Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 74

Fréttablaðið - 18.08.2011, Side 74
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR50 golfogveidi@frettabladid.is Við byrjum allir á sama skori, svo það er aldrei að vita. ÓLAFUR BJÖRN LOFTSSON 600 MILLJÓNIR eru til skiptanna til keppenda en verðlaunaféð á Wyndham mótinu er alls 5,2 milljónir dala. 1.700 SJÁLFBOÐALIÐAR vinna að framkvæmd mótsins á hverju ári. Ólafur Björn Loftsson, fyrrver- andi Íslandsmeistari úr Nes- klúbbnum, varð fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér keppnisrétt á móti á PGA-móta- röðinni með sigri á hinu sterka Cardinal áhugamannamóti á sunnudag. Ólafur hefur með sigr- inum ekki aðeins skrifað nýjan kafla í íslenska golfsögu heldur er það mat manna að árangur hans geti haft djúpstæðari þýð- ingu fyrir íslenskt golf þegar til framtíðar er litið. Ólafur hefur nú dvalið á móts- svæðinu við æfingar síðan á mánudag og segir það ótrúlega reynslu að undirbúa sig fyrir golfmót í þeim félagsskap sem hann hefur verið í undanfarna daga. „Það verður að viðurkenn- ast að það var magnað að slá á æfingasvæðinu við hliðina á John Daly. Það er erfitt að einbeita sér að æfingunum og setj- ast ekki einfaldlega niður til að fylgjast með þessum snilling- um sem maður hefur litið upp til frá barns- aldri,“ segir Ólafur hlæjandi. Ólafur vill ekki gera mikið úr árangri sínum en hlakkar mikið til að byrja að spila. „Við byrjum allir á sama skori, svo það er aldrei að vita.“ Mótið, sem hefst í dag, er haldið á velli Sedgefield-golf- klúbbsins í Greensboro í Norður- Karólínu. Eins og gefur að skilja hefur Ólafur lagt áherslu á að spila nokkra æfingahringi til að kynnast vellinum sem and- stæðingar hans, margir hverj- ir, hafa spilað margoft í gegnum árin. Ólafur segist undirbúa sig á sama hátt og fyrir önnur golf- mót. „Ég reyni, þó erfitt sé, að líta á þetta sem hvert annað mót. En þetta er draumi líkast að fá að spila á meðal þeirra bestu. Það stendur upp úr og gaman að fá að kynnast því hvernig þetta gengur fyrir sig.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson, for- seti Golfsambands Íslands, ætlar að verða vitni að þess- um tímamótum í íslensku golfi og fór utan í gær. „Með þessu er brotið blað í íslenskri golfsögu. Um þetta dreymir tugþús- undir kylfinga án þess að ná þessu takmarki nokkru sinni. Þetta er stórkostlegt og ég hef fylgst með Ólafi frá því að hann var strákur. Hann á þetta skilið fyrir mikla vinnu. Þýðing þessa er kannski ekki síst að hér hefur íslenskur kylfingur sýnt að þetta er mögulegt og eyðir kannski efanum úr huga annarra íslenskra kylfinga.“ Þorsteinn Hallgrímsson, fyrr- verandi Íslandsmeistari í golfi og golfkennari, tekur undir með for- seta GSÍ. „Þetta sýnir okkur hvað íslenskir kylfingar geta. Ólafur er frábær fyrirmynd.“ Þorsteinn segir að háskólagolf- ið í Bandaríkjunum hjálpi Ólafi mikið, en þar er hann að spila reglulega við áþekkar aðstæður. Um mótið segir Þorsteinn að um stórkostlegt tækifæri sé að ræða. „Ólafur hefur allt að vinna. Það eina sem gæti háð honum er högglengdin en á móti kemur að hann er frábær í stutta spilinu. Vonandi tekst honum að leika vel. Það er ekki sjálfgefið þegar þú lendir kannski í ráshópi með Davis Love eða John Daly. Ein- hver myndi óska sér þess að vera frekar í hópi áhorfenda þó að ég viti að það á ekki við um Ólaf,“ segir Þorsteinn. svavar@frettabladid.is „Gaman að æfa með Daly“ ■ Sedgefield-golfklúbburinn geymir mikla sögu enda gestgjafi eins grón- asta viðburðar á PGA-mótaröðinni frá stofnun hennar, eða Wyndham Championship. Stofnað var upp- haflega til mótsins árið 1938 undir heitinu Greater Greensboro Open, og var Sedgefield-klúbburinn gest- gjafinn í yfir fjóra áratugi samfleytt. Sagan geymir meistara eins og Sam Snead, Gary Player, Byron Nelson og Ben Hogan, svo fáeinir af frægari kylfingum fortíðarinnar séu nefndir. ■ Árið 2008 var mótið haldið að nýju á Sedgefield eftir gagngerar endur- bætur á vellinum þar sem upphafleg hönnun vallarins var höfð í hávegum. Endurbæturnar kostuðu nokkur hundruð milljónir króna. Það ár setti Carl Pettersson met þegar hann lék völlinn á níu undir pari eða 61 höggi. Völlurinn hefur aldrei verið leikinn á jafn lágu skori frá upphafi. Pettersson vann mótið en meistari síðasta árs var Indverjinn Arjun Atwal, sem reyndar komst inn á mótið vegna forfalla. ■ Goðsögnin Sam Snead varð fyrst til að sigra á Wyndham Championship árið 1939. Hann vann síðar mótið sjö sinnum til viðbótar, oftast allra. Átta sigrar hans á mótinu er met sem stendur enn sem flestir sigrar á einum viðburði á mótaröðinni. ■ Sex kylfingar hafa unnið Wyndham- mótið og eitt af fjórum stórmótum ársins sama ár. Þeirra frægastir eru Sandy Lyle árið 1988. Sam Snead árin 1946 og 1949 og Byron Nelson árið 1945. ■ Þessir kylfingar verða meðal annarra þekktra kylfinga með á mótinu: Trevor Immelman, Ian Poulter, Angel Cabrera, Paul Casey, Anthony Kim, Webb Simpson, Vijay Singh, Justin Leonard, Brandt Snedeker, Ben Curtis, John Daly, Davis Love III, Henrik Stenson, David Duval, Ernie Els, Jim Furyk, David Toms, Lucas Glover, Rocco Mediate, Camilo Villegas, Retief Goosen, Boo Weekley og Bill Haas. Einn af virtari viðburðum PGA-mótaraðarinnar Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, hefur leik á Wyndham Championship-golfmótinu á PGA-mótaröðinni í dag. „Draumi líkast,“ segir Ólafur um veru sína á mótssvæðinu. Margir af sterkustu kylfingum heims eru mættir til leiks. Mótið er eitt það virtasta á PGA-mótaröðinni. 9. BRAUT Á SEDGEFIELD Völlurinn var endurgerður í upprunalegri mynd fyrir nokkrum árum. Klúbbhúsið er eitt það glæsilegasta í Bandaríkjunum. MYND/ANTHONY VINSON SMITH ÓLAFUR BJÖRN LOFTSSON Ólafur, sem er 24 ára að aldri, varð Íslandsmeistari árið 2009 með eftirminnilegum hætti. Hann stundar háskólanám í Bandaríkjunum, þar sem hann hefur náð góðum árangri í íþrótt sinni. Hann er sexfaldur klúbbmeistari Nesklúbbsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MEÐ SIGURLAUNIN Ólafur vann öruggan sigur á Cardinal- áhugamannamótinu og vann með því keppnisrétt á Wyndham Champions- hip. Hér er Ólafur sigurreifur með verðlaunin sín. MYND/ÓLAFUR LOFTSSON SAM SNEAD CARL PETTERSSON Keegan Bradley, bandaríski kylfingurinn sem sigraði í PGA- meistaramótinu um helgina, hækkaði sig um 300 sæti á heims- listanum í golfi með sigrinum, eins og greint er frá á kylfingur. is. Fyrir mótið var hann í 329. sæti listans en situr nú í því 29. Þannig náði hann að skáka stór- stjörnu eins og Tiger Woods sem er í 33. sæti. Englendingurinn Luke Donald er sem fyrr í efsta sæti listans en hann náði 8. sæti í PGA-meistara- mótinu. - shá Ný stjarna komin fram: Hækkaði sig um 300 sæti Golfklúbburinn Dalbúi í Miðdal við Laugarvatn fékk á dögunum eitt stykki skóg að gjöf sem ráð- gert er að gróðursetja við völl klúbbsins. Um er að ræða 300 gróskumiklar trjáplöntur – greni, furu og lerki. Það er Félag vélstjóra og málm- tæknimanna sem gefur trén sem eru úr skógrækt Erlends Haralds sonar, prófessors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, sem hefur um langt ára- bil staðið í mikilli skógrækt við sumarbústað sinn í Snorrastaða- hlíð. - shá Golfklúbburinn Dalbúi: Dalbúi fékk gefins skóg KEEGAN BRADLEY Hefur verið frábær á sínu fyrsta ári á mótaröðinni. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.