutækja við þessu svindli,“ segir Njáll og bætir við að það síðasta sem heyrst hafi frá svindlaranum sé að flutningsaðili á hans vegum myndi koma og sækja hjólið fyrir helgina. Guðmundur Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að tilkynningar um tilraun- ir til fjársvika berist embættinu jafnt og þétt. Hann kveður emb- ættinu hafa borist tilkynningar af svipuðum toga og þá er um getur hér að ofan. jss@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL Ríkið og fyrir tækið Agar ehf. voru dæmd í Héraðsdómi Vesturlands 10. ágúst til að greiða rúmar 5,5 milljónir króna auk vaxta í bætur til konu sem var starfsmað- ur fyrirtækisins. Talið er sannað að konan hafi orðið fyrir heilsutjóni við störf sín. Frá þessu er greint á vef Bæjar ins besta. Konan leitaði fjórum sinnum til læknis á árunum 1997 til 2000 vegna hósta og öndunarerfiðleika og tvisvar árið 2000 vegna höfuð- verkja og ógleði. Engin niðurstaða fékkst um hvað amaði að. Haustið 2005 var konan greind með astma og ofnæmiskvef. Ljóst þykir að bein tengsl voru á milli veikinda hennar og vanbúnaðar á vinnustað hennar hjá Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins á Ísafirði. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að það sé fullsannað með framlögðum gögnum, svo sem athugasemdum Vinnueftirlitsins og úttekt verkfræðinga, að loftræsting og aðbúnaður á vinnustaðnum hafi verið ófullnægjandi. Konan vann meðal annars daglega við ætisrækt- un og hefði vinnuveitendum borið að tryggja henni vinnuumhverfi sem ekki væri heilsuspillandi. Þá hélt konan því einnig fram að henni hafi aldrei verið úthlutað persónuhlífum til hlífðar öndunar- færum sínum. Gerð hafi verið athugasemd við skort á persónu- hlífum í úttekt Vinnueftirlitsins árið 2004 en engar úrbætur hafi átt sér stað. Var það niðurstaða héraðs- dóms að ríkið og Agar bæru bóta- ábyrgð á tjóni stefnanda. - sv Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi konu skaðabætur vegna heilsuspillandi vinnuumhverfis: Fær 5,5 milljónir króna í skaðabætur ÍSAFJÖRÐUR Talið er að konan hafi unnið í heilsuspillandi umhverfi þar sem öryggiskröfur voru ekki uppfylltar. INDLAND, AP Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, deilir harkalega á Anna Hazare, sem hóf í gær hungurverkfall til að krefjast hertra laga gegn spill- ingu. Hazare hóf föstuna í varðhaldi í gær. Honum var sleppt skömmu síðar, en hann neitaði að yfirgefa fangelsið nema hann fengi að mótmæla á sinn hátt. Singh sagði að aðgerðir Haz- ares væru kúgun og aðför að þinginu. Frekar ættu lýðræðis- lega kjörnar stofnanir ríkisins að klára málið. Þúsundir hafa farið út á götur landsins og mótmælt viðbrögðum stjórnarinnar og handtökunni á Hazare. - þj Ráðherra um hungurverkfall: Segir mótmæli ógna lýðræðinu SÓTT AÐ SINGH Manmohan Singh for- sætisráðherra er í miklum vandræðum vegna ásakana um spillingu hins opinbera og mótmæla sem stigmagnast víða um landið. NORDICPHOTOS/AFP HJÁLPARSTARF Fjöldi Íslendinga hyggst leggja hjálparstarfi á neyðarsvæðunum í Austur- Afríku lið með þátttöku í Reykja- víkurmaraþoninu um helgina. Þegar hafa margir skráð sig til að safna áheitum fyrir UNI- CEF og Rauða krossinn, sem hafa unnið gott starf í þágu nauð- staddra, en hægt er að styrkja málefnið á www.hlaupastyrkur.is. Samkvæmt upplýsingum frá UNICEF og Rauða krossinum, hefur þeim gengið vel að dreifa gögnum á neyðarsvæðunum. Hlauparar styðja nauðstadda: Maraþonhlaup fyrir nauðstadda Reyndi að svíkja fé út á þekkta vefsíðu Varkárni seljanda mótorhjóls varð til þess að svikara tókst ekki að svíkja út úr hon- um á annað hundrað þúsunda króna. Svikarinn reyndi að blekkja manninn með því að nota kynningarefni af þekktri vefsíðu. Hann hefur reynt að blekkja fleiri. Fjöldi svindlpósta 2010 sem tilkynntir voru til embættis ríkislögreglustjóra Óflokkaðir og símtöl: 226 Um lottó- og happdrættisvinninga o.fl.: 501 Tilkynningar um fjármuni í bönkum, arf eftir „ættingja“ o.fl.: 662 Tölvupóstar með hótunum til að ná fjármunum: 7 Með hótelbókunum og öðrum þjónustubeiðnum: 33 Með tilboðum um ódýrar vörur, ódýr lán o.fl.: 50 Samtals: 1.479 Heimild: Embætti ríkislögreglustjóra VIÐSKIPTI Sigurður Kári Krist- jánsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, telur að heimila eigi innflutning á landbúnaðarvörum í sátt við bændur. Hann gagn- rýnir stjórnvöld fyrir að hafa ekki náð sam- stöðu um breyt- ingar á landbún- aðarkerfinu. „Ég hef alltaf verið hlynntur frelsi í við- skiptum og það á við um land- búnaðarvörur eins og aðrar vörur. Íslensk stjórnvöld hefðu löngu átt að stíga skref í þá átt að opna fyrir innflutning á þessum vörum.“ Sigurður Kári segir slíkt hins vegar verða að gerast í sátt við bændur. „Bændur eru viðræðugóður og ef menn vilja umræðu af sanngirni og opnum hug er allt hægt.“ - kóp Kallar eftir samráði: Vill leyfa inn- flutning land- búnaðaravara SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Nefndarmenn eru óháðir Úttektarnefnd Landssamtaka lífeyris- sjóða, sem skoðar fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi sjóðanna í aðdraganda bankahruns- ins, áréttar í sérstakri tilkynningu að starf hennar sé óháð Landssamtök- unum. LÍFEYRISSJÓÐSMÁL GENGIÐ 17.08.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,7387 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,10 113,64 185,92 186,82 163,38 164,30 21,928 22,056 20,934 21,058 17,798 17,902 1,4767 1,4853 182,20 183,28 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is ÓMÓTSTÆÐILEG MÁLTÍÐ Á EINARI BEN 200 g nautalund með rótargrænmeti og piparsósu, heit súkkulaðikaka með ís. www.einarben.is 50 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 3.600 kr. GILDIR 24 TÍMA 7.650 kr. Verð 53% Afsláttur 4.050 kr. Afsláttur í kr. SÁ VIÐ SVIKARA Njáll Gunnlaugsson með mótorhjólið góða sem einn óprúttinn reyndi að svíkja fé út á. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 31° 30° 27° 18° 29° 31° 19° 19° 26° 18° 32° 28° 32° 21° 26° 22° 21° Á MORGUN 3-8 m/s, en stífari syðst. LAUGARDAGUR Stíf NA-átt SA-til, annars hægari. 9 5 10 11 12 12 12 10 10 8 7 10 9 9 12 14 10 10 15 14 8 RÓLEGHEIT Hæglætisveður og þurrviðri verður á boðstólum næstu daga. Veðurspáin fyrir menningarvið- burði og maraþon í Reykjavík á laugar- dag er mjög fl ott, hæg norðlæg átt, bjartviðri og allt að 15 stiga hiti. Hvatn- ing fyrir einhverja að taka þátt? Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.