Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 12
12 27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Oddi Erlingsson og Sóley D. Davíðsdóttir
N
Skráning og fyrirspurnir í símum 53401100, 8220043 og 5624444, oddier@simnet.is og kms@kms.is
N á n a r i u p p l ý s i n g a r : w w w . k m s . i s
Vellíðan án lyfja
með verkfærum sálfræðinnar
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Fram undan eru miklar umræður um rammaáætl-un um verndun og nýtingu orkulindanna sem unnið
hefur verið að í meir en áratug.
Þetta er merk tilraun. Tilgangur-
inn er að tryggja jafnvægi milli
ólíkra sjónarmiða á þessu sviði.
Mun það takast?
Réttmæt athugasemd Jóns
Gunnarssonar alþingismanns um
Norðlingaölduveitu nú í vikunni
beinir athyglinni að tvíþættu póli-
tísku álitaefni sem menn standa
andspænis. Annað er spurning-
in um virðingu fyrir pólitískum
sáttaniðurstöðum. Hitt er hvort
líklegt megi telja að jafnvægi náist
þegar undirtökin í landsstjórninni
eru í höndum þeirra sem hafa
þrengsta sýn á
nýtingu.
Fyrir nokkr-
um árum kvað
Jón Kristjáns-
son, þá sett-
ur umhverfis-
ráðherra, upp
ú rsk u rð u m
Norðlingaöldu-
veitu sem hélt
Þjórsárverum
með öllu utan
við veituna. Skiljanlegt var að
menn áttu þá erfitt með að una
þessari ákvörðun út frá nýtingar-
hagsmunum því að meiri mála-
miðlunarkostir voru vissulega
færir. En róttæk verndun var
niðurstaðan. Hún lýsir í reynd
afar merkri pólitískri ákvörðun.
Nú er þessum mjög svo tak-
markaða en um leið hagkvæma
nýtingarkosti á Norðlingaöldu
ýtt út af borðinu. Sátt fær ekki að
standa. Í áætluninni eru nýtingar-
hagsmunir virkjana í neðri hluta
Þjórsá taldir ríkari en verndunar-
sjónarmiðin. Eigi að síður bendir
flest til að VG muni eftir öðrum
leiðum bregða fæti fyrir virkjanir
á því svæði.
Hættan er sú að þeir sem
þrengsta sýn hafa á orkunýtingu
líti á rammaáætlunina sem áfanga
en ekki niðurstöðu. Það getur leitt
til sömu afstöðu frá hinni hliðinni.
En sé það svo að öfgasjónarmiðin
uni aldrei niðurstöðum sem fela í
sér málamiðlanir er til lítils unnið.
Sátt fær ekki að standa
Hin hliðin á þessum póli-tíska vanda er svarið við spurningunni: Hvers vegna ráða öfgarnar svo
miklu sem raun ber vitni að undan-
förnu? Endurspeglar Alþingi ekki
þær meðalhófshugmyndir sem
virðast ráðandi úti í samfélaginu?
Með hæfilegri einföldun má segja
að vandinn felist í þeirri lykilstöðu
sem VG er komið í með því að ríkis-
stjórn verður ekki mynduð án þess.
Í byrjun kjörtímabilsins ákvað
Samfylkingin að fórna þeim frjáls-
lyndu sjónarmiðum sem hún var
stofnuð um til þess að geta hafið
samstarf við VG. Það byggðist á
málamiðlun um ESB-aðildarum-
sókn sem ekki var líklegt að þeir
tveir flokkar gætu lokið. Nú hafa
báðir stjórnarandstöðuflokkarn-
ir sett fram þá úrslitakosti fyrir
stjórnarsamvinnu, hvort heldur er
fyrir eða eftir kosningar, að aðild-
arviðræðunum verði tafarlaust
slitið. Þetta þýðir að þeir geta bara
unnið með VG.
Allir flokkarnir þrír sem með
einhverjum hætti eiga lönd að
miðju stjórnmálanna hafa þannig
talið rétt að fórna möguleikum á
breiðu samstarfi á þeim málefna-
vettvangi. Þar liggja þó tækifærin
til þess að ná sátt um hófsamleg
sjónarmið varðandi nýtingu orku-
lindanna og hraðari hagvöxt en ella
er kostur á. Þetta er í hnotskurn sú
málefnakreppa sem stjórnmálin
eru föst í.
Þegar málamiðlun hefur verið
útilokuð á einu sviði leiðir það oft
til þess að hún er ekki fær á öðrum
sviðum. Veruleg hætta er því á
að meirihlutasjónarmið um hóf-
sama nýtingarstefnu verði fyrir
borð borin. Á miðju stjórnmál-
anna og til hægri sýnist vera ríkur
stuðningur við hófsama orkunýt-
ingu. Þau sjónarmið gætu þó sem
hægast frosið úti vegna pólitísku
málefnakreppunnar.
Hvers vegna ráða öfgarnar?
Andstaða VG gegn orku-nýtingu gengur mun lengra en unnt er að rökstyðja með tilvísun í
náttúruvernd. Meginrök flokksins
byggjast á staðhæfingum um að
engin þörf sé á þeim hagvexti sem
aðrir sækjast eftir með hóflegri
nýtingu. Í raun snúast deilurnar
um þá staðhæfingu.
Íhaldssemi varðandi röskun á
náttúru landsins er góð og gild.
Íhaldssemi er einnig réttmæt
þegar kemur að hagvexti. Kjarni
málsins er hins vegar sá að hvergi
er gengið nærri þessum sjónar-
miðum varðandi þau úrlausnarefni
sem við blasa til að reisa þjóðar-
búskapinn við eftir hrun.
Það skýrist best með því að jafn-
vel forystumenn VG nefna ekki
lengur að útflutningstekjur vegna
þeirrar verðmætasköpunar sem
leitt hefur af Kárahnjúkavirkjun
séu til óþurftar. Hefði VG tekist að
stöðva þá framkvæmd væru alvar-
legir þverbrestir þegar komnir í
velferðarkerfið.
Vandinn er hins vegar sá að
brestirnir eru að byrja að mynd-
ast vegna þess að hófsöm nýtingar-
stefna er þrátt fyrir þessa reynslu
nú forboðin. Fyrir þá sök er hag-
vöxtur ekki nægur til að standa
undir velferðarkerfinu til fram-
búðar. Nú liggur valdið hjá VG;
líka ábyrgðin á velferðinni. Án
hagvaxtar brestur hún.
Þetta er pólitískt baksvið þeirr-
ar umræðu sem nú hefst um
rammaáætlunina. Hún verður ekki
slitin frá þeim veruleika.
Hagvöxtur og velferð
F
orsætisráðuneytið sendi frá sér fréttatilkynningu í gær
þess efnis að Ísland hefði „útskrifast“ úr efnahagsáætl-
un Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrst allra ríkja í yfir-
standandi alþjóðafjármálakreppu. Hvort Ísland hefði
útskrifast í sama skilningi og nemandi úr skóla eða
sjúklingur af spítala fylgdi ekki sögunni.
Hún virðist ansi fjarri, minningin um það þegar ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fór þess á leit við sjóðinn að
hann hlypi undir bagga með rík-
inu eftir að bankakerfi landsins
hrundi eins og spilaborg haustið
2008.
Þá mætti umsóknin um
neyðarlán til AGS tortryggni,
kannski eðlilega í ljósi sögu
hans í þróunarlöndum. „Alls
staðar þar sem Alþjóðagjald-
eyrissjóðinn hefur borið niður hefur hann sett skilyrði um félags-
legar breytingar og markaðslausnir,“ sagði til dæmis Ögmundur
Jónasson haustið 2008. „Það má eitthvað hafa breyst ef hann
hefði uppi aðra stefnu hér.“ Þremur árum síðar eru helstu von-
brigði margra að hrunið hafi einmitt ekki fætt af sér róttækar
félagslegar breytingar.
Forvitnilegt er að flestir sem komu að málum þegar umsóknin
að AGS var rædd hafa kúvenst í afstöðu sinni og gerðist það
nokkurn veginn um sama leyti og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Samfylkingar hrökklaðist frá völdum og VG fyllti skarð fyrr-
nefnda flokksins. Bjarni Benediktsson fagnaði samstarfinu, svo
vildi hann slíta því; Steingrímur J. taldi samkomulagið færa AGS
allt of mikil völd en sem fjármálaráðherra hefur hann verið einn
ötulasti verjandi sjóðsins; Framsóknarflokkurinn studdi upphaf-
lega samstarfið en hefur fundið því flest til foráttu eftir að nýr
formaður tók við.
Nú þegar samstarfinu er lokið er viðbúið að áframhaldandi
karp taki við; ríkisstjórnin mun reyna að fegra stöðuna en
stjórnarandstaðan mála skrattann á vegginn.
Þótt ekki skuli gera lítið úr þeim árangri sem náðst hefur á
undanförnum þremur árum er þetta engu að síður að mörgu leyti
glataður tími. Hvort það er vegna samstarfsins við AGS eða þrátt
fyrir það skal ósagt látið, hugsanlega hefur verið einblínt á fjár-
lagahallann á kostnað þess að grisja fyrirtækjamarkaðinn.
Staðreyndin er nefnilega sú að hér varð í rauninni ekki „algjört
hrun“, eins og stundum er sagt, því allt of mörg illa rekin og/eða
allt of skuldsett fyrirtæki voru ekki einfaldlega látin gossa og
fara í gjaldþrot. Markaðslögmálunum var ekki leyft að virka.
Ein fáránlegasta birtingarmynd þess er fasteignamarkaður-
inn; þrátt fyrir að hann sé hruninn er verðlag litlu lægra en á
þensluárunum og reyndar hærra fyrir þá sem leigja.
Formlegur viðskilnaður við AGS markar ákveðin kaflaskipti í
eftirleik hrunsins. Við erum búin að bjarga okkur fyrir horn en
þurfum nú að fara að byggja okkur aftur upp. Verkefni stjórn-
málamanna er að koma sér saman um skýra og raunhæfa stefnu
um hvernig hér sé hægt að búa fólki mannsæmandi líf. Hér reyn-
ir eðli málsins samkvæmt meira á þá sem hafa völdin, stjórnar-
flokkana. Ef þeir ráða ekki við það verkefni er hugsanlega rétt
að slíta fleiru en samstarfinu við AGS.
Samstarfi Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lokið:
Hvað svo?
SKOÐUN
Bergsteinn
Sigurðsson
bergsteinn@frettabladid.is