Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2011, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 18.08.2011, Qupperneq 26
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR26 timamot@frettabladid.is MOSAIK Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Björn Baldvin Höskuldsson byggingarverkfræðingur, Álfaskeiði 73, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 16. ágúst. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Sigrún Arnórsdóttir, Höskuldur Björnsson, Auður Þóra Árnadóttir, Arnór Björnsson, Bára Jóhannsdóttir, Baldvin Björnsson, Helga Rúna Þorleifsdóttir, Þórdís Ragnhildur Björnsdóttir, Michael Teichmann og barnabörn. 40 ára afmæli Í dag, 18.8. 2011, fagnar Haraldur (Harry) Kristinsson 40 ára afmæli sínu. Í tilefni þessara tímamóta tekur hann á móti vinum og vandamönnum á heimili sínu, Skólatröð 4, Kópavogi, laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Þ. Björnsson Norðurbrún 1, áður Þangbakka 8, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 15. ágúst. Útförin verður auglýst síðar. Sigríður Kristinsdóttir Torfi Þorsteinsson Margrét Guðmundsdóttir Ásmundur Karlsson Birna Guðmundsdóttir Eyjólfur Ó. Eyjólfsson Konráð Guðmundsson Rósa Björg Ólafsdóttir Kolbrún Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Systir okkar Jóhanna Hrafnfjörð ljósmóðir, lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 15. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hrefna Hrafnfjörð Kristín Hrafnfjörð 42 Nýtt leikverk um Axlar-Björn, einn fárra fjöldamorðingja Íslandssögunnar, verður frumsýnt í kvöld í nýju leikhúsi á Rifi á Snæfellsnesi. Húsið er gamalt fiskvinnsluhús og er að breytast þessa dagana í leikhús og menningarmiðstöð, að sögn Kára Viðarssonar leikara sem er öllum hnútum kunnugur þar á bæ. Axlar-Björn er kenndur við bæinn Öxl í nágrenni Búða á Snæfellsnesi og í leikritinu er sagan sögð frá hans hlið. Kári, sem leikur titilhlutverkið, er líka Snæfellingur, upp- alinn á Hellissandi og einn af höfundum verksins. Aðrir leikarar og höfundar eru Ingi Hrafn Hilmarsson, Snædís Lilja Ingadóttir og Alexander Robert, sem er frá London. Kári tekur fram að þetta sé allt annað leikrit en Borgar- leikhúsið verði með á fjölunum eftir áramót. Margt er enn ógert í leikhúsinu að sögn Kára en sýn- ingarsalirnir tveir eru þó tilbúnir. „Þetta verður frábær aðstaða,“ segir hann. „Planið er að húsið verði aðsetur alhliða menningarstarfsemi og hingað komi leikhópar, danshópar og aðrir listamenn sem leigi það. Það er hópur fólks úr bæjarfélaginu sem kemur að þessu framtaki. Við fengum frumkvöðlastyrk Evrópu unga fólksins til að koma því í kring.“ Þó að sýningin um Axlar-Björn sé bönnuð innan tólf ára segir Kári hana ekki bara grafalvarlega, heldur hressa og skemmtilega inni á milli. Stappfullt er á frumsýningu og eftir hana verða bara þrjár sýningar, á morgun, laugardag og sunnudag. Allar hefjast klukkan 20. „Ég mæli með því að fólk dissi Menningarnótt og komi í menningarsetrið að Rifi í staðinn,“ segir Kári hress. gun@frettabladid.is Glænýtt leikrit – glænýtt leikhús FRUMSÝNA Í KVÖLD Kári Viðarsson og Snædís Lilja Ingadóttir leika í sýningunni um Axlar-Björn:. Hjónin Sigurður Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafsdóttir á Oddsstöð- um í Lundarreykjadal hafa skipulagt hestaferðir síðastliðin tuttugu ár. „Við fórum út í þetta vegna erfiðleika í loð- dýrarækt,“ segir Sigurður, sem sam- hliða hestaferðunum er með hrossa- og sauðfjárrækt. Fyrsta ferðin var farin árið 1991 um Borgarfjörð með finnskum hópi. Árið 1993 fóru þau í samstarf við Eldhesta. Á þeim tímapunkti hófu þau að fara ferðir um Snæfellsnes og Löngufjörur hvert sumar, sem þau gera enn í dag. „Þetta er líkt og annað sem vindur upp á sig. Byrjar í grasrótinni og stækkar smám saman. Frá árinu 2006 höfum við verið ein í þessu en verið með marga tengiliði,“ segir Sigurður. Þátttakendur í ferðunum eru nær allir af erlendu bergi brotnir. Stærstu hóparnir koma frá Danmörku og Sví- þjóð en einnig hefur komið fólk frá Austurríki, Þýskalandi og Noregi. Lagt er upp í nokkrar ferðir yfir sumarið og þetta árið var ákveðið að fara sérstaka afmælis ferð frá Oddsstöðum umhverfis Langjökul. „Við höfum mikið riðið út á Snæfellsnes, vestur á Dali, um Borgar- fjörð, austur í Árnessýslu og stundum farið í Rangársýslu. Okkur langaði að fara nýja leið með hópana okkar. Margir koma ár hvert og vildum við leyfa þeim að fara um ókunna stigu,“ svarar Sig- urður spurður um afmælisferðina sem farin var dagana 19. júlí til 10. ágúst. Þrír hópar með Norðmönnum, Dönum og Svíum skiptu með sér ferðinni. Nokkrir Íslendingar riðu síðan með allan tímann. „Þetta eru yfirleitt vanir reiðmenn sem eiga íslenska hesta úti,“ segir Sig- urður um erlendu þátttakendurna, sem uppgötva með ferðunum hvað íslenski hesturinn er fær um. „Þeir verða oft undrandi á hvað hann er fótviss og fær um að fara grófa stíga. Þeim finnst við einnig ríða mjög hratt og lengi á hverjum hesti. Þeir bjóða ekki sínum hestum svona mikla töltreið heldur eru hestarnir þeirra vafðir í bómull.“ Hjónin sjá um alla skipulagningu og Guðbjörg stjórnar allri matseld, eða eins og Sigurður segir: „Hún er pott- urinn og pannan á bak við allan mat- inn.“ Þeim til aðstoðar eru ýmist börnin þeirra eða aðrir sem ríða með í ferð- unum, hjálpa til við matinn eða flytja hann milli skála. Sigurður Kristjáns- son og Garðar Halldórsson hafa tekið þátt í ferðunum í mörg ár og hafa yfir- leitt riðið með í hálfan mánuð. „Í ferð- inni kringum Langjökul voru þeir með allan tímann og stýrðu söngnum í ferðinni, enda báðir í Karlakór Kjal- nesinga,“ segir Sigurður um þá félaga hans, sem syngja aðallega íslensk lög en taka einnig undir með norrænu ferða- félögunum. „Það eru alltaf skemmtileg- ar sögur í okkar ferðum,“ segir hann að lokum, staddur á Lýsuhóli í miðri hesta- ferð um Snæfellsnesið og Löngufjörur. hallfridur@frettabladid.is SIGURÐUR ODDUR OG GUÐBJÖRG: HAFA SKIPULAGT HESTAFERÐIR Í TUTTUGU ÁR Alltaf skemmtilegar sögur FRÁBÆR FERÐ Guðbjörg og Sigurður Oddur eru hér stödd í Skógarnesi í Eyjahreppi. Listmálarinn Svavar Guðnason opnaði sýningu á verkum sínum þennan dag árið 1945 í Listamannaskálanum við Kirkjustræti. Það var fyrsta sýning á Íslandi með abstraktmálverkum eingöngu og með henni innleiddi hann óhlutbundið myndmál í íslenska myndlist. Landsmenn rak í rogastans þegar svo framandleg list eftir Íslending blasti við; ýmist varð fólk ofsahrifið eða örvita af hneykslun. Svavar var Hornfirðingur og komst í kynni við málaralistina á uppvaxtarárum sínum. Hann fór að mála fyrir alvöru 1934 og hélt ári síðar til Danmerkur. Þar lærði hann um tíma við málaradeild Kræstens Iversen í Konunglegu akademíunni í Kaup- mannahöfn og varð virkur í hópi róttækra myndlistarmanna sem meðal annars voru kenndir við Cobra. Verk hans í Listamannaskálanum 1945 voru því ávöxtur nýsköpunar í myndlist. Heimild: Wikipedia ÞETTA GERÐIST: 18. ÁGÚST 1945 Listviðburður sem markaði tímamót EDWARD NORTON leikari er 42 ára. „Ég hef engan áhuga á því að gera kvikmyndir fyrir fjöldann heldur fyrst og fremst fyrir sjálfan mig.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.