Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 63
bylgjan 25 ára ● fréttablaðið ●LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 2011 5 Ef það er til eitthvað sem heitir stuðþáttur í íslensku útvarpi, þá er það þátturinn Veistu hver ég var? á Bylgjunni. Danslögin hét meintur stuðþáttur, sem var lengi vel í Ríkisútvarpinu á laugardagskvöldum, og er bara eins og barnaskemmtun í samanburði. Í þessum þætti er ekki hitað upp fyrir helgina, eins og það er kallað. Þegar Veistu hver ég var? byrjar, þá byrjar helgin. „Upphafið að þessu er að þeir Ágúst Héðinsson, þáverandi yfirmaður útvarpssviðs, og Bjarni Arason dagskrárstjóri kölluðu mig á fund. Þeir vildu gera helgarnar á Bylgjunni líflegri og markvissari. Þeir voru með ákveðna hugmynd um skemmtilegan nostalgíuþátt og lögðu grunninn að þættinum. Ég velti þessu fyrir mér og kom svo fram með mínar hugmyndir í púkkið. Við ákváðum svo að prófa þennan þátt fram á haustið en ég er búinn að vera þarna í fjögur ár! Mér skilst að þátturinn hafi aldrei verið eins vinsæll og einmitt núna.“ Það er ekki eins og málið sé að velja bara þrjátíu diska og fara inn í stúdíó og spila þá. Skipt- ir ekki miklu máli hvaða lög eru valin og ekki síður, hvernig þeim er blandað saman? ,,Það er hárrétt. Ég legg mjög mikla vinnu í þættina og má segja að eiginkona mín sé ritstjóri þátt- arins. Við eyðum einu kvöldi á viku í að fara í gegnum tónlist, bæði einkasafnið mitt og það sem er til á netinu. Við erum bæði á fullu að skiptast á að rifja upp lög og tengja þau við tímabil. Ég skrifa átta síðna handrit, klippi saman nokkra dagskrárliði og er með allt tilbúið þegar ég mæti. Það held ég að sé grunnurinn að öllu saman; vera vel undirbúinn og pæla svo- lítið í því sem ég er að gera. Vanda sig eins og amma segir.“ Hlustunin á þættina er mikil sýna kannanirnar, en vinsældirn- ar og viðbrögð hlustenda? ,,Viðbrögðin hafa verið ótrú- leg frá upphafi. Það kom mér skemmtilega á óvart. Ég er sér- staklega ánægður með hvað hlust- endur taka mikinn þátt í að gera þetta með mér. Símtölin hafa verið meiriháttar, skrif á Fésbókarsíðu þáttarins gríðarleg og fólk er með á nótunum. Ég segi alltaf að ég sé framlenging af hinum almenna Íslendingi á meðan ég er í útsend- ingu, einn af hópnum. Tek mig alls ekki alvarlega og reyni að fylgja straumnum. Ég er mest hissa á hvað aldurs- bil hlustenda hefur breikkað frá því þátturinn byrjaði. Í upphafi var þetta mest fólk á mínum aldri að hlusta. En ég tek eftir að ung- lingar eru mjög spenntir fyrir þættinum og alveg upp í eldra fólk á aldur við ömmu og afa.“ Það er búið að gefa út geisla- disk með „Best of“ úr þáttunum, það hlýtur að vera bók næst eða bíómynd? ,,Ég sé enga ástæðu til að stoppa bara við diskana. Ég hef hugmynd- ir um að gera bækur og bíómynd- ir en mest langar mig til að gera sjónvarpsþáttaseríu um þetta tímabil á Íslandi. Held að það gæti verið skemmtileg upprifjun. Fyrsti diskurinn sem ég gerði er að renna í gullplötu – hver átti von á því!“ Kjarni málsins er kannski sá að þú hefur greinilega mjög, mjög gaman af þessu starfi? ,,Ég elska þennan þátt, hlustend- ur og tíðarandann. Ég legg mikinn metnað í að allir geti skemmt sér með þessum þætti og að hann komi fólki í jákvæðan farveg. Eftir hvern þátt er varla þurr þráður á mér, eins og ég hafi verið í þrektíma, ég er einn í hljóð- verinu, svara símtölum, klippi þau til, svara fólki á Facebook og stundum endurraða ég lögum því ég þarf oft að koma óskalögum að. Þetta er frábært!“ Og óskalag allra tíma svona að síðustu, ef þú hringdir inn í þáttinn og bæðir um lag, hvaða lag væri það? „Það er örugglega ELO, bara eitthvað. Ef ég væri í heitum potti í sumarbústað væri það Sweet Is the Night en ef ég væri heima í kósý- heitum þá væri það The Lights Go Down.“ „Ég elska þennan þátt, hlustendur og tíðarandann“ Smooth Santana & Rob Thomas „Flottur slagari, einstaklega útvarpsvænt lag, eins og við segjum stundum,Santana kann nokkur grip.“ Þráinn Steinsson mubla „Þetta var endurkoma Santana inn í vinsældapoppið og man ég að það hljómaði alveg fáránlega vel á Bylgjunni. Ef þetta hefði verið á tímum vínylplötunnar þá hefði það verið gegnspilað og Bylgjan þurft að eiga tvö aukaeintök af plötunni.“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri „Sennilega mest leikna lagið á stöðinni árið 1999 og raðaði til sín Grammy-verðlaun- um.“ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri My Heart Will Go On Celine Dion ,,Ég setti saman Íslenska listann á þeim tíma þegar þetta var vinsælt. Mikið var ég farinn að óska þess að Celine Dion hefði farið niður með Titanic þegar þetta var búið að vera á toppnum í níu vikur.’’ Þráinn Steinsson tónlistaráhugamaður „Titanic, þarf að segja meira? Vinsælasta lag heims á sínum tíma! Kate og Caprio í stafni á skipinu og sjóðheit ást.“ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri „Þegar þetta lag kom út var alveg ljóst að það yrði eitt af þeim vinsælli á árinu 1998. Ég man að ég hafði farið á tónleika með Celine Dion í London haustið áður og þá sá ég hversu frábærlega góð söngkona hún var. Að auki var lagið í vinsælustu mynd þessa árs og var tilnefnt til Óskarsverðlauna. Ég fékk samt nett nóg af þessu lagi eins og flestir aðrir“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri Popplag í G-dúr Stuðmenn „Þetta lag er náttúrulega alveg rakinn smellur og Valgeir hefur örugglega vitað það um leið og hann samdi lagið. Allir íslendingar hafa á einhverjum tímapunkti söngl- að þetta.“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri „Lagið sem hljómsveit allra landsmanna vildi ekki. En þjóðin beit á agnið hjá Valgeiri og sennilega mest spilaða lag Stuðmanna frá upphafi.“ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri „Ég man að ég var að vinna við hitt sem ég hef starfað við þegar ég heyrði þetta lag fyrst. Þetta var óþægilega grípandi og flott lag, brauðmola hendi í hausinn á öndum – snilld.“ Þráinn Steinsson gítareigandi Cose della vita Eros Ramazzotti „Ítalski sjarmörinn Eros Ramazzotti átti árið 1993 á Bylgj- unni með þetta lag. Hann er þessum lista sem fulltrúi ákveðins tíma á Bylgjunni. Það má segja að tónlistin á Bylgjunni hafi breyst nokkuð í gegnum tíðina, þróast er gott orð! Samt eru einkennin alltaf þau sömu, klassatón- list.“ Rúnar Róbertsson tónlistarstjóri „Ég man vel eftir þessu. Ég er hræddur um að þetta ætti ekki séns í dag, en á sínum tíma var ekki þurrt sæti í húsinu þegar þetta heyrðist.“ Þráinn Steinsson spagettíkarl „Það varð eitthvað æði fyrir Eros Ramazzotti hér á landi og þegar ég skoða þessi 25 ár þá hefur Bylgjan átt mikinn þátt í því að spila lög frá hinum ýmsu löndum og þannig hafa lög frá Ítalíu, Spáni, Frakklandi, Hollandi og öllum Norðurlöndunum oft orðið mjög vinsæl hér heima.“ Ívar Guðmundsson dagskrárstjóri ÞESSI LÖG VORU NEFND LÍKA: Björgvin Halldórsson - Ég lifi í draumi Eiríkur Hauksson - Gaggó Vest Eyjólfur Kristjánsson og Björn Jörundur - Álfheiður Björk Whitney Houston - I Will Always Love You Land og synir - Vöðvastæltur Savage Garden - Truly, Madly, Deeply Ub40 - Can’t Help Falling in Love Skítamórall - Farin Spin Doctors - Two Princes Boris Gardiner - I Want to Wake Up with You Ronan Keating - When You Say Nothing at All og svona þúsund lög í viðbót sem við munum ekki eftir í svipinn. Geggjaður þáttur hjá þér ALLTAF – gaman væri að heyra gott Slade-lag eins og t.d. Run run away … Guðný Hansen Siggi minn, takk fyrir frábæran þátt, eins og þér einum er lagið. Góða helgi :O) Kolbrún María Hannesdóttir ● BYLGJAN & GÓÐ HREYFING „Við hjá Hreyfingu höfum átt gott samstarf við Bylgjuna um árabil. Hún er sá fjölmiðill sem við höfum notað til að ná til viðskiptavina okkar með góðum árangri. Bylgjan er góður auglýs- ingamiðill og starfsfólk hennar hefur alltaf verið einstaklega lipurt, snör og góð þjónusta, einfalt og þægilegt eins og við viljum hafa það. Það eru líka orð að sönnu „að allir séu að hlusta“. Bylgjan hefur verið á toppnum lengi og spilar frábæra tónlist í dagsins önn. Hamingjuóskir með afmælið og haldiði áfram á sömu braut.“ Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar AFMÆLISKVEÐJA FRÁ HREYFINGU „Ég hef hugmyndir um að gera bækur og bíómyndir en mest langar mig til að gera sjónvarpsþáttaseríu um þetta tímabil á Íslandi.” MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.