Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 34

Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 34
18. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● menningarnótt Töfrar eiga sér stað í Hörpu rétt áður en flugeldar skreyta himinhvolf á Menningarnótt. „Í orðsins fyllstu merkingu munu gestir Menningarnætur sjá Hörpu í nýju ljósi þegar glerhjúpur henn- ar hlýtur loks sína uppljómuðu litadýrð, og víst að sama andar- tak verður eftirminnilegt um langa hríð,“ segir Steinunn Birna Ragnars dóttir, tónlistarstjóri Hörpu, um hápunkt þess þegar Harpa verður formlega vígð á Menningarnótt og ljós í glerhjúp Ólafs Elíassonar verða tendruð, en þá fá gestir að sjá fullskapað lista- verkið í fyrsta sinn. „Hjúpurinn er hugsaður sem samspil borgarljósa og ljósaskil- yrða landsins, sem eru einstök. Hann hefur oft notið sín fagurlega í kvöldsólinni í sumar þegar gyllt litbrigði hafa dansað í gluggunum og hjúpurinn með óendanlegan breytileika,“ segir Steinunn Birna, en það er suður veggur Hörpu, sá sem snýr að borginni, sem verð- ur tendraður undir leynilegu, sér- völdu tónlistaratriði listamannsins Ólafs Elíassonar. „Töfrarnir gerast strax eftir að kvöldtónleikum Rásar 2 lýkur á stóra sviðinu við Arnarhól upp úr hálfellefu og því mikilvægt að hafa ekki augun af Hörpu svo fólk missi ekki af andartakinu þegar við blasir ólýsanlegt og lýrískt sjónarspil. Slökkt verður á götu- ljósum á meðan og svo líða nokkr- ar mínútur þar til flugeldar lýsa upp himininn, því viðstaddir þurfa smástund til að jafna sig á þess- um stórbrotnu, sjónrænu hátíða- höldum,“ útskýrir Steinunn Birna. Veðurspá fyrir Menningarnótt er góð, enda lagði starfsfólk Hörpu inn gott orð hjá máttarvöldunum til þessa einstaka viðburðar. „Það er sennilega einstakt í sögu svona bygginga að húsið sjálft sé glerlistaverk. Í því felst sérstaða Hörpu og listrænt gildi, ásamt einu af hennar miklu sókn- arfærum. Að vígslu lokinni tekur við veruleikinn að stýra húsinu farsællega til framtíðar og allt bendir til þess að það eigi eftir að ganga að óskum, því aðsókn og eft- irspurn sýna þörfina á langþráðu menningar- og mannlífshúsi,“ segir Steinunn Birna sem bíður spennt eftir komandi ljósadýrð í gluggum Hörpu. „Eftirvæntinguna tengir maður bara við bernskuna og jólin, sem er besta eftirvænting sem til er. Því trúi ég að þjóðin muni upp- lifa hálfgildings jólastemningu á Menningarnótt í ár,“ segir hún hlæjandi. Í anda Menningarnætur er allt ókeypis í Hörpu á laugar- dag. Inni og á útisviði verður fjöl- breytt tónleikaveisla og kínversk loftfimleika sýning allan daginn. Nánari dagskrá má finna á www. harpa.is. - þlg Jólastund við Hörpu Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistar- stjóri Hörpu, hlakkar til að taka á móti gestum í opna og fjölbreytta viðburði hússins á Menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Harpa mun skína í sinni fegurstu mynd á Menningarnótt þegar ljós kvikna loks í glerhjúp hennar. MYND/NIC LEHOUX ● SJÓFERÐIR OG FRÍTT Í STRÆTÓ Miðborgin verður meira og minna lokuð fyrir bílaumferð á Menningarnótt. Fjölmörg bílastæði eru í jaðri hátíðarsvæðisins og fjölmörg bílastæðahús opin. Sektað verður fyrir stöðubrot eins og gert hefur verið á fjölmennum viðburðum í sumar. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa því ákveðið að bjóða frítt í strætó á Menningarnótt. Um 80.000 farþegar tóku strætó á Menningar- nótt í fyrra, sem er með því mesta sem almenningssamgöngur á höfuð- borgarsvæðinu hafa flutt á einum degi frá upphafi. Sérferðir munu einnig bjóða upp á siglingar frá Sundahöfn og að Hörpu þetta kvöld fyrir þá sem vilja sleppa við umferðarteppu á Sæ- braut. Ferðirnar eru farnar frá klukkan 19 til miðnættis. Farið er á heila tímanum frá Sundahöfn og hálfa tímanum frá Hörpu. Fólk verður flutt á bátnum Rósinni sem tekur 72 farþega í einu og er sannkallað lúxusskip. Síðustu tvær ferðir kvöldsins, klukkan 23.30 og 24, eru farnar frá Hörpu til að flytja gesti úr miðbænum eftir flugeldasýn- inguna. Ferðin kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna, 500 fyrir börn en ókeypis fyrir börn undir 7 ára aldri. Sérferðir bjóða upp á siglingu milli Sundahafnar og Hörpunnar. Sinfóníuhljómsveit Íslands tekur nú í fyrsta sinn þátt í Menningarnótt og býður fólki á tvenna tónleika á vígsludegi Hörpu, klukkan 14 og 17. Frítt er inn og allir eru velkomn- ir meðan húsrúm leyfir en 1.600 manns komast inn í Eldborgar- salinn í einu. Margrét Ragnars- dóttir, markaðs- og kynningarstjóri Sinfóníunnar, lýsir efnisskránni. „Fyrri tónleikarnir, klukkan 14 eru fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þeir fjalla um ævintýrið um Maxímús Músíkús sem villist óvart á æfingu hjá sinfóníuhljóm- sveit í glænýju tónlistarhúsi. Þarna hljómar tónlist úr ýmsum áttum, Hátíðargjall eftir Aaron Copl- and, Bolero eftir Maurice Ravel og Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns. Valur Freyr Einarsson er sögumaður og hljómsveitarstjóri er Bernharður Wilkinsson.“ Tónleikarnir klukkan 17 kallast Klassík fyrir alla. „Það eru flott- ir tónleikar með blandaðri dag- skrá, aðgengileg klassísk verk,“ segir Margrét og nefnir flautu- konsert eftir Mozart og þrjú lífleg hljómsveitarverk eftir Tsjajkovs- kíj, Prokofiev og Glinka. Einleik- ari er Stefán Ragnar Höskuldsson en hann hefur verið flautu leikari við hljómsveit Metropolitan- óperunnar í New York frá árinu 2004. Hljómsveitarstjóri er Bern- harður Wilkinsson. Margrét segir miðasöluna opn- aða tveimur tímum fyrir tónleikana og telur afgreiðslu miða eiga að geta gengið hratt fyrir sig. - gun Sinfónían með í fyrsta sinn Sinfóníuhljómsveitin býður upp á tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu. TOURS SPECIAL 2:1 gegn framvísun auglýsingar. HVALA- SKOÐUN Alla dag a kl. 18:00 3 ferðirdaglega Nánar á serferdir.is Þú getur grillað um borð eða tekið veiðina með heim Fullt verð 9000, nú aðeins 4500. S EIJÓSTANGV ÐI Bókanir á info@serferdir.is eða í síma 892 0099. www.facebook.com/specialtoursiceland Ógleymanlegt ævintýri á einum glæsilegasta farþegabát landsins! Fullt verð 7500, nú aðeins 3750

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.