Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 78

Fréttablaðið - 18.08.2011, Page 78
18. ágúst 2011 FIMMTUDAGUR54 BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég held ég verði að segja veit- ingastaðurinn Uno. Þar sem ég bjó á Ítalíu hef ég mikið dálæti á ítölskum mat og á Uno færðu góðan mat á sanngjörnu verði.“ Hafdís Inga Hinriksdóttir, förðunarmeist- ari og þáttastjórnandi. „Við höfum verið saman í tuttugu ár og það er ein af ástæðum þess að við ætlum að koma aftur. Svo verð ég líka fimmtugur um þetta leyti,“ segir Craig Murray, Frost- rósa-aðdáandi númer eitt frá Ástralíu. Fréttablaðið greindi frá því í fyrra þegar Murray og sambýlismaður hans, Darryl Brown, komu sérstaklega til Íslands til að fara á jólatónleika Frost- rósa. Þeir félagar voru himinlifandi með ferðina hingað og ákváðu að endurtaka leikinn í ár. Craig upplýsir meðal annars að þeir ætli sér að dvelja ögn lengur en síðast. „Við erum að vonast til að komast á tónleikana í Reykjavík þótt tónleikarnir á Akureyri hafi verið mjög fínir á síðasta ári,“ segir Craig. Fréttablaðið hafði sam- band við Samúel Kristjánsson hjá Frost- rósum til að forvitnast fyrir um hve- nær tónleikarnir færu fram en hann sagði nákvæma tímasetningu ekki vera komna. „Hins vegar eiga Frost- rósir tíu ára afmæli í ár og það má því búast við einhverjum herlegheitum í kringum þau tímamót.“ Craig og Darryl hlakka hins vegar mikið til ferðarinnar til Íslands og Craig segir að þá langi mikið til að hitta eina manneskju. „Okkur langar mikið til að hitta forsætisráðherrann ykkar, Jóhönnu Sigurðardóttur. Við urðum svo glaðir þegar við heyrðum af því að hún hefði gengið að eiga sambýliskonu sína. Það yrði virki- lega skemmtilegt ef við gætum kom- ist á hennar fund.“ - fgg Frostrósa-aðdáendur vilja hitta Jóhönnu „Þeir eru margir í fjölskyld- um nemendanna sem hneyksl- ast á þeim að eyða tíma í að læra minnsta tungumál í heimi. Þau eru hins vegar alsæl og finnst námið skemmtilegt,“ segir Gísli Hvann- dal, sem útskrifar sextán nem- endur með BA-gráðu í íslensku við Háskólann í Beijing næsta vor. Gísli hefur verið búsettur í Kína undanfarin þrjú ár en það var af einskærri ævintýraþrá sem hann sótti um vinnuna. „Ég var að kenna útlendingum íslensku í Alþjóðahúsinu og frétti þar að Menntamálaráðuneytið væri að leita eftir kennara í Kína. Ég ætl- aði alltaf bara að prófa þetta í eitt ár en þau eru nú orðin þrjú,“ segir Gísli, sem er staddur hér á landi í fríi. Gísli starfar við Háskóla erlendra fræða við Beijing- háskóla, eins og það kallast á íslensku, en í skólanum eru kennd hátt í 50 tungumál. Nemendurn- ir eru valdir inn af kostgæfni og aðeins þeir bestu fá pláss við skól- ann. „Skólinn er eins konar útung- unarvél fyrir kínversku utanríkis- þjónustuna og státar sig af því að hafa útskrifað 500 sendiherra og yfir þúsund diplómata.“ Nemendur Gísla eru fæddir ´89 og ´90 og segir Gísli að um hóp úrvalsnemenda sé að ræða. Þau eru orðin seig í íslenskunni og flest hafa komið hingað í skipt- inám. „Þetta er góður hópur en erfiðast þykir þeim að læra fram- burðinn. Kennslan fer öll fram á íslensku núna og gengur það mjög vel,“ segir Gísli sem sjálfur talar ekki kínversku og fór kennslan því fram á ensku fyrst um sinn. Hann man vel eftir þeim degi þegar námið byrjaði en það var 6. október árið 2008. „Við feng- um heldur dramatíska byrjun á náminu og þá var aðalgrínið í kín- verska samfélaginu að Kína ætti bara að kaupa Ísland. Forsenda fyrir kennslunni breyttist því frá fyrsta degi enda hefur íslenskum fyrirtækjum í Kína fækkað á síð- ustu árum.“ Nemendur hans njóta líka góðs af því að læra tungu- mál Íslendinga. „Til dæmis þætti námið ekki frétt í stærra landi,“ segir Gísli hlæjandi og bætir við að allir nemendur hans fengu að vinna við íslenska básinn á heims- sýningunni í Sjanghæ í fyrra og margir fengið að vera í starfsnámi í íslenska sendiráðinu í Beijing. „Ég ætla að fylgja nemendum mínum eftir og vera eitt ár til við- bótar. Svo held ég að það sé komið nóg af Kína í bili og ætla að koma heim.“ alfrun@frettabladid.is GÍSLI HVANNDAL: ÞAU ERU ORÐIN ANSI SEIG Í ÍSLENSKUNNI Kínverskir úrvalsnemend- ur klára BA-próf í íslensku ÚRVALSNEMENDUR Gísli Hvanndal útskrifar sextán Kínverja með BA-gráðu í íslensku við Háskólann í Beijing næsta vor. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMVAFINN NEMENDUM Hér er Gísli ásamt nemendum sínum og þáverandi sendherra Íslands, Gunnari Snorra Gunnarssyni, fyrir utan skólastofuna í Beijing. DYGGIR AÐDÁENDUR Fáir leggja sennilega jafnmikið á sig til að komast á Frostrósir og þeir Craig Murray og Darryl Brown. Þeir ætla að koma aftur í ár og vilja jafnframt eiga fund með Jóhönnu Sigurðardóttur. „Ég var staddur á tónlistarhátíð á Englandi fyrir tveimur árum og þá var hann með þessa sýningu sína. Ég varð mjög spennt- ur fyrir því að fá hana til Íslands enda var þetta eitthvað það magnaðasta sem ég hef séð,“ segir Sigurður Magnús Finns- son. Hann stendur fyrir óvenjulegum við- burði í Bíó Paradís í næsta mánuði. Leikar- inn Crispin Glover ætlar að vera viðstaddur sýningar á tveimur mynda sinna, sitja fyrir svörum og flytja loks leikverkið sitt Cri- spin Hellion Glover’s Big Slide Show en það byggir á bókum sem hann hefur gefið út. Crispin Glover lék meðal annars pabba Marty McFly í fyrstu Back to the Future- myndinni. Þegar framleið- endur myndarinnar, en einn af þeim var Steven Spielberg, vildu fá hann til að leika í mynd númer tvö sagði Glover nei og endaði á því að fara í mál við þá eftir að myndir af honum voru notaðar í leyfisleysi í framhalds- myndinni. Glover hefur síðan þá haldið sig á jaðri kvikmynda- borgarinnar en birtist af og til í litlum hlutverkum í stórum myndum á borð við Alice in Wonderland og Charlie‘s Angels. Þá lék hann Andy Warhol í Doors-mynd Olivers Stone. „Hann notar þá peninga til að fjármagna sínar eigin myndir,“ segir Sigurður. Glover hefur jafnframt haft orð á sér fyrir að vera sér- vitringur og Sigurður Magnús segir hann hafa lúmskt gaman af því orðspori og geri jafnvel út á það. Hann lofar einstakri skemmt- un, þetta sé fjögurra tíma sýning sem enginn ætti að verða svikinn af. „Þegar hún hafði runnið sitt skeið á Englandi þá vildi ég bara meira.“ - fgg Crispin Glover til Íslands MERKILEGUR NÁUNGI Crispin Glover er sennilega einn fárra sem sagt hafa nei við Steven Spielberg. Hann er væntan- legur til landsins í næsta mánuði á vegum Sigurðar Magnúsar Finnssonar. Það skiptir máli hvaða blað fólk gefur sér tíma til að lesa. Ný Prentmiðlakönnun Capacent Gallup staðfestir að lesendur á aldrinum 12-59 ára gefa sér lengri tíma til að lesa Fréttablaðið en Morgunblaðið. Við hlökkum til að færa ykkur fleiri góðar stundir í framtíðinni. Lesendur gefa sér góðan tíma í Fréttablaðið Allt sem þú þarft... MBL FBL 12-14 ára 15-19 ára 20-24 ára 25-29 ára 30-34 ára 35-39 ára 40-44 ára 45-49 ára 50-54 ára 55-59 ára 20 mín 15 mín 10 mín 5 mín 0 mín Meðal lestími í mínútum á hvert eintak* *Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. Mældur er tími sem fer í lestur hvers eintaks Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hjá lesendum á aldrinum 12-59 ára á öllu landinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.