Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.08.2011, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 18.08.2011, Qupperneq 44
18. ÁGÚST 2011 FIMMTUDAGUR12 ● fréttablaðið ● menningarnótt Íbúar á Haðarstíg bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og með því á Menningarnótt. Þetta er í þriðja sinn sem blásið er til menningarnæturveislu á Haðarstíg en með uppátækinu vilja íbúar sporna við bílaumferð um götuna. „Við tókum fyrst þátt fyrir tveim- ur árum en vorum ekki hluti af dagskrá Menningarnætur þá. Okkur datt í hug að leggja tún- þökur eftir götunni og vekja þann- ig athygli á ósk okkar um að fá ökuhraðann um götuna lækkaðan,“ segir Halla Sólveig Þorgeirs- dóttir, íbúi á Haðarstíg. Tiltækið tókst með eindæmum vel og fjöldi gesta heimsótti götuna. Hámarks- hraðinn var í framhaldinu lækkað- ur niður í 15 km og Haðarstígur varð fyrsta íbúagatan í Reykjavík til að verða vistgata. Í fyrra tóku Haðarstígsbúar aftur þátt og þá sem skipu lagður dagskrárliður Menningar nætur. Íbúar gáfu heimabakstur og kaffi og héldu kompusölu í götunni ásamt því að frumsýna heimildar- mynd í Litla garði. Í ár verður dagskráin ekki síðri. „Hér munu ungir og upprenn- andi söngvarar syngja ástardú- etta. Kaffibarskórinn Bartónar kemur fram og við drífum upp sölubása,“ segir Halla Sólveig en einnig hefur Davíð Örn Hall- dórsson myndlistarmaður málað vegg í Litla garði sem verður af- hjúpaður. Halla Sólveig segir góða sam- stöðu meðal íbúa. „Auðvitað er alltaf ákveðinn kjarni sem er virkastur en undirtektirnar voru góðar þegar við viðruðum þátt- töku í Menningarnótt í þriðja sinn. Í ár viljum við ganga skref- inu lengra og ýta á að einungis verði leyfð bílaumferð íbúa um götuna,“ útskýrir Halla Sólveig, en slíkt fyrirkomulag þekkist víða erlendis, meðal annars í Dan- mörku. „Fólk ekur enn of greitt hér í gegn en gatan er mjög mjó. Við viljum tempra bílaumferðina fyrir börnin.“ Dagskráin á Haðarstíg hefst klukkan 14 á laugardag og stend- ur til 16. Allir eru velkomnir. - rat Húllumhæ á Haðarstíg Íbúarnir lögðu túnþökur á götuna á Menningarnótt fyrir tveimur árum og vildu með því þrýsta á ósk sína um lægri ökuhraða um götuna Íbúar Haðarstígs berjast nú fyrir því að leyfa einungis bílaumferð íbúa um götuna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Börnin hitta dropastrákinn Petit Pierre, eða Pésa litla, sem féll af himnum ofan til Reykjavíkur. Hann er feiminn því hann talar bara frönsku og skilur ekki tungu- málið í kringum sig. Við börnin reynum því að fá hann til að sýna sig með því að syngja franskar barnavísur og þá þorir hann að heilsa upp á krakkana og kenna þeim að heilsa á frönsku. Vonandi geta börnin síðan kennt honum að bjóða góðan dag á íslensku,“ segir fransk-íslenski brúðuleikarinn Emmanuelle Sólveig Simha, sem verður með brúðuleikhúsið Segðu mér sögu, eða S‘il te plait raconte moi une histoire, fyrir börn frá 18 mánaða aldri í barnaherbergi Alliance Francaise á Tryggva- götu 8. „Ég er fædd og uppalin í Frakk- landi af frönskum föður mínum og íslenskri móður. Á sumrin var ég send í sumardvöl til Íslands, en fyrir þremur árum kynntist ég ís- lenskum manni og fluttist hingað vegna ástarinnar,“ segir Sólveig, sem einnig er frönskukennari. „Með sýningunni vil ég kenna íslenskum börnum frönsku og sýna þeim að maður eigi ekki að vera hræddur þótt maður geti ekki bjargað sér á öðru tungumáli. Það eru nefnilega alltaf leiðir til að tengjast öðrum, eins og í gegnum lög og vísur.“ Hver sýning tekur um 20 mínútur. Sýnt verður klukkan 13 og 13.30, og oftar ef aðsókn er mikil. Barnavísur Petit Pierre Emmanuelle Sólveig Simha með Pésa litla, sem er sköpunarverk Katrínar Þorvalds- dóttur. Segðu mér sögu er sú fyrsta í sýningaröð Sólveigar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA hollur kostur á 5 mín. Gríms fiskibollur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.