Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 3bylgjan 25 ára ● fréttablaðið ● „Þessi sögufræga ljósmynd er tekin rétt fyrir fyrstu útsendinguna,” segir Pétur Steinn Guðmundsson. Hann var í fyrsta starfsliði Bylgjunnar og fékk það hlutverk að kenna þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur, Davíð Oddssyni, á útsendingarborðið. „Útsendingin átti að byrja klukk- an sjö að morgni 28. ágúst. Menn voru mættir mjög snemma til vinnu þennan dag, man ég. Það þótti viðeigandi að fá vinsælasta stjórnmálamann landsins á þeim tíma, borgarstjórann í Reykjavík, til að opna útvarpsstöðina með ávarpi.“ Á þessari mynd ert þú að kenna honum á takkana? „Já, það kom í ljós þegar Davíð kom að hann var alveg óvanur því að stjórna tökkunum á útsendingar borðinu sjálfur. Það var allt öðruvísi þegar hann var með sína útvarpsþætti hjá Ríkis- útvarpinu í gamla daga. Þá sáu tæknimenn um öll slík mál. Það að menn stýrðu sínum þáttum sjálfir, sæju um öll tæknimál líka, var ein af þeim nýjungum sem komu með Bylgjunni. Þess vegna var ég fenginn til að sýna honum hvernig hann setti sleðann sem stjórnaði hljóðnemanum upp, þegar ávarp- ið átti að hefjast. Svo átti hann að ýta á annan takka þegar hann var búinn og setja þannig í gang stef eða lag. Þetta fór allt saman mjög vel fram og ég man að ég stóð fyrir aftan hann meðan hann flutti ávarpið, svona til öryggis.“ Manstu hvað hann sagði í ávarpinu? „Nei, því miður, ég man ekkert af því! Þetta var að minnsta kosti mjög söguleg stund, stór stund í mínum huga. Það sést líka vel á myndinni hversu spennu þrungið loftið var. Þarna var endanlega verið að rjúfa einokun Ríkis- útvarpsins á útvarpsrekstri í land- inu. Þess vegna er þessi mynd líka merkileg því þáverandi formaður útvarpsréttarnefndar er þarna í dyrunum, ef vel er að gáð, Kjartan Gunnarsson. Við hliðina á honum er Hjörtur Hjartarson, stjórnar- maður í Íslenska útvarpsfélaginu sem rak Bylgjuna. Svo eru þeir í sparifötum og með bindi Einar Sigurðsson útvarpsstjóri og Jón Ólafsson, stjórnarformaður Ís- lenska útvarps félagsins. Það vekur líka athygli á þess- ari mynd að þú og Davíð Oddsson eruð með nákvæmlega sömu hár- greiðslu! „Það er gaman að nefna það, já. Ég hef oft verið kallaður Davíð í gegnum tíðina, þegar menn horfa aftan á mig úr fjarlægð og fara hreinlega mannavillt.“ Svo ertu ekki í jakkafötum eins og flestir hinna, heldur í snjó- hvítum langerma bómullarbol með Bylgjumerkinu. „Já, við starfsmennirnir á plan- inu vorum allir í merktum bolum þennan dag. Það var gert með ráðnum hug, því að það kom fullt af ljósmyndurum að taka myndir þennan dag svo þetta var fín aug- lýsing fyrir stöðina.“ Þetta var auðvitað ákveðið upp- haf fyrir þig líka þarna í stúdíó A við Snorrabraut 54. Þú varst auð- vitað margreyndur plötu snúður og hafðir starfað við þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið, en þarna var draumur að verða að veruleika? „Já, ég fékk snemma þessa út- varpsbakteríu ef svo má segja og það er erfitt að losna við hana úr blóðinu. Ég byrjaði sem plötu- snúður í Glæsibæ 1. desember 1979 og svo þróaðist þetta áfram yfir í útvarpið. Ég er sjálfur hætt- ur að vinna við útvarp, fór úr því að vera lagafræðingur og er lög- fræðingur í dag! Þarna byrjaði Bylgjan Klukkan er 06.59 og Pétur Steinn kennir borgarstjóranum á útsendingarborðið. Það er gaman að nefna það að ég hef oft verið kallaður Davíð í gegnum tíðina. Afmælistónleikar Bylgjunnar Frá afmælistónleikum Bylgjunnar á Ingólfstorgi 20. ágúst 2011. Þar komu fram allir helstu tónlistarmenn þjóðarinnar og samfellt stuð allan daginn, líkt og á FM 989 í 25 ár. Kæri Bylgjuhlustandi! Það er óhætt að fullyrða að með stofnun Bylgjunnar, fyrstu frjálsu, einkareknu og óháðu útvarpsstöðvarinnar á Íslandi, hafi átt sér stað viss bylting – bylting dægurmenningar, bylting afþreyingar og ekki síst bylting frjálsrar umræðu. Upp frá því breyttist íslenskt fjölmiðla- landslag til fram- búðar og til hins betra. Þá fyrst tók að hljóma í útvarpi tónlistin sem fólkið í landinu vildi heyra – og það allan daginn, allan sólarhringinn, allt árið um kring ef það kærði sig um. Þá fyrst gerðist það líka að fólkið í land- inu öðlaðist rödd og gafst tækifæri til að láta ljós sitt skína milliliðalaust og án ritskoðunar. Og einnig má færa fyrir því sterk rök að þá fyrst hafi hafið upp raust sína útvarpsfólk sem talaði beint til almennings, um málefni sem vörðuðu almenning og það á mannamáli. Og svo er enn í dag, 25 árum síðar. Enn er það að- alsmerki Bylgjunnar að vera fyrst og síðast í þjónustu hlustenda. Út- varpsstöð á besta aldri sem ætíð hefur kappkostað að spila þá tónlist sem hlustendur hennar vilja helst heyra, í bland við vandað skemmti- efni, fréttir og þjóðmálaumræðu sem borin er á borð á mannamáli. Sigurganga Bylgjunnar hefur verið óslitin frá stofnun hennar. Og seigla hennar, styrkur og stöðugleiki hefur í raun verið ævintýri lík- astur miðað við alla þær sviptingar og samkeppni sem hún hefur glímt við í gegnum tíðina. Bæði frá öðrum einkastöðvum, sem komið hafa og farið, sem og hinum ríkisreknu skattgreiddu útvarpsstöðvum, sem gera út á auglýsingamarkaðinn á óheilbrigðum forsendum. Lykillinn nú sem ávallt er að bjóða uppá þá þjónustu, þá útvarpsdagskrá, sem ís- lenskir hlustendur hafa sjálfir mótað og valið að hlusta á. Það er og hefur alltaf verið Bylgjan. Ég vil nota þetta tækifæri – þessi einstöku tímamót í sögu ein- stakrar útvarpsstöðvar – og óska starfsmönnum hennar og ekki síst okkar dyggu hlustendum til hamingju með afmælið. Hún lengi lifi! Ari Edwald, forstjóri 365 miðla Allt fyrir hlustendur MYNDIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. MYND/BIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.