Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 22
22 18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR
Þann 16. ágúst sl. birtist í Fréttablaðinu grein eftir
fjármálaráðherra þar sem hann
svarar skrifum Þorsteins Páls-
sonar í helgarblaði Fréttablaðs-
ins þar á undan. Ekki verða skrif
Þorsteins eða svar ráðherra við
þeim gerð að umræðuefni hér
heldur var það ákveðin setning
í grein ráðherra sem sló mig.
Eftir stuttan inngang segir ráð-
herrann að skrif Þorsteins hafi
verið með þeim hætti að: „… ekki
verði látið ómótmælt. Hér skal
það gert og er til marks um að
skrif hans eru almennt svara-
verð sem er meira en segja má
um ýmsa aðra.”
Ég er áreiðanlega ekki einn
um það að hafa ofboðið hvernig
ríkisstjórnin hefur látið póli-
tíska pörupilta komast upp með
að afbaka og úthrópa nær allar
gerðir sínar án þess að svara
fyrir sig. Óhróður, lygar og
afbakanir eru vissulega hvim-
leiðar en menn ættu að hafa
það í huga að sé slíkt endur-
tekið nógu oft án andsvara fara
einfaldar sálir að trúa þeim.
Hér skal þó tekið fram að ekki
eru allir ráðherrar undir sömu
sökina seldir hvað þetta varðar.
Framganga Ögmundar Jónas-
sonar innanríkis ráðherra hefur
verið til fyrirmyndar í ýmsum
málum, t.d. hvað varðar rofið á
hring veginum og upphlaup fram-
kvæmdastjóra samtaka ferða-
þjónustunnar í því sambandi sem
virðist nú reyndar hafa átt sér
flokkspólitískar rætur en ekki
mótast af hagsmunum greinar-
innar.
Svipaða sögu má segja um
moldviðrið kringum fangelsis-
málin eða veggjöldin. Einnig
er rétt að benda á framgöngu
aðstoðarmanns menntamálaráð-
herra varðandi málefni Kvik-
myndaskóla Íslands en hann ein-
faldlega mætti í viðtal í útvarpi
og útskýrði á málefnalegan hátt
fyrir áheyrendum um hvað málið
snerist. … fínt hjá honum. Ýmis-
legt fleira mætti einnig tína til
þó það verði ekki gert hér.
Um suma aðra ráðherra verð-
ur því miður ekki það sama
sagt. Til dæmis komst fram-
kvæmdastjóri LÍÚ upp með það
að mæta í gjallarhorn sitt, RÚV,
við eigum víst ekkert Ríkis-
útvarp lengur, og hella lygum
og atvinnurógi yfir strandveiði-
menn. Ekki heyrðist múkk frá
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra eða blaðafulltrúa hans
heldur þurfti kona sem mælti
fyrir hönd fiskvinnslustöðva að
skrifa grein til að bera blak af
strandveiðimönnum og leiðrétta
rangfærslurnar. Sá ágæti ráð-
herra sem þarna hefði þurft að
vera til andsvara er hins vegar
upp um alla veggi þegar fáfengi
á borð við hvalveiðar ber á góma
að maður tali nú ekki um blessað
lambakjötið.
Það er afskaplega skiljanlegt
að fjármálaráðherra finnist það
ógeðfellt að standa daginn út og
daginn inn í því að svara þeim
útúrsnúningi og rangfærslum
sem dynja á ríkisstjórninni en
því miður er það bara ekki inni
í myndinni að yppta öxlum og
segja: „Þetta er ekki svaravert.“
Því eins og áður sagði þá holar
dropinn steininn. Að grípa ekki
til gagnaðgerða og svara bullinu
með málefnalegum hætti getur
haft ófyrirsjáanlegar pólitískar
afleiðingar. Ríkisstjórnin verður
einfaldlega að hysja upp um sig
og taka upp óþolsaðferðina í þess-
um efnum og nýta til hins ýtrasta
þá upplýsingafulltrúa sem starfa
í ráðuneytunum svo og aðstoðar-
menn ráðherra. Næst þegar ein-
hver veður uppi með þvætting
í fréttatíma ljósvakamiðla eða í
dagblaði þá sé upplýsingafulltrúi
viðkomandi ráðuneytis eða ráð-
herrann sjálfur mættur í næsta
fréttatíma eða tölublað og svari
ávirðingunum fullum hálsi.
Að lokum tvær spurningar.
Getur einhver upplýst mig um
hver sé forsætisráðherra á
Íslandi og hvar sú manneskja
heldur sig?
Flest það sem börn þurfa virki-lega að vita um lífið og til-
veruna, hvernig þau eiga að hegða
sér, hvað þau eiga að gera, læra þau
í leikskóla. Þau læra um lýðræðis-
leg gildi og kærleikann, að taka til-
lit til annarra, bera umhyggju fyrir
öðrum, meiða ekki annað fólk, lifa
í jafnvægi og leggja sig eftir góðan
hádegismat. Börn læra að leika sér
saman á sanngjarnan hátt, deila
með sér og biðja fyrirgefningar
þegar þau særa aðra. Börn læra
að skila hlutum á sinn stað, laga til
eftir sig og taka ekki það sem aðrir
eiga. Börn læra að tala, teikna,
mála, syngja og hreyfa/dansa í
gegnum leik og vinnu á skapandi
hátt á hverjum degi. Börn læra að
þegar þau fara út í heiminn þurfa
þau að muna eftir því að gæta sín á
bílunum, leiða og halda hópinn. Síð-
ast en ekki síst að taka eftir öllum
frábæru undrunarefnunum í kring-
um sig.
Hugsið ykkur hve miklu betri
heimurinn væri ef við myndum öll
hafa þá reglu í öllum þjóðfélögum
að bera umhyggju hvert fyrir öðru
og hafa lýðræðisleg vinnubrögð að
leiðarljósi. Skila öllu á sinn stað og
laga til eftir okkur. Borða hollan og
góðan mat og leggja okkur svo með
hlý teppi um stund. Satt að segja er
alveg sama á hvaða aldri við erum,
ef við förum út í heiminn er best að
haldast í hendur og standa saman.
Í spjallinu hér að framan er
stuðst við Robert Fulghum sem
staðhæfir að það frábæra veganesti
sem hann fékk út í lífið, hafi hann
fengið í leikskóla. Til þess að slík
skilyrði skapist og nái að blómstra
og dafna verður að beina kast ljósinu
að leikskólakennurum, lykilfólkinu
í leikskólastarfinu. Leikskólakenn-
urum er vel ljós sú ábyrgð sem þeir
hafa lagt á sínar herðar með vali
á starfsvettvangi. Þeir eru boðnir
og búnir til að styðja og leiða börn-
in á þroskabraut sinni, þeir gefa
mikið af sér og sýna börnum mikla
alúð og virðingu. Leikskólakennar-
ar gera sér grein fyrir að kennsla
ungra barna getur verið krefjandi
og flókin, en jafnframt gefandi, fjöl-
breytt og skemmtileg.
Þegar þetta er skrifað blasir við
verkfall leikskólakennara, ef ekki
verður búið að semja við þá fyrir
boðað verkfall 22. ágúst. Styðj-
um leikskólakennara og stöndum
öll saman með þeim í sanngjarnri
kjarabaráttu.
Sá ágæti ráðherra sem þarna hefði þurft
að vera til andsvara er hins vegar upp
um alla veggi ...
Leikskólakennurum er vel ljós sú ábyrgð
sem þeir hafa lagt á sínar herðar með vali
á starfsvettvangi.
Allt sem börn þurfa að
vita læra þau í leikskóla
Óþolsaðferðin gegn bulli
Stjórnmál
Guðmundur Jón
Guðmundsson
kennari
Kjaramál
Björg
Sigurvinsdóttir
leikskólastjóri
TILKYNNING
BOÐAÐ VERKFALL FÉLAGS LEIKSKÓLAKENNARA
TEKUR EKKI TIL SJÁLFSTÆTT STARFANDI LEIKSKÓLA.
Sjálfstætt starfandi leikskólar eru ekki aðilar að samningum
Félags leikskólakennara og sveitarfélaganna.
Starfsfólk hjá sjálfstætt starfandi leikskólum mun því ekki
leggja niður störf komi til verkfalls.
Störf leikskólafólks eru afar mikilvæg og ber að launa
samkvæmt því. Samtök sjálfstætt starfandi skóla óska þess
að Félag leikskólakennara og sveitarfélögin nái farsælli
lausn fyrir alla aðila og senda hlýjar kveðjur.
Stjórn Samtaka sjálfstæðra skóla
EFTIRTALDIR LEIKSKÓLAR ERU INNAN
SAMTAKA SJÁLFSTÆÐRA SKÓLA:
Askja, Hjallastefnan - Reykjavík
Barnaheimilið Ós - Reykjavík
Fossakot - Reykjavík
Korpukot - Reykjavík
Laufásborg, Hjallastefnan - Reykjavík
Leikgarður - Reykjavík
Leikskólinn 101 - Reykjavík
Lundur - Reykjavík
Mánagarður - Reykjavík
Regnboginn - Reykjavík
Skerjagarður - Reykjavík
Sólgarður - Reykjavík
Sælukot - Reykjavík
Ungbarnaleikskólinn Ársól - Reykjavík
Vinagarður / KFUM og K - Reykjavík
Vinaminni - Reykjavík
Waldorfskólinn Sólstafir/Höfn - Reykjavík
Akur, Hjallastefnan - Reykjanesbær
Ásar, Hjallastefnan - Garðabær
Bjarmi - Hafnarfjörður
Gefnarborg - Garður
Gimli, Hjallastefnan - Reykjanesbær
Heilsuleikskólinn Háaleiti - Reykjanesbær
Heilsuleikskólinn Hamravellir - Hafnarfjörður
Heilsuleikskólinn Kór - Kópavogur
Heilsuleikskólinn Krókur - Grindavík
Hjalli, Hjallastefnan - Hafnarfjörður
Hlíðaból - Akureyri
Hólmasól, Hjallastefnan - Akureyri
Hraunborg, Hjallastefnan - Borgarnes
Leikskólinn Kjarrið - Kópavogur
Litli Hjalli, Hjallastefnan - Hafnarfjörður
Litlu Ásar, Hjallastefnan - Garðabær
Sjáland - Garðabær
Undraland - Kópavogur
Völlur, Hjallastefnan - Reykjanesbær
Waldorfleikskólinn Ylur - Kópavogur