Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 8

Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 8
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR8 Gerðu alla þína heilsudrykki, boost og próteinhristinga í þessum öfluga 500W stálblandara með glerkönnu. Malar ís léttilega. Hraðastillir. Auðveldur í þrifum og notkun. Áður kr. 10.490 Verð fimmtu- og föstudag kr. BL-4430 Blandari 5.245 50% AFSLÁTTUR GLERKANNA GILDIR FIMMTU- & FÖSTUDAG MALAR ÍS 0 s TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU: Veiðiréttur til 10 ára í boði fyrir félag í veiðitengdri ferðaþjónustu Hreindýraveiði á Grænlandi Caribou Greenland A/S er félag á gömlum grunni, en með nýjum fjárfestum, sem hefur umráð yfir 150.000 hektara (1.500 ferkílómetra) jarðnæði syðst á Grænlandi. Á svæðinu er m.a. hreindýrastofn á stærð við þann íslenska og margar góðar ár, fullar af bleikju. Félagið hefur falið KONTAKT að finna öflugan aðila sem hefur áhuga, vit og fjárhagslega burði til að byggja upp veiðitengda ferðaþjónustu á svæðinu við hlið hreindýrabúskapar sem Caribou Greenland mun stunda. Áhugasamir hafi samband við Jens Ingólfsson eða Gunnar Svavarsson fyrir 26. ágúst í síma 414 1200. LÍBÍA, AP Hörð átök brutust út í gær milli uppreisnarmanna og lið- sveita Múammars Gaddafí í borg- inni Savíja, þar sem þeir börðust um yfirráð einu starfhæfu olíu- hreinsistöðvar landsins. Savíja er skammt frá höfuðborg- inni Trípolí og sögðust uppreisnar- menn hafa náð að loka fyrir allt streymi olíu og gass til höfuðborg- arinnar, þar sem Gaddafí hefst við ásamt helstu stuðningsmönnum sínum. Á laugardaginn var tókst upp- reisnarmönnum að komast inn í Savíja úr bækistöðvum sínum í fjallahéruðunum vestan til í land- inu og hafa síðan smám saman fikrað sig lengra inn í borgina. Þeir hafa veginn á milli Savíja og Trípolí á sínu valdi, og hafa því þrengt verulega að Gaddafí sem á nú erfitt með að fá bæði olíu, gas og aðrar nauðsynjar fluttar til höfuð borgarinnar. Þeir herja nú að höfuðborg- inni bæði úr vestri og suðri auk þess sem hersveitir NATO ráða lögum og lofum á hafinu fyrir norðan Trípolí, sem er á strönd Miðjarðar hafsins. Uppreisnarmenn ráða að mestu yfir austurhluta landsins og hafa stofnað bráðabirgðastjórn í borg- inni Bengasí, þar sem uppreisnin hófst fyrir fimm mánuðum. Þeir eru vongóðir og segja aðeins fáeinar vikur í að Gaddafí- stjórnin falli. Leon Panetta, nýr varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, segist einnig telja að dagar Gaddafís séu brátt taldir. Gaddafí og liðsmönnum hans hefur engu að síður tekist að verj- ast falli mánuðum saman, mun lengur en bjartsýnustu raddir reiknuðu með þegar leiðtogar NATO-ríkjanna ákváðu að blanda sér í átökin seint í mars með loft- árásum. Átökin um olíuhreinstöðina í Savíja hófust á þriðjudag, en strax á laugardag – eftir að uppreisnar- menn réðust fyrst inn í borgina – hófust viðræður þeirra við her- menn Gaddafís, sem eru í olíu- hreinsistöðinni til að verja hana. Sumir þeirra gáfust upp á þriðjudag, flestir heimamenn í Savíja. Margir almennra starfs- manna stöðvarinnar fóru þaðan strax á fyrstu vikum borgara- stríðsins, sem hófst um miðjan febrúar. gudsteinn@frettabladid.is Uppreisnarsveitir þrengja að Gaddafí Uppreisnarmenn í Líbíu eru brattir og segja aðeins fáeinar vikur þangað til stjórn Múammars Gaddafí falli. Þeir sækja nú að Trípolí bæði úr suðri og vestri. Bardagar í borginni Savíja um einu starfhæfu olíuhreinsistöð landsins. BARIST Á GÖTUM SAVÍJA Uppreisnarmaður forðar sér undan skotum frá leyniskyttu. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Útgerðarfyrirtækið Lotna hefur geng- ið frá kaupum á fiskvinnsluhúsi og beitningahúsi sem voru í eigu þrotabús Eyrarodda á Flateyri. Þar að auki hefur það leigt bátinn Stjána Ebba og allan þann kvóta sem honum fylgir fram að næsta fiskveiðiári sem reyndar hefst eftir um það bil hálfan mánuð. Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Lotnu, segir að kaupin og leigan kosti tugi milljóna. Hann segir enn fremur að ekki standi til að kaupa fisk- vinnsluhúsið sem Byggðastofnun eigi veð í en eftir að Eyraroddi fór í þrot bauð Lotna í það hús en Byggðastofnun féllst ekki á kaupin. „Við höfum snið- ið okkur stakk eftir vexti og ætlum bara að halda áfram með þá vinnslu sem við erum nú þegar með,“ segir hann. „Við höfum líka séð að reksturinn á öllum húsunum, sem Eyraroddi skilur eftir, er hrein- lega of dýr.“ Greint var frá því á vestfirska fréttavefnum BB í gær að tilboð hefði borist í þær eignir sem eftir eru í þrotabúinu, sem er þó stærsti hlutinn. Þar segir að það muni vera frá fyrirtækinu Arctic Fish sem er að hluta í eigu erlendra aðila. Haft er eftir Friðbirni E. Garðarssyni skiptastjóra að samningaviðræður hafi gengið vel og niðurstöðu sé að vænta fljótlega. - jse Lotna hefur keypt lítinn hluta af Eyrarodda og tilboð hefur borist í afganginn: Eyraroddi að seljast í tvennu lagi SÁ GULI Í KARI Aftur eygja Flateyringar von um að sá guli glæði atvinnulífið á staðnum. DANMÖRK Lars Lökke Rasmussen, forsætisráherra Danmerkur, hefur hafnað alfarið vangaveltum um að Danski Þjóðarflokkurinn, DF, sé á leið inn í ríkisstjórn. DF hefur staðið með hægristjórn Venstre og Íhaldsmanna síðustu ár og varið hana falli. Þingkosningar fara fram í haust í síðasta lagi. „Ef mér fyndist sem DF ætti að vera með í stjórninni færi ég til kosninga til að mynda slíka stjórn,“ sagði Rasmussen. „Mín ósk er hins vegar að núver- andi stjórn haldi áfram og því fer ég til kosninga með það að sjónar- miði. Þess vegna er DF ekki á leið í stjórn.“ Pia Kjærsgaard, formaður DF, hefur áður ýjað að því að flokkur hennar fari í stjórn þegar honum sýnist svo, en nú hefur Rassmussen tekið af öll tvímæli. Lars Barfo- ed, formaður Íhaldsmanna, tekur undir þessi orð forsætis ráðherra og segir of mikinn mun vera á grundvallarmálum flokkanna. Kjærsgaard furðar sig á ummælum Rasmussens. „Ekk- ert er útilokað fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum,“ sagði hún. - þj Forsætisráðherra Danmerkur um stjórnarmynstur eftir komandi þingkosningar: DF ekki á leiðinni í ríkisstjórn NEITAR STJÓRN MEÐ DF Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra hefur neitað því að til standi að mynda stjórn með Danska Þjóðarflokknum. NORDICPHOTOS/AFP FERÐAÞJÓNUSTA Hvert hótelrými á höfuðborgarsvæðinu og víðar mun vera bókað helgina 25. til 27. ágúst, en þá verður í Reykja- vík fjölmennasta alþjóðlega ráð- stefna Íslandssögunnar. Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands verður þá gestgjafi evr- ópskra stjórnmálafræðinga, og eru skráðir þátttakendur á þriðja þúsund talsins. Nokkrir gestir voru fullseinir að bóka sig og leita skipuleggjendur nú gisti- rýmis fyrir þá. Erna Hauksdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir ekki óalgengt að hvert hótel- herbergi sé upptekið í Reykjavík þegar ráðstefnur eru. - kóþ Öll hótelrými uppbókuð: Fræðimenn í hverju rúmi Gaskútaþjófar á ferð Gaskútaþjófar hafa verið á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Fjórum gaskútum var stolið í Reykjavík og Kópavogi á föstudag og laugardag. Lögregla beinir þeim tilmælum til eigenda gaskúta að gera ráðstafanir ef þeir mögulega geta, ekki síst þeir sem eru með gaskúta á fellihýsum sínum. LÖGREGLUFRÉTTIR Óboðinn gestur í sófa Konu um sextugt brá illilega í brún þegar hún fór á fætur á heimili sínu í borginni í fyrramorgun. Á sófa í stofunni hennar svaf ókunnugur karlmaður og hringdi konan strax eftir aðstoð lögreglu. Hinn óboðni gestur, sem var ölvaður, var vakinn og hélt hann sína leið eftir að hafa náð áttum. 1. Hversu oft hafa Skagamenn orðið Íslandsmeistarar í knatt- spyrnu karla? 2. Hvenær var Seljavallalaug byggð? 3. Hvað heitir framleiðslufyrirtæki Sigurjóns Kjartanssonar? SVÖR: DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir ítrekuð umferðalagabrot og síðan að hafa sagt rangt til nafns við skýrslutöku hjá lögreglu. Konan var ítrekað tekin þar sem hún ók réttindalaus, að því er fram kemur í ákæru. Þá var hún tekin fyrir fíkniefnaakstur og greindist kókaín í þvagi hennar. Loks er konan ákærð fyrir rangar sakargiftir með því að hafa gefið upp nafn og kenni- tölu annarrar konu og ritað nafn hennar undir lögregluskýrslu. - jss Kona á þrítugsaldri ákærð: Ók í vímu og laug um nafn 1. Átján sinnum 2. 1923 3. Ídea Filmcompany VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.