Fréttablaðið - 18.08.2011, Blaðsíða 43
FIMMTUDAGUR 18. ÁGÚST 2011 11menningarnótt ● fréttablaðið ●
● GÓÐGERÐAAKSTUR UMHVERFIS TJÖRN
INA „Gestir Menningarnætur geta fengið sér salíbunu
aftan á Harley Davidson-hjóli kringum Tjörnina í Reykjavík
gegn 500 króna gjaldi sem rennur óskipt til Umhyggju, en
það er fólk á öllum aldri,“ segir Steinar Benedikt Valsson, for-
maður Félags Harley Davidson-eigenda, en félagið hefur
staðið fyrir góðgerðaakstri síðustu tíu ár, þar af síðustu sex
ár á Menningarnótt. „Við höfum farið allt upp í 600 ferðir
kringum Tjörnina og safnað um 300 þúsundum fyrir Um-
hyggju. Enn sem fyrr treystum við á almenning að leggja
okkur lið og fá að launum hjólatúr.“
Steinar getur þess að í ár ætli Skeljungur að styrkja
söfnunina með því að skaffa bensín og TM leggi til hjálma.
● TÍMAMÓT Í ÍSLENSKRI
ÚTVARPSSÖGU Bylgjan,
sem var fyrsta einkarekna íslenska
útvarpsstöðin, fagnar 25 ára af-
mæli sínu með afmælis tónleikum
á Ingólfstorgi á Menningarnótt.
Tónleikarnir verða tveir og er
landsmönnum öllum boðið.
Veislan hefst klukkan 13.30 en
þá munu Páll Óskar Hjálmtýsson,
bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik
Dór, Sveppi og Villi, Á móti sól og
Hvanndals bræður koma fram.
Klukkan 20 heldur veislan áfram
og þá stíga Of Monsters and
Men og Steindi JR og félagar á
stokk. Klukkan 21 leikur stjörnu-
hljómsveit Bylgjunnar viðstöðu-
laust topplög síðustu 25 ára. Með
henni verða Bubbi Morthens,
Sálin hans Jóns míns, Páll Óskar,
Helgi Björns, Ellen Kristjáns-
dóttir, Jet Back Joe, Stjórnin,
Greifarnir, Ragnheiður Gröndal,
Stebbi og Eyfi, Sigga Beinteins,
Pálmi Gunnars son, Egill Ólafsson
og Björgvin Halldórsson.
Kvöldtónleikarnir verða sendir út
á Bylgjunni auk þess sem Bylgjan
verður í beinni frá
kl. 12.20 til 16 á
meðan Ævintýra-
eyjan, þáttur
Hemma Gunn
og Svansíar, er í
loftinu.
● FLUGELDASÝNINGIN
Á SÍNUM STAÐ Flugeldum
verður skotið upp að venju á
Menningarnótt, en sýningin er í
boði símafyrirtækisins Vodafone
líkt og í fyrra. Skotið verður upp
af pramma fyrir aftan Hörpu
klukkan 23 og ættu áhorfendur
ekki að verða sviknir.
● LAUTARFERÐ Á KLAMBRATÚNI Tilvalið er fyrir fjölskyldur og
aðra að fara í lautarferð á Klambratúni á Menningarnótt. Súpubarinn á
Kjarvalsstöðum mun bjóða gestum og gangandi upp á góðar veitingar
sem taka má með út á grasið til að
gæða sér á. Dótakassinn á
Klambratúni verður einnig
á sínum stað en í honum er
fullt af leikföngum og leik-
tækjum. Á Menningarnótt
verður ár liðið síðan Klambra-
túnið fékk sitt gamla nafn að
nýju en þá hafði það heitið Mikla-
tún frá árinu 1964.
Jóhannes Kjarval að störfum í vinnustofu sinni í Austurstræti um miðja síðustu öld.
Menningarnótt
í Landsbankanum
Við bjóðum fjölbreytta dagskrá í útibúinu
í Austurstræti 11. Aðalsteinn Ingólfsson
listfræðingur kynnir gestum og gangandi
stórkostleg listaverk á göngum bankans
Landsbankinn hefur verið máttarstólpi
velkomin í skemmtilega menningarlega
Dagskrá Menningarnætur í Austurstræti 11
12:00, 12:45, 13:30 Listaverkaganga.
14:30 Skemmtun fyrir börnin. Tinna táknmálsálfur og Sproti.
15:00
16:00
17:00 Jón Jónsson ásamt hljómsveit
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn