Fréttablaðið - 18.08.2011, Síða 12

Fréttablaðið - 18.08.2011, Síða 12
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR12 12 hagur heimilanna Smiðsbúð 6 210 Garðabæ Sími 564 5040 Sitness Kr. 39.900,- Góðir fyrir bakið! Veltikollar og hnakkstólar w w w .h ir zl an .i s Body Balance Kr. 39.900,- Bonanza Kr. 65.900,- svart leður Falsaður varningur snýst ekki bara um Gucci-töskur og Rolex-úr. Lyf sem almenningur kaupir til dæmis á netinu geta einn- ig verið fölsuð og þar með lífshættuleg. Það sama má segja um varahluti í til dæmis bíla og vélar. Þetta segir Ásdís Kristmunds- dóttir, sviðsstjóri hjá Einka- leyfastofunni. „Okkar tilgangur er að vekja fólk til umhugsunar um að falsað- ar vörur geti víða verið. Þær eru almennt ódýrari en ekta varan og það getur verið freistandi að kaupa þær á erfiðum tímum en sam tímis hættulegt. Sum fölsuð lyf eru lyf- leysur eða innihalda eiturefni. Önnur innihalda virka lyfjaefnið en í of litlu eða of miklu magni,“ bendir Ásdís á. Í tengslum við alþjóðlega ráð- stefnu í Hörpu í dag um hugverka- rétt hefur verið opnuð vefsíðan www.falsanir.is. Á síðunni er bent á að í sumum tilfellum innihaldi fölsuð lyf götumálningu, gólflakk, koffín, amfetamín og morfín. Talið er að stór hluti þeirra lyfja sem seld eru í gegnum netið sé falsað- ur og bjóða mörg ólögleg netapótek upp á margar ólíkar tegundir lyfja, eins og til dæmis stinningarlyf, grenningarlyf, fúkkalyf, krabba- meinslyf og lyf gegn kólesteróli. Á vefsíðunni segir jafnframt að fjöldi alvarlegra tilfella komi árlega upp í Evrópu vegna neyslu, notkunar eða meðhöndlunar á föls- uðum varningi eins og til dæmis lyfjum, matvælum, snyrtivörum og leikföngum. „Viðskipti með falsaðan varning eru sú ólöglega starfsemi sem hvað mest hefur vaxið í heiminum á síð- ustu árum. Þetta er neðanjarðar- hagkerfi sem stjórnað er af skipu- lögðum glæpasamtökum. Þessi starfsemi er á heimsvísu talin vera orðin sambærileg við viðskipti með fíkniefni,“ segir Ásdís. Hún segir bæði einstaklinga og fyrirtæki flytja inn falsaðan varn- ing til Íslands. „Þetta er allt milli himins og jarðar. Snyrtivörur, lyf, fatnaður, skór, íhlutavörur í tölv- ur og símar svo eitthvað sé nefnt. Tollurinn er að verða meðvitaðri um hvaða vörur geti verið falsað- ar og fargar þeim ef í ljós kemur að svo sé.“ Á alþjóðlegu ráðstefnunni í Hörpu í dag verður meðal annars fjallað um ólöglegt niðurhal kvik- mynda og tónlistar sem og eftirlík- ingar hönnunar. Fölsuð lyf og leikföng eru hættulegar vörur Minna var keypt af fötum á hefðbundnum sumarútsölum í júlí síðastliðnum heldur en í fyrra, samkvæmt fréttatil- kynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar. Í tilkynning- unni segir að þannig haldi áfram samdráttur í fataverslun sem staðið hafi síðastliðin ár. Fataverslunin dróst saman um 10,9 prósent í júlí miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi og um 10,7 prósent á breytilegu verði á sama tímabili. Verð á fötum var 0,3 prósentum hærra en í sama mánuði fyrir ári. Bent er á að eftir því sem næsti verði komist virðist breyting hafa orðið í fatainnkaupum þar sem ráðdeild og hagkvæmni neytenda ráði meiru en áður. Meðal þess sem fatakaupmenn merkja er að neytendur halda sig ekki endilega við þekkt vörumerki heldur kaupa þeir frekar þau merki sem eru ódýrari. Velta skóverslunar jókst um 2,6 prósent í júlí á föstu verðlagi og um 3,7 prósent á breytilegu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Verð á skóm hækkaði um 1,1 prósent frá júlí í fyrra. ■ Verslun Minni fataverslun en í fyrra Magnús R. Einarsson hefur marga fjöruna sopið í tónlistarlífi Íslendinga og leikið með ekki ómerkari hljómsveitum en Brimkló, Ríó Tríói, Þokkabót og fleirum. „Ég var líka fenginn í Spilverk þjóðanna eftir að Egill Ólafsson fór, ég var svona Egilsígildi. Það var erfitt að fylla það skarð enda tókst það ekki,“ segir hann í gamansömum tón. En Magnús hefur líka ýmislegt reynt í við- skiptum. Fréttablaðið fékk hann til að rekja bestu og verstu kaupin. Hann byrjar á óförunum. „Ég lét einu sinni glepjast af tölvuauglýsingu og fór því af stað og ætlaði að kaupa þessa tölvu. Þá kom í ljós að hún var ekki til svo ég varð að bíða og af þessu hlutust alls konar ónot. Þegar ég fékk hana loksins kom í ljós að hún var sérlunduð og ósamvinnuþýð svo við náðum aldrei saman. Kostaði hún þó 150 þúsund sem þóttu nú heldur betur peningar á þessum tíma, um 1995. En ég hafði svo heppnina með mér þegar ég var að vinna á Nýja-Sjálandi en þá sagðist kollegi minn vera með fiðlu eina uppi á háalofti hjá sér. Hafði afi hans átt gripinn. Ég fór að líta á og sá strax að þetta var fín fiðla og þá spurði félaginn hvort ég vildi ekki kaupa hana. Ég kvaðst ekki vita hvað hann vildi fyrir hana en þá bauð hann mér hann gripinn á 20 dollara. Ég setti í hana nýja strengi og lagfærði hana lítillega en síðan seldi ég hana á … nei, heyrðu, það er best að fara ekkert út í það.“ NEYTANDINN: MAGNÚS R. EINARSSON, ÚTVARPSMAÐUR OG TÓNLISTARMAÐUR Keypti sérlundaða tölvu Vegna fjármálakreppunnar hefur flugfarþegum sem ferðast á við- skiptafarrými fækkað hjá flug- félögum víða um heim. Þar með hefur heimsóknum í betri stofur á flugvöllum einnig fækkað. Þess vegna hafa ýmis fyrirtæki komið upp betri stofum á flug- völlum sem venjulegir farþegar geta keypt aðgang að. Sumar betri stofur eru fyrir farþega ákveðinna flugfélaga en að öðrum hafa allir aðgang að. Fyrirtækið No.1 Traveller, sem rekur betri stofur á Stansted, Gat- wick og Heathrow í London, býður upp á meira en þægileg húsgögn og mat. Í nýrri risastórri betri stofu á Heathrow er sérstakur kvikmyndasalur þar sem sýndar eru breskar kvikmyndir. Þar verð- ur einnig hægt að fara í nudd og klippingu. Aðgangur að framan- greindum betri stofum kost- ar 2.800 til 4.700 krónur í hvert skipti. Dvöl í betri stofunni reLAX á alþjóðaflugvellinum í Los Ange- les í Bandaríkjunum kostar 1.700 krónur á klukkustund en 5.700 fyrir allan daginn. Allir flugfar- þegar hafa aðgang að stofunni. Á Kastrup-flugvellinum í Kaup- mannahöfn var í júlí síðastliðnum opnuð betri stofa fyrir alla far- þega. Aðgangurinn kostar 3.700 krónur. Á Gardermoen í Ósló kostar aðgangur að betri stofu fyrir alla 5.300 krónur. - ibs Flugfarþegar á almennu farrými geta nú keypt sér hvíldarsæti á flugvöllum: Fá aðgang að betri stofum Einfalt er að staðla þyngd á ýmsum kjötvörum, eins og niður- sneiddu áleggi og pylsum, samkvæmt þeim upplýsingum sem Neytendasamtökin hafa aflað sér. Á vefsíðu samtakanna, www. ns.is, segir að þeim hafi borist efasemdir frá neytendum um að mögulegt væri að staðla þyngdina. Jafnframt bárust efasemdir um að um nákvæma vigtun væri að ræða. Neytendasamtökin benda á að Neytendastofa hafi eftirlit með að vogir vigti rétt. Færst hefur í vöxt að kjötiðnaðarstöðvar staðli þyngd á vörum sínum í kjölfar ákvörðunar Samkeppniseftirlits um að óheimilt sé að forverðmerkja vörur. ■ Matvæli Einfalt að staðla þyngd á kjötvörum Verðmerkingar í sérverslunum í miðborg Reykjavíkur eru langt frá því sem telst viðunandi samkvæmt könnun Neytendastofu í júlí síðastliðnum. Farið var í 202 verslanir og reyndust 136 þeirra vera með verðmerkingar í ólagi eða 67 prósent. Verðmerkingar í sýningargluggum voru almennt verri en inni í verslunum, að því er segir í frétt á vefsíðu Neytendastofu. Fatabúðir, skartgripaverslanir og verslanir sem selja íslenskt handverk komu verst út úr skoðun stofnunarinnar. Í sam- bærilegri skoðun í Kringlunni og Smáralind fyrir jól fengu 52 prósent verslana áminningu vegna verðmerkinga. Þeir sem fara ekki eftir ábendingum um úrbætur á verðmerk- ingum eru sektaðir. Neytendur geta komið ábendingum á framfæri á vefslóðinni www.neytendastofa.is. ■ Verslun Ófullnægjandi verðmerkingar í miðborginni GÓÐ HÚSRÁÐ fötin þurr í flýti Fljótleg leið til að þurrka þvott Á GATWICK-FLUGVELLINUM Aðgangur að betri stofunum þar kostar 20 pund. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FALSAÐAR VÖRUR „Viðskipti með falsaðan varning eru sú ólöglega starfsemi sem hvað mest hefur vaxið í heiminum á síðustu árum,“ segir Ásdís Kristmunds- dóttir hjá Einkaleyfastofunni. Ef þér liggur á að fá þurr föt geturðu próf- að að setja hreint þykkt bómullarhand- klæði með blauta þvottinum í þurrkarann. Þar sem handklæðið er þurrt dregur það í sig rakann og þvotturinn þornar fyrr. Ef magn þvottar- ins er mikið geturðu bætt við fleiri handklæðum. 30% KÍLÓVERÐ Á SMJÖRI hefur hækkað um 30 prósent frá því árið 2007, þegar það var 403 krónur. Verðið er 559 krónur í dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.