Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 88
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR52 SJÁLFSTYRKING FRAMKOMA OG LÍKAMSBURÐUR INNSÝN Í FYRIRSÆTUSTÖRF FÖRÐUN UMHIRÐA HÚÐAR OG HÁRS MYNDATAKA TÍSKUSÝNINGARGANGA FYRIRSÆTA KEMUR Í HEIMSÓKN FÍKNIEFNAFRÆÐSLA LEIKRÆN TJÁNING Í UMSJÓN LEYNILEIKHÚSSINS VERÐ 17.9 00 SJÖ VIKNA NÁMSKEIÐ HEFJAST 20. OG 22. SEPTEMBER Umsjónarkennari námskeiðsins er Tinna Aðalbjörnsdóttir, auk fjölmargra gestakennara. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, snyrtibuddu og mascara frá Maybelline, viðurkenningarskjal og 10 sv/hv myndir. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu. Stúlkurnar eru farðaðar fyrir myndatöku og tískusýningu. Skráning er hafin í síma 533-4646 eða eskimo@eskimo.is Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian gekk í það heilaga fyrir viku. Fréttamiðlar hið vestra halda því fram að körfuboltamaður- inn Kris Humphries hafi þar með kvænst inn í konungsfjölskyldu Hollywood-hæða. Sitt sýnist hverjum um hvort við hæfi sé að líkja Kardashian-fjölskyldunni við konungsfjölskyldu og er forvitnilegt að líta yfir farinn veg og bera Kim og Kris saman við ofurpör fyrri tíma. Konungar og drottningar HOLLYWOOD-HÆÐA NÁIN Laurence Olivier og Vivien Leigh kynntust við tökur á kvikmyndinni Fire Over England. Parið giftist árið 1940 og entist hjónabandið í tuttugu ár. Olivier og Leigh voru þó nánir vinir allt til dauðadags hans. NORDICPHOTOS/GETTY PRINSESSA Leikkonan Grace Kelly er eina leikkonan sem með sanni hefur gifst inn í konungsfjölskyldu. Hún giftist Rainier fursta og varð þar með alvöru prinsessa. EILÍF ÁST Leikararnir Paul Newman og Joanne Woodward þykja einsdæmi í Hollywood en þau voru gift í hálfa öld, allt til dauða Newmans. Parinu var mjög umhugað um einkalíf sitt og hélt sig fjarri sviðsljósinu alla tíð. MYNDARLEG Leikarinn Johnny Depp og ofurfyrirsætan Kate Moss áttu í eldheitu fjögurra ára sam- bandi. Þau þóttu bæði einstaklega flott og fögur og fengu því mikla fjölmiðlaathygli. VINSÆLL Hjónaband Brad Pitt og Jennifer Aniston vakti mikla athygli og voru þau gjarnan nefnd óskapar Bandaríkjanna. Hjónabandið endaði þó með skilnaði árið 2005 og stuttu síðar tók hann saman við Angelinu Jolie. Pitt og Jolie fengu gælunafnið Brangelina og hafa slúðurblöðin ein- staklega mikinn áhuga á fjölskyldulífi þeirra. BLIND ÁST Humphrey Bogart og Lauren Bacall kynntust við tökur á myndinni To Have and Have Not árið 1944. Bogart var þá 45 ára gamall og kvæntur leikkonunni Mayo Methot á meðan Bacall var aðeins 19 ára gömul. Bogart skildi við eiginkonuna og giftist Bacall stuttu síðar. Hjónabandið entist í tíu ár, allt til dauða Bogarts. NÝGIFT Skiptar skoðanir eru á því hvort kalla má Kardashian- fjölskylduna konungsfjölskyldu Hollywood. Kim Kardashian giftist körfuboltamanninum Kris Hump- hries í síðustu viku. Tónlist ★★★ I Need a Vacation Ruddinn Manchester og Hafnarfjörður I Need a Vacation er þriðja plata Hafnfirðingsins Bertels Ólafssonar, sem kallar sig Ruddann. Hann vinnur tónlistina að mestu leyti einn í heimahljóð- verinu sínu en fær aðstoð á nýju plötunni. Fyrsta ber að nefna Heiðu Eiríks, söngkonu í Hellvar, sem syngur í níu af ellefu lögum plötunnar, en auk hennar leika nokkrir hljóð- færaleikarar í einstaka lögum og Soulviper syngur eitt lag. Eins og á fyrri plötunum er tónlistin á I Need a Vacation mjög lituð af tónlist níunda áratugarins. Sérstaklega eru áhrif hljóm- sveitarinnar New Order augljós. Bassalínurnar hans Peters Hook ganga aftur í flestum lögunum og yfirbragðið minnir oft sterklega á þessa frábæru Manchester-sveit. Í laginu It‘s You er hljómurinn nauðalíkur New Order-laginu Temptation. Gott lag hjá Ruddanum en líkindin með Temptation eru mikil. Þrátt fyrir New Order-keiminn, sem er missterkur eftir lögum, er þetta skemmtileg plata. Ruddinn hefur greinilega legið yfir smáatriðum í útsetningunum. Sum þessara laga eru stórfín, önnur síðri. Söngur Heiðu gerir mikið fyrir útkomuna og Ruddinn, sem syngur í sjö laganna, skilar sínu vel líka. Á heildina litið ágætis plata. Næst ætti Ruddinn samt að reyna að draga svolítið úr New Order-áhrifunum. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Skemmtileg plata undir sterkum New Order-áhrifum. Natalie Portman er sögð eiga í við- ræðum um að leika í sinni fyrstu kvikmynd síðan hún eignaðist son sinn, Aleph, í júní. Hin þrítuga leikkona er að íhuga að leika aðal- hlutverkið í dramanu Adaline. Myndin fjallar um konu sem kemst að því að hún getur lifað að eilífu eftir að hafa lent í slysi. Þegar hún hittir mann og verður ástfangin þarf hún að ákveða hvort hún vilji verða dauðleg á nýjan leik. Portman vann Óskarinn fyrr á árinu fyrir frammistöðu sína í Black Swan. Við tökur á mynd- inni kynntist hún unnusta sínum, Benjamin Millepied. Portman snýr aftur NÝTT HLUTVERK Natalie Portman er í viðræðum um að leika í myndinni Adaline.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.