Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 6
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR6 Sveitasetur til leigu MENNING Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar (LA) á síðasta ári nam 67 milljónum króna, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum útreikn- inga. Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti á fundi sínum á fimmtu- dag að greiða félaginu fyrir fram allt að 30 milljónir króna af væntan legum framlögum næsta árs til að koma í veg fyrir að leikárið yrði stöðvað. Ta pi ð m á rekja að stórum hluta til frestunar félagsins á sýningum á söngleiknum Rocky Horror og færslu á kostnaði hans á milli áranna 2009 og 2010. Upp- haflega var áætlað að setja sýn- inguna upp haustið 2009, en því var frestað um ár. Þórgnýr Dýrfjörð, fram- kvæmdastjóri Akureyrarstofu, útskýrir framlög bæjarins sem eins konar kaup á tíma til að endur- skipuleggja rekstur félagsins og veita því tækifæri að ná tökum. „Það fyrsta sem blasti við LA var að leikárið yrði stöðvað. Þess vegna leituðu þau til bæjarins til að byrja með,“ útskýrir Þórgnýr. María Sigurðardóttir leikhús- stjóri segir ljóst að fjármálastjórn félagsins hafi ekki gengið nægi- lega vel, en Egill Arnar Sigurþórs- son hefur nú látið af störfum sem framkvæmdastjóri eftir þriggja ára starf og Eiríkur Haukur Hauksson var ráðinn í hans stað. „Við værum ekki í þessari stöðu ef framkvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. En ég er ekki að segja að neitt ólöglegt hafi átt sér stað,” segir María og bætir við að hún sem leikhússtjóri beri vissulega líka ábyrgð á stöðu leikfélagsins. „Það er mjög leiðinlegt að þessi staða sé komin upp. Nú erum við að reyna að vinna okkur út úr þessu og fara ofan í saumana. Með tilliti til þess að við erum að fá bæinn til að hjálpa okkur,” segir hún. María segir að mikilvægt sé að átta sig á því að ársreikningur sé gerður fyrir áramót og nái því ekki yfir allt leikárið, sem sé frá hausti til vors. Allar sýningar LA á Rocky Horror í Menningarhúsinu Hofi á síðasta ári voru reknar með tapi. María segir það ekki liggja fyrir hversu miklu leikfélagið tapaði á sýningunum. „Við gerðum ákveðna áætlun og lentum í ýmsum óvæntum uppá- komum. En ég get ekki farið út í nánari tölur eða skýringar á þessu,“ segir hún. „Ekkert ólöglegt hefur átt sér stað.“ sunna@frettabladid.is Við værum ekki í þessari stöðu ef fram- kvæmdastjórnin hefði staðið sig og uppsögn hans tengist því að sjálfsögðu. MARÍA SIGURÐARDÓTTIR LEIKHÚSSTJÓRI Þarf að endurskoða styrkjakerfi í landbúnaði? Já 87% Nei 13% SPURNING DAGSINS Í DAG Eiga stofnanir að hafa heimild til að setja upp hnappa á heimasíðum sínum fyrir nafn- lausar ábendingar? Segðu þína skoðun á visir.is Leikfélag Akureyrar leitar á náðir bæjarins Tap á rekstri Leikfélags Akureyrar á síðasta ári nam 67 milljónum króna. Akur- eyrarbær hefur ákveðið að veita 30 milljóna fyrirframgreiðslu til að koma í veg fyrir stöðvun leikársins. Mjög leiðinleg staða, segir leikhússtjóri leikfélagsins. MENNINGARHÚSIÐ HOF Fyrsta sýning menningarhússins var Rocky Horror árið 2010 og tapaði Leikfélagið mörgum milljónum á því. FRÉTTABLAÐIÐ/SUNNA MARÍA SIGURÐARDÓTTIR UTANRÍKISMÁL Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, buðu Daliu Grybauskaitë, forseta Litháens, í heimsókn í Höfða í gærmorgun. Þá voru tuttugu ár liðin frá því að viður- kenning Íslands á sjálfstæði Eystra- saltsþjóðanna þriggja var staðfest með athöfn í Höfða. Athöfnin í Höfða var hluti af dag- skrá opinberrar heimsóknar Gry- bauskaitë hingað til lands, en heimsókninni lauk formlega með kvöldverðarboði Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra á Þingvöllum í gær. - bj Forseti Íslands og borgarstjórinn í Reykjavík buðu forseta Litháens í Höfða: 20 ár frá staðfestingu á sjálfstæði Í HÖFÐA Forseti Íslands og borgarstjórinn í Reykjavík tóku á móti forseta Litháens í Höfða í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MENNTUN Kvennaskólinn í Reykjavík hefur tekið gamla Miðbæjarskólann í notkun. Með því hefur húsnæðis- vandi skólans verið leystur í bili, en samkomulag um afnot af skólanum gildir til ársins 2014. Húsnæði Miðbæjarskólans var fullbyggt árið 1898 og hýsti Barna- skóla Reykjavíkur sem síðar var breytt í Miðbæjarskólann. Þá var Menntaskólinn við Tjörn- ina starfræktur þar og Tjarnar- skóli síðar meir. Frá árinu 1996 hafa þar verið skrifstofur á vegum Reykjavíkurborgar. - þeb Kvennaskólinn hefur störf: Kennt á ný í Miðbæjarskóla STJÓRNSÝSLA Ríkisstjórnin ákvað einróma á fundi sínum í gær að veita aukaframlag til Útlendinga- stofnunar vegna reksturs mið- stöðvar fyrir hælis leitendur í Reykjanesbæ. Að óbreyttu hefði stofnunin þurft að segja upp samningi við Reykjanesbæ þar sem miðstöðin er starfrækt. Var þetta gert að tillögu innanríkis- ráðherra. „Við erum enn að fara yfir hvað við þurfum að auka framlagið mikið til miðstöðvarinnar,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra. „En staðreyndin er sú að Útlendingastofnun, eins og aðrar stofnanir sem undir hið opinbera heyra, hafa þurft að sæta niður- skurði.“ Ögmundur bendir á að inni í fjárhag og bókhaldi Útlendinga- stofnunar sé jafnframt fjármögn- un miðstöðvarinnar. „En fjöldi einstaklinga er mjög sveiflukenndur,“ segir Ög mundur. „Ef hælisleitendum fjölgar, þá rýrnar fjárhagur Útlendingastofn- unar og þar með geta hennar til að þjónusta þetta fólk. Og þarna er vítahringur sem þarf að rjúfa.“ Ríkisstjórnin ákvað þessa fjár- veitingu til að koma í veg fyrir að samningi við meðferðarheimilið yrði sagt upp. „Þar með erum við komin á lygnan sjó aftur,“ segir innanríkis- ráðherra. - sv Athvarf fyrir hælisleitendur í Reykjanesbæ fær aukafjárveitingu frá ríkinu: Samningi við miðstöð bjargað ÖGMUNDUR JÓNASSON Innanríkis- ráðherra segir að enn sé verið að fara yfir upphæð fjárveitingarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.