Fréttablaðið - 18.08.2011, Síða 6

Fréttablaðið - 18.08.2011, Síða 6
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR6 STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að nauðsynlegt sé að leggja öll spilin á borðið vegna sam- einingar SpKef og Landsbanka Íslands. Virði eigna sjóðsins hafi rýrnað frá mati stjórnvalda og það verði að skýra. Bjarni segir að stjórnvöld hafi vitað af slæmri stöðu Sparisjóðs Keflavíkur um nokkra hríð áður en ákveðið var að skipta honum upp og stofna SpKef. Við þann gjörning hafi menn gengið út frá því að nokkuð góð vissa væri um virði eignanna. Slitastjórnin hafi hins vegar aldrei getað fellt sig við þann samning sem í boði var; engar eignir hafi verið skildar eftir og slitastjórnin hafi ekki einu sinni getað höfðað riftunarmál þar sem eignir stóðu ekki undir kostn- aði. „Samt sem áður var þetta látið ganga fram. Síðan kemur í ljós að sparisjóðurinn hefur þörf fyrir aukið eigið fé eigi hann að halda í einhver starfsleyfi,“ segir Bjarni. Þá hafi skýrst að sjóðinn vantaði ekki einungis þá 10 til 11 milljarða sem fjármálaráðuneytið og Fjár- málaeftirlitið (FME) höfðu gert opinbera, heldur 6 til 7 milljarða aukreitis. Þinginu hafi þá verið kynnt um sameiningu sjóðsins og Landsbankans, en við það þyrfti aðeins að leggja út um það bil 11 milljarða. Landsbankinn gaf út við sameininguna að lagt yrði sjálf- stætt mat á eignasafn sjóðsins og í ljós kom að 20 milljarða bar á milli mats bankans og FME. „Þetta kallar fram spurningar um það hvaða mat fór fram í upp- hafi, á hvaða mati aðgerðirnar á þessu ári byggðust og hvað varð um virði eignanna. Hvað varð um virði eignanna? Hefur það rýrnað svona mikið eftir að ríkisstjórnin fór að skipta sér af, eða voru eign- irnar svona ofmetnar? Hvernig getur orðið til 20 til 30 milljarða gat í sparisjóði sem á ekki einu sinni fyrir innistæðum?“ Bjarni segir um háar fjárhæð- ir að ræða og minnir á að Lands- bankinn hafi verið seldur á um 20 milljarða í einkavæðingu og eigið fé sameinaðs Íslandsbanka og Fjár- festingarbanka atvinnulífsins á sínum tíma verið um 18 milljarðar. „Hver ber ábyrgð á því eigna- mati sem birtist í lok árs 2008 þar sem sagt var að eiginfjárstaða sjóðsins væri nokkuð góð? Það er bara lítið brot eftir af eignum sem voru í bókum sjóðsins í lok árs 2008.“ kolbeinn@frettabladid.is Virðisrýrnun eða of- mat við Sparisjóðinn Formaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvað orðið hafi um virði eigna Sparisjóðs Keflavíkur. Veltir því upp hvort um ofmat hafi verið að ræða eða virðið rýrnað við afskipti stjórnvalda. Málið var rætt á fundi þingnefndar á þriðjudaginn. GAGNRÝNINN Bjarni segir mikilvægt að öll spil séu lögð á borðið varðandi málefni Sparisjóðs Keflavíkur. Síðan verði tekin ákvörðun um eðlileg næstu skref í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Málefni SpKef voru rædd á fundi efnahags- og skattanefndar á þriðjudag. Sigurður Kári Kristjánsson, einn nefndarmanna, segir alvarlegar athuga- semdir hafa komið upp varðandi það hvort rétt hafi verið staðið að stofnun sjóðsins og margt bendi til að þær séu réttmætar. Hann vill að málið verði kannað í þaula. Rætt í þingnefnd UMHVERFISMÁL Kalmanshellir í Hallmundar hrauni verður friðlýstur á morgun. Markmiðið er að vernda hellinn, einstæðar jarðmyndanir hans og hella- kerfið allt og koma í veg fyrir röskun og skemmdir á jarðmyndunum. Hellirinn var kannaður og mældur upp í leiðangri íslenskra og bandarískra hella- áhugamanna sumarið 1993 undir forystu Jay Reich. Reyndist hellirinn vera rúmir fjórir kílómetrar að lengd og þar með vera lengsti mældi hraunhellir landsins. Hluti hellisins er töluvert hruninn. Til- efni friðlýsingarinnar er að ein hellis- greinin, um 500 metra löng, skartar óvenju glæsilegum og ósnortnum hraun- myndunum, jafnt dropastráum sem dropasteinum og telst vera náttúru- fyrirbæri á heimsvísu. Þar er eitt lengsta þekkta hraunstrá jarðar, 1,65 metrar að lengd. Umferð um viðkvæmasta hluta hellis- ins er alfarið óheimil nema brýnir almannahagsmunir séu í húfi, að mati Umhverfisstofnunar og umsjónaraðila. - shá Kalmanshellir í Hallmundarhrauni hefur nú verið verndaður fyrir skemmdum: Viðkvæmt hellakerfi í Borgarfirði friðlýst INNI Í KALMANSHELLI Steinmyndanir í hellinum eru einstakar á heimsvísu og því nauðsynlegt að friða hann til að varðveita náttúruvættið. Myndina tók Árni B. Stefánsson árið 1993, en hann hefur haft forystu um verndun hellisins. MYND/ÁBS Býrð þú í leiguhúsnæði? Já 22,2% Nei 77,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Ert þú með bílalán? Segðu þína skoðun á Vísi.is DAGVISTUN Nokkuð er um laus pláss hjá dag- foreldrum víðs vegar um borgina, sér í lagi í úthverfunum, að sögn Kristbjargar Jónsdóttur, stjórnarmanns í Félagi dagforeldra. Sem fyrri dag- inn er slíka vistun síst að fá í Mið- og Vesturbæ. „En það eru auðvitað alltaf einhverjir dagforeldr- ar sem eru með allt fullt og biðlista. Og húsnæðið í 101 er dýrt og óhentugt,“ skýrir Kristbjörg. Síðustu ár hefur reglulega verið greint frá því að slegist sé um pláss hjá dagforeldrum í Reykjavík. Kristbjörg segir að aðgerðir Reykjavíkurborgar síð- asta árið hafi stuðlað að breyttri stöðu, því borgin fjölgaði dagforeldrum mikið og auglýsti sérstaklega eftir þeim. Einnig hafi fjölgun á atvinnuleysisskrá auðveldað borginni að finna fólk til vinnu. Kristbjörg varar fólk við því að styðjast um of við heimasíður þjónustumiðstöðva borgarinnar, þegar athugað er hvort pláss séu laus. Síðurnar séu misvel uppfærðar. Hún mælir með síðum eins og Barna- landi eða Blandi.is. Þar hefur mátt finna auglýsingar frá dagmæðrum bæði í Mið- og Vesturbæ í vikunni. - kóþ Aðgerðir Reykjavíkurborgar hafa skilað árangri að sögn dagforeldris: Pláss laus hjá dagforeldrum BARNAPÖSSUN Aðgerðir Reykjavíkurborgar, sem og erfiðara atvinnuástand, hafa skilað því að auðveldara er að finna dag- foreldra. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.