Fréttablaðið - 27.08.2011, Blaðsíða 28
27. ágúst 2011 LAUGARDAGUR28
Þ
etta var hreint út
sagt frábært og ótrú-
lega skemmtilegt að
fá að kynnast land-
inu á þennan hátt. Við
höfum lært um þessa
hluti í skóla, en það er líka heilmikill
skóli að sjá þessi hús í návígi,“ segir
Steinunn Eik Egilsdóttir, BA í arki-
tektúr frá Listaháskóla Íslands
(LHÍ). Steinunn er einn þátttak-
enda í rannsóknarverkefninu Eyði-
býli á Íslandi, en tilgangur þess er
að koma á fót gagnagrunni með
yfirgripsmiklum upplýsingum um
eyðibýli og yfirgefin hús á landinu.
Mikilvægar heimildir
Að sögn Steinunnar á verkefnið sér
nokkurn aðdraganda, því á annað
ár hafði hópur áhugasamra velt því
fyrir sér á hvaða hátt væri hentug-
ast að blása lífi í gömul og yfirgef-
in hús á landsbyggðinni. Aðstand-
endur fyrirtækjanna R3-Ráðgjöf og
Glámu-Kím arkitekta ásamt Ómari
Bjarka Smárasyni jarðfræðingi
mynduðu undirbúningshóp haustið
2010. Hópurinn sótti um styrki og
fékk nokkra.
Þá sóttu, að frumkvæði undir-
búningshópsins, fimm háskólanem-
ar um styrki frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna til að sinna rannsókn-
arvinnunni. Sá styrkur fékkst og
því eyddu þau Steinunn Eik, Arn-
þór Tryggvason og Yngvi Karl
Sigurjónsson, sem öll voru úrskrift-
arnemar í arkitektúr við LHÍ, Birk-
ir Ingibjartsson, BS í verkfræði og
nemi á öðru ári í arkitektúr við LHÍ
og Árni Gíslason, BA í stjórnmála-
fræði og meistaranemi á fyrra ári
í MPA við Háskóla Íslands, tveim-
ur mánuðum í sumar við rann-
sóknir í þremur sýslum landsins,
Austur-Skaftafellssýslu, Vestur-
Skaftafellssýslu og Rangárvalla-
sýslu. Þessa dagana vinna þau að
úrvinnslu rannsóknarinnar.
„Þetta eru upplýsingar sem
hingað til hafa ekki verið til,“ segir
Steinunn Eik. „Þetta eru hús sem
mörg hver gætu farið að glatast. Í
dag þykir okkur gömlu torfhúsin og
húsakynnin sem hafa verið grafin
upp afar merkileg. Eftir fimmtíu
eða hundrað ár verða það þessi hús
sem við rannsökuðum sem verða
hluti af menningarsögu okkar,
og því mikilvægt að varðveita
heimildir um þau.“
Fundu falda gullmola
Hópurinn ferðaðist um ofannefndar
sýslur, allt frá Lóni í Hornafirði að
Ásahreppi í grennd Hellu, og skráði
á því svæði alls 103 eyðibýli eða
yfirgefin hús. Gögnin voru svo færð
inn í sérstakt skráningarform sem
hannað var í samstarfi við Þjóð-
minjasafnið og Húsafriðunarnefnd.
„Við skráðum niður eins mikið
af sögu húsana og við komumst í,“
útskýrir Steinunn. „Við könnuðum
ástand þeirra, byggingarstíl, stað-
hætti, áhugaverðar staðreyndir og
tókum kerfisbundið ljósmyndir af
öllum hliðum þeirra, svo fátt eitt sé
nefnt. Gögnin eru því skrifleg og
myndræn. Höfuðáhersluna leggj-
um við á varðveislugildið og nýt-
ingarmöguleika, hvort mögulegt
sé að gera húsin upp og þar fram
eftir götunum. Undirliggjandi er
einnig sú spurning hvort hugsan-
legt sé að nýta þessar upplýsingar í
tengslum við ferðaþjónustu. Þann-
ig væri til að mynda hægt að gera
ákveðin hús upp að mismiklu leyti,
nota sem gistihús fyrir ferðamenn
og skapa þannig nýja upplifun í
íslenskri ferðaþjónustu.“
Reglan var sú að hópurinn keyrði
upp að hverjum einasta sveitabæ á
rannsóknarsvæðinu til að kanna
hvort yfirgefin hús leyndust bak
við sveitabæi. Sú var oft og tíðum
raunin, að sögn Steinunnar. „Þannig
fundum við marga falda gullmola.
Þetta var mikil nákvæmnisvinna en
óskaplega skemmtilegt. Við höfum
verið í samstarfi við sveitarfélög,
sem hafa skaffað okkur húsnæði,
til dæmis gistingu í félagsheimil-
um, og þegið margan kaffisopann
og með því hjá íbúum á svæðinu.
Allir tóku mjög vel á móti okkur
og höfðu ekkert á móti því að segja
okkur frá umhverfi sínu á ítarlegan
hátt,“ segir Steinunn Eik.
Vonar að starfið haldi áfram
Eyðibýlin og yfirgefnu húsin voru
eins misjöfn og þau voru mörg, að
sögn Steinunnar. „Sum þeirra voru
pinkulítil, kannski í mjög slæmu
ásigkomulagi og erfitt að þefa uppi
heimildarmenn um þau, og í næstu
andrá vorum við að skoða hótel í
Fljótshlíð frá árinu 1898 með ótrú-
lega byggingarsögu. Oft eru það þó
hrörlegustu húsin sem vekja hjá
okkur mestan áhuga. Það eru marg-
ar leiðir til að varðveita hús og veita
þeim nýtt líf, og hugmyndirnar sem
kviknuðu hjá okkur í rannsókninni
voru óteljandi.“
Steinunn segir í raun enn óljóst
hvort og þá hvernig niðurstöð-
ur rannsóknarinnar verði gerðar
aðgengilegar almenningi. „Vonir
okkar standa til þess að skýrslan
verði gefin út á einhvern hátt, en
þó fyrst og fremst til þess að hún
verði notuð til að tryggja fleiri
styrki til að halda verkefninu gang-
andi. Nú höfum við rannsakað um
1/10 af undirlendi Íslands og því
mikið eftir. Ég vona að hægt verði
að rannsaka allt landið á þennan
hátt og sjálf hef ég mikinn áhuga
á að taka þátt í því starfi,“ segir
Steinunn Eik.
Allir tóku mjög vel á móti okkur
og höfðu ekkert á móti því að segja
okkur frá umhverfi sínu á ítarlegan
hátt
Hluti af menningarsögu okkar
MÚLAKOT Í Fljótshlíð, sem var áður heimili og hótel. MYND/ÁRNI GÍSLASON
HNAPPAVELLIR Í Öræfum. MYND/BIRKIR INGIBJARTSSON
BALDURSHAGI Nærri Höfn í Hornafirði. MYND/ARNÞÓR TRYGGVASON
ÞÓRISDALUR Í Hornafirði. MYND/ÁRNI GÍSLASON
Steinunn Eik Egilsdóttir, BA í arkitektúr frá
Listaháskóla Íslands, er ein þeirra sem í sumar
rannsökuðu eyðibýli og yfirgefin hús á Suður- og
Suðausturlandi. Kjartan Guðmundsson ræddi við
hana um varðveislugildi húsanna og möguleika til
nýtingar.
MARGAR HUGMYNDIR „Það eru margar
leiðir til að varðveita hús og veita þeim
nýtt líf,“ segir Steinunn Eik Egilsdóttir
um rannsóknina á eyðibílum og yfir-
gefnum húsum sem fram fór í sumar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI