Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 58

Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 58
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR34 34 menning@frettabladid.is Óperusmiðja Garðabæjar er nú haldin þriðja sinni í Kirkjuhvoli, safnaðar heimili Vídalínskirkju. Þátttakendur í ár eru sextán talsins. Námskeiðinu lýkur með tveim- ur sýningum, föstudagskvöldið 19. ágúst klukkan 20 og laugardaginn 20. ágúst klukkan 17. Fluttar verða leiknar senur úr Brúðkaupi Figaros, La clemenza di Tito, Cosi fan tutte og Brottnáminu úr kvennabúrinu eftir Mozart, Mikado eftir þá Gilbert og Sullivan, The Old Maid and the Thief eftir Menotti og Grímudans- leiknum eftir Verdi. Leiðbeinendur smiðjunnar eru sem fyrr Martha Sharp, prófessor við Mozarteum-tónlistar háskólann í Salzburg, sem sér um leikstjórn, og Margareth Singer sem sér um tón- listarstjórn. Nánari upplýsingar má finna á operaworkshop.org. Ópera í Garðabæ 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Einn dagur - kilja David Nicholls Íslenskur fuglavísir - nýr Jóhann Óli Hilmarsson Hægur dauði - kilja Lene Kaaberbol/Agnete Friis 10 árum yngri á 10 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir Frelsarinn - kilja Jo Nesbø METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 10.08.11 - 16.08.11 Lost in Iceland - ensk Sigurgeir Sigurjónsson Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Hefndargyðjan Sara Blædel Nemesis - kilja Jo Nesbø Ófreskjan Roslund & Hellstrom MYNDIN AF ÞINGVÖLLUM Lokadagur fjölsóttustu sýningar Listasafns Árnesinga hingað til, þar sem veitt er yfirsýn yfir þær birtingarmyndir sem Þingvellir hafa í íslenskri myndlist, hönnun, kortagerð, ljósmyndun, ferðabókum og fjölmiðlun, er sunnudaginn 21. ágúst. Af því tilefni verður Einar Garibaldi með sýningarspjall klukkan 15 þann dag. Skýli gæsluvallarins við Hringbraut hefur verið í niðurníðslu undanfarin ár. Nokkrir íbúar verka- mannabústaðanna í nágrenninu hafa unnið að lagfæringu þess í sumar og bjóða þeir til myndlistarsýn- ingar á Menningarnótt, sem verður fyrsti listviðburður skýlisins. Húsið var reist árið 1943 eftir teikningum arkitektanna Einars Sveinssonar og Ágústs Páls sonar. „Á þeim tíma var allt fremur sjálf- bært hér. Það var hugsað fyrir öllu og ýmsar sérverslanir í nágrenn- inu, svo sem fiskbúð og kjötbúð. Það var meira að segja leikvöllur og sá Reykjavíkurborg um rekst- ur þessa skýlis, þar sem öll börn gátu fengið pössun,“ segir Kristín Róbertsdóttir. Hún er einn með- lima Félags um leikvallaskýli, sem stofnað var í október í fyrra. Gerði það samning við Reykjavíkur- borg þess efnis að félagið sæi um endurbætur á skýlinu og því yrði síðan fundinn tilgangur. Ætlunin er að nota það undir menningar- lega starfsemi en framtíð þess er enn óráðin. Húsafriðunarnefnd friðaði skýlið og verkamannabústaðina í vor. Félag um leikvallaskýli hlaut einnig styrk frá Húsafriðunar- nefnd og úr Húsverndunarsjóði Reykjavíkur borgar til endur bóta. „Við byrjuðum að laga skýlið í byrj- un sumars og höfum lagt nýjar lagnir, nýtt rafmagn og lagað tré- verkið. Við höfðum að leiðarljósi að laga allt í stað þess að henda,“ segir hún en þau vildu halda í upp- runalegt útlit hússins eða litla gim- steinsins, líkt og þau segja skýlið vera. Á sýningunni verða verk þrett- án myndlistarmanna til sýnis. Allir eiga þeir það sameiginlegt að búa eða tengjast verkamanna- bústöðunum á náinn hátt. „Þetta er hugmynd sem kviknaði á hreinsunar deginum okkar í vor. Það voru uppi vangaveltur um að halda viðburð í skýlinu. Þar sem ég er myndlistarmaður fannst mér liggja beint við að opna myndlistar- sýningu og það voru allir mjög spenntir,“ segir Hrafnkell Sigurðs- son, einn myndlistarmannanna sem sýna í gæsluvallarskýlinu. Spurður um verk sýningarinnar segir hann: „Við ákváðum bara að allir ættu að koma með lítið verk sem passar inn í þetta samhengi.“ Ekki er annað hægt en að sýna lítil verk í skýlinu, sem er einungis tólf fermetrar að stærð. Hins vegar verður inntak listaverkanna ólíkt í þessum fjöl- breytta hópi myndlistarmanna. Það eru þau Bergur Thomas Anderson, Halldóra Emilsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Hrafnkell Sigurðs- son, Loji Höskuldsson, Kjartan Ari Péturs son, Nína Gauta dóttir, Krist- ján Guðmundsson, Ragna Róberts- dóttir, Sigurður Guðmundsson, Steinunn Harðardóttir, Svavar Pétur Eysteinsson og Þórunn Hjartar dóttir. Öllum er frjáls aðgangur að sýningunni, sem mun standa frá klukkan 14.30 til 22 næstkomandi laugardag. hallfridur@frettabladid.is MYNDLISTARSÝNING Í GÆSLUVALLARSKÝLI ENDURBÆTT SKÝLI Kristín Róbertsdóttir og Hrafnkell Sigurðsson við gæsluvallarskýlið við Hringbraut þar sem þrettán mynd- listarmenn munu sýna verk sín á Menningarnótt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 18. ágúst 2011 ➜ Tónleikar 21.00 Hljómsveitin 1860 heldur tón- leika á bar 11. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Hópur trúbadora frá Banda- ríkjunum, Ástralíu, Ítalíu og Þýskalandi spila á bænum Merkigili á Eyrarbakka. Miðaverð er kr. 1.000. 21.30 Tónleikar til minningar um Abbey Lincoln í Ketilhúsinu, Akureyri. Kristjana Stefánsdóttir syngur ásamt hljómsveit. Aðgangseyrir er kr. 2.000 og kr. 1.000 fyrir félaga í Jazzklúbbi Akureyrar. 22.00 Vestfirðingarnir Kolbeinn, Unnur Astrid og Helga Bryndís halda söng- veislu í Hömrum, Ísafirði. Aðgangseyrir er kr. 2.000, en kr. 1.500 fyrir lífeyris- þega og ókeypis fyrir 20 ára og yngri. 22.00 Steve Vai tribute hljómsveitin heldur tónleika á Sódóma. Miðaverð er kr. 1.500. 22.00 Tónlistarveitan gogoyoko. com heldur órafmagnaða tónleika með hljómsveitinni Valdimar á Hvítu Perlunni, Austurstræti 12a. Aðgangseyrir er kr. 1.500. ➜ Leiklist 20.00 Einleikurinn Beðið eftir gæsinni verður fluttur á Kaffi Egilsstöðum. Höf- undur er Ásgeir Hvítaskáld. Aðgangur er ókeypis. ➜ Opnanir 16.00 Sýning Evu G. Sigurðardóttur Rauðir gúmmískór og John verður opnuð á Torginu, Þjóðminjasafni Íslands. Á sýningunni eru málverk, teikningar og innsetning. Allir velkomnir. 17.00 Sýningin Steinn, skæri, pappír og lyklar að himnaríki opnar í Safnarahorni Gerðubergs. Allir velkomnir. ➜ Söfn 17.00 Listasafn Reykjavíkur með kynn- ingu á fræðslumöguleikum sem eru í boði fyrir öll skólastig og almenning í vetur um leið og helstu sýningum safnsins og dagskrá verður gerð skil. Allir velkomnir og þátttaka er ókeypis. 20.00 Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sérstakri athöfn og leiðsögn í tilefni af flutningi Vatnsberans í Lækjargötu. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.